Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Side 11

Skessuhorn - 19.02.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003 11 í nýútkominni skýrslu sam- gönguráðuneytisins um ferðir og flutninga kemur fram að almennur flutningskostnaður á einingu innanlands hefur hækkað mjög umfram aðra verðlagsþróun í landinu á undanförnum árum. Þetta hefur gerst þrátt fýrir bætta vegi, samþjöppun og yfirlýst- ar hagræðingaraðgerðir flutn- ingsfýrirtækja sem áttu að leiða til lækkunar á flutnings- kostnaði. Ef litið er á þróun flutn- ingskostnaðar sl. 6 ár þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 20% en almenn gjaldskrá flutningsaðila fýrir flutninga út á land hefur hækkað um 70- 100%. Hlutfallsleg hækkun hefur orðið mest á stöðum sem fjærst liggja höfuðborg- inni þ.e. á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þessar tölur eiga við um almenna gjaldskrá. Vitað er að veruleg frávik þekkjast í formi afsláttar sem flutningsfýrirtækin bjóða við- skiptavinum sínum, en þar ræður magn flutninga að öll- um líkindum miklu. Hækkun á flutningsþjónustu mun þannig bitna misjafnlega á þeim sem nota þjónustuna og harðast á smæstu aðilunum sem flytja minnst. Það gefur því auga leið að lítil og meðalstór fýrirtæki, einstaklingar í verslun, þjón- ustu og smáiðnaði verða harð- ast úti í þessari þróun. Flutn- ingakerfið er því enn einn þátturinn sem verður til þess að mismuna smærri fýrirtækj- um og hindra þannig vöxt og aukna fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni. „Sjóflutningar á landi“ Flutningsjöfnunarsjóður hefur tryggt jöfnun dreifingar- kostnaðar á olíu, bensíni og sementi. Þessi flutningsjöfnun hefur verið miðuð við sjófiutn- inga. Hvað varðar olíur er miðað við dreiflngu frá Reykjavík á hinar ýmsu hafhir landsins. Þessir flumingar eru nú komnir á land eða beint er- lendis frá á örfáar hafnir. A- fram er þó dreifingaraðilum greitt eins og um sjóflutninga ffá Reykjavík væri að ræða. Svipaða sögu er að segja af flutningsjöfhun á sementi. Sjó- flumingar á sementi hafa nú al- veg lagst af og flumingarnir al- farið komnir á land. Því er nú verið að styrkja allt aðra teg- und fluminga en reglur segja til um. Þessar breytingar hafa átt sér stað án þess að reglum sjóðsins hafi verið breytt. Með þessu skeytingarleysi hefur samkeppnisstaða sjóflutninga verið skert stórlega. Af þessum sökum er augljóst að mjög brýnt er að endurskoða reglur Flutningsjöfhunarsjóðs, annað hvort þannig að þær taki mið af raunveruleikanum eða að sjóðnum verði í raun beitt til eflingar sjófluminga. Fákeppni og einokun Fram um 1990 voru allt að 5 skip í áætlunarsiglingum á veg- um tveggja stærstu skipafélaga landsins við strendur landsins sem komu við á 30 stöðum. Nú er aðeins Eimskip eftir með eitt skip í strandflutningum og 11 viðkomustaði. Það er ekki aðeins að skipakomum hefur fækkað heldur er þjónustustig sjófluminga við ströndina mun lægra en áður var. Þetta er þó ekki hið eina er hefur gerst í tengslum við sjóflutninga. Áður voru nokkuð skýr skil á milli flutningategunda. Skipa- félögin sáu um sjóflutninga en ýmis fýrirtæki og einstaklingar sáu um landfluminga, en höfðu með sér samstarf um vöru- móttöku og afgreiðslu. Á þessu hefur orðið gjörbylting. Skipa- félögin eru orðin ráðandi í vöruflutningum úti á landi. Eimskip á stóran eignarhluta í Flytjanda og Samskip eiga ein Landflutninga. Fjöldi minni staðbundinna flutningafýrir- tækja og einyrkja hefur hætt, verið keypt upp, verið rutt út af markaðinum eða horfið af sjónarsviðinu með öðrum hætti. I skýrslunni kemur fram að tíðni ferða milli staða hafi aukist verulega og þjónustan í landflutningum sé almennt góð. I æ fleiri tilvikum era sömu aðilar að sýsla með fram- leiðslu, flutninga og sölu að- fanga. En sama fýrirtækið hef- ur oft og tíðum eignarhald á skipafélögum, útgerðum og fiskvixmslum og olíufélögum ásamt stærstu fýrirtækjunum á landsbyggðinni. I niðurstöðum skýrslunnar segir svo: „ Þegar flutningar um landið og kosmaður við þá eru skoðaðir kemur í ljós að verulegar sviptingar hafa átt sér stað að undanförnu. Fram- boð strandflutninga hefur dregist saman og siglir nú að- eins eitt áætlunarskip á strönd- ina en á sama tíma hefur ffarn- boð landflutninga vaxið veru- lega. Samþjöppun aðila í land- flutningum og þátttaka skipa- félaga gerir það að verkum að Jón Bjamason tveir flumingsaðilar eru með nær alla landfluminga á Is- landi. Fákeppni er því ráðandi í þessum flutningum. Samfara þessu hafa gjaldskrár flumings- aðila hækkað veralega umffam þróun neysluvöruvísitölu.“ Getur hver og einn lesandi svipast um í sinni heimabyggð og séð hver hefur orðið þróun flutningsmála þar. Grípa þarf til úrræða Flestir ljúka upp einum munni um að lækka þurfi flutningskostnaðinn og jafha aðstöðumun fýrirtækja og fólks efrir búsem. Stór hluti útflutn- ingsvara landsmanna kemur af landsbyggðinni. Það leggst á ffamleiðandann að skila vör- unni á útflutningshöfh sem í flestum tilvikum er á suðvest- urhorninu. Ríkið fær því aukn- ar skatttekjur ffá framleiðand- anum því fjær sem hann er ffá aðal inn- og útflutningshöfn- um bæði í formi þungaskatts, eldsneytisgjalds og virðisauka- skatts sem ætíð leggst á síðasta stig vörunnar. Hér er um millj- arða króna að ræða sem ríkið skattleggur dreifbýlið umffam höfuðborgarsvæðið. Þessu get- ur ríkið af sanngirni skilað að hluta til baka. Þessar leiðir má fara: a) Bregðast við fákeppni í flutningum og krefjast gagn- særrar gjaldskrár þannig að heilbrigð samkeppni fái þrifist. b) Koma þarf á ströngum siðareglum í flutningum hér á landi hliðstæðum þeim sein Samkeppnisstofnun hefur sett nýlega um samskipti smásala og birgja í verslun. c) Beita flutningsstyrkjum til atvinnugreina á jaðarsvæðum til að jafna samkeppnisstöðu þeirra. Það er gert bæði í Sví- þjóð og Noregi . Þar höfum við fordæmi sem ganga má beint í og útfæra. Má líta á það eins og endurgreiðslur á of- teknum sköttum hjá viðkom- andi fýrirtæki. En skilyrði fýr- ir því að hægt sé að beita slík- um jöfnunarstyrkjum er að öll gjaldtaka flutningsaðilanna sé gagnsæ. d) Veita skattaafslátt til ein- staklinga vegna aksturs til og frá vinnu þegar aksmrinn fer yfir vissa hámarksvegalengd. c) Veita sérstakan flumings- styrk til verslana á stöðum sem ekki njóta þjónusm lágvöru- verslana með samræmdu verði. d) Finna leiðir til að bæta samkeppnisstöðu sjófluminga. Lokaorð Þeir sem búa á landsbyggð- irrni þurfa að yfirvinna fjar- lægðir með einu eða öðru móti, en æ fleiri hluti sem tengjast ffamleiðslu og þjón- ustu þarf að sækja til höfuð- borgarsvæðisins. Þessar fjar- lægðir virðast þó vera hafðar að féþúfu hjá ýmsum aðilum. Ríkisvaldið innheimtir drjúgan hluta af tekjum sínum með skatti á eldsneyti og flutninga. En einnig virðist svo vera sem að flutningsaðilarnir sjálfir séu að innheimta fákeppnisrenm af landsbyggðinni. Við þessu þarf að bregðast með fesm og að- gerðum þegar í stað . Jón Bjamason alþingismaðm• Vinstri grænna. Skipar firsta sæti flokksins í Norðvesturkjördœmi. Eydís Líndal Finnbogadóttir Þjóðgarður án heimammmcUir Ég var að velta því fýrir mér hvort stjórnvöld hafi gleymt Vesturlandi við samþykkt fjár- laga 2003? Hafa þau enn einu sinni gleymt því að það kostar að reka þjóðgarða, menning- arhús og skóla? Er nóg að geta barnið, sjá það fæðast - brosa móðurlega til þess og eiga síðan litla peninga til að fæða það og klæða? Hvar er heimanmundurinn? Á fjárlögum 2003 er gert ráð fýrir 10 milljónum til reksmrs á Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli. Inn í því er allur rekstrarkostnaður, þar með talið laun þjóðgarðsvarðar og landvarða, reksmr bifreiða og leiga mannvirkja. Þetta er upphæð sem er verulega skor- in við nögl þegar litið er til þess að við stofnun þjóðgarðs- ins, í júní 2001, var gert ráð fýrir stofnkostnaði upp á 100 milljónir. Stofnkostnaður á meðal annars að kosta upp- byggingu upplýsingamið- stöðvar, merkingar og göngu- stígagerð, kortlagningu og gerð kynningarefnis svo eitt- hvað sé nefnt. Heimanmund- ur brúðarinnar Snæfellsjökuls hefur hinsvegar ekki enn borist þó svo að hún skarti sínu fannhvíta brúðarslöri. Ný atvinnutækifæri Stofnun þjóðgarðs er ekki einungis friðun á landsvæði, heldur er um að ræða verulegt atvinnutækifæri, ef rétt er að staðið, þar sem þjóðgarðar draga að sér mikinn fjölda ferðamanna. Stofnun þjóð- garða er augljóslega mikilvægt byggðarmál og þar af leiðandi er það skylda stjórnvalda að standa undir þeim væntingum sem heimamenn og aðrir landsmenn hafa gagnvart þjóðgarðinum. Er nóg að ýta úr vör? Þjóðgarðurinn Snæfellsjök- ull hefur upp á að bjóða stór- fenglega náttúru, sögu og menningu. Það er því brýnt að stjórnvöld fari að greiða þjóð- garðinum heimanmundinn, svo að landsmenn jafht sem erlendir ferðamenn geti notið hans eins og best verður á kos- ið. Það verður að vera skýr stefna stjórnvalda að fýlgja efrir málum sem þau ýta úr vör, annars er betra heima set- ið en af stað farið. Eydís Líndal Finnbogadóttir Jarðjræðingur Skipar 4. sæti á lista Fram- sóknmfl. í Norðvestnrkjördæmi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.