Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.02.2003, Blaðsíða 15
ggESSUHOERI MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 2003 15 Hafþór Ingi tryggir Skallagrími tvö stig á dramatískum iokasekúndum. Mynd: Svanur Steinarsson Dramatík í Borgarnesi Skallagrímur- KR: 86-85 Það er óhætt að segja að fagnaðarlátunum hafi aldrei ætlað að linna í Borgarnesi á föstudagskvöld þegar Skalla- grímsmenn tryggðu tvö dýr- mæt stig í fallslagnum er þeir lögðu KR-inga að velli eftir æsispennandi lokamínútur. Heimamenn byrjuðu mun bet- ur og skorti greinilega ekki sjálfstraust þrátt fyrir misjafnt gengi í vetur. Heimamenn komust mest í níu stiga for- ystu í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 27-24. KR-ingar komust síð- an æ betur inn í leikinn eftir því sem á leið og í leikhléi var staðan jöfn 46 - 46. Eftir leik- hlé komu heimamenn á ný grimmir til leiks og náðu á- gætri forystu á ný og eftir þriðja leikhluta höfðu gestirnir náð að minnka muninn aftur og var staðan þá 70 - 68. Það var því Ijóst að stefndi í spennandi lokamínútur og það stóð heima, dramatíkina skorti ekki en þegar mínúta var til leiksloka leiddu gestirn- ir með einu stigi. KR-ingar skoruðu þá úr þriggja stiga skoti og virtust vera búnir að tryggja sér sig- urinn. JoVann Johnson svar- aði hinsvegar að bragði með þriggja stiga körfu. KR-ingar fengu þá aftur tækifæri til að komast í, að því er virtist, örugga forystu þeg- ar þeir fengu tvö vítaskot og aðeins tuttugu sekúndur eftir. Þeir nýttu vítin og höfðu yfir 85-82 og enn ein vonbrigðin virtust í uppsiglingu. Þá var komið að Hafþórs þætti Gunnarssonar en hann hafði ekki haft sig mikið í frammi í leiknum. Dyggilega studdur af æstum stuðningsmönnum Skallagríms sem óhætt er að segja að hafi verið að „fara á límingunum" setti Hafþór nið- ur þriggja stiga körfu og jafn- aði þar með leikinn. Hann gerði reyndar gott betur en það því brotið var á honum í skotinu og fékk hann því víta- skot sem hann afgreiddi af ör- yggi og sigurinn var í höfn. Þótt Hafþór hafi verið hetja Borgnesinga að þessu sinni var JoVann Johnsons þeirra bestur, en einnig áttu þeir Þálmi Sævarsson, Þétur Sig- urðsson og Risticbræður góðan leik. Tölurnar - Skallagrímur Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Finnur Jónsson 6 2 3 0 5 Hafþór 1. Gunnarsson 27 3 2 8 6 Ari Gunnarsson 12 2 0 1 7 Fálmi Þ. Sævarsson 15 9 0 3 9 JoVann Johnson 34 6 6 35 10 PéturM. Sigurðsson 22 5 2 14 11 Valur Ingimundarson 26 2 0 0 14 Darko Ristic 32 5 5 17 15 Milosh Ristic 26 3 3 8 3. flokkur íslandsmeistari 3. flokkur karla í knattspyrnu hjá ÍA varð um síðustu helgi ís- landsmeistarar í innanhúsknatt- spyrnu eftír sigur á BÍ í úrslita- leik. Innanhúsmótið hjá drengjun- um er með þeim hætti að fyrst er leikið í undanriðli með fimm öðrum liðum. Síðan tekur við milliriðill og þar á eftir undanúr- slit og úrslitaleikur. Milliriðillinn og úrslitaleikirnir voru spilaðir um síðustu helgi en undanriðill- inn var leikinn um miðjan janúar. Skagastrákarnir komust í undanúrslitin með því að ná öðru sætinu í sínum milliriðli, þar sem þeir mættu KR-ingum. Leikurinn gegn KR var æsispennandi og það var ekki fyrr en í framlengingunni sem (A náði að skora eina mark leiksins og þar með sæti í úrslitaleikn- um. Slappur leikur í Hólminum Snæfell-Njarðvík: 60-63 Njarðvíkingar sigruðu Snæfellinga naumlega í frem- ur slökum leik í Hólminum síðastliðinn fimmtudag. Leik- urinn var í járnum nánast all- an tímann þótt gestirnir hefðu jafnan frumkvæðið. í leikhléi var staðan 43-45 og þessi litli munur hélst út leikinn. Flestir leik- manna Snæ- fells hafa leikið betur í vetur og óvenjulegt að Bush og Hlynur fari ekki yfir 20 stig samtals, en yfirleitt hafa þeir verið nálægt því hvor fyrir sig. Það var Sigurbjörn Þórðarson sem var bestur Hólmara en Hlynur átti þokkalegan leik þótt hann hafi oftast verið betri. Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Baldur Þorleifsson 3 0 0 0 5 Andrés M. Heiðarsson 9 2 0 2 6 Atli R. Sigurþórsson 20 3 2 0 7 Jón Ó. Ólafsson 23 3 1 8 8 Helgi R. Guðmundss. 27 2 6 7 9 Selwin Reid 4 3 2 0 10 Sigurbjörn Þórðarson 20 3 0 14 11 Clifton Bush 35 13 1 8 12 Lýður Vignisson 26 2 1 9 14 Hlynur E. Bæringsson 33 10 2 12 Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik Félag Leik U T Stig Nett Stig 1. UMFG 18 15 3 1657:1493 164 30 2. KR 18 14 4 1616:1456 160 28 3. Keflavfk 18 13 5 1793:1516 277 26 4. Haukar 18 12 6 1624:1532 92 24 5. Tindastóll 18 10 8 1626:1606 20 20 6. UMFN 18 10 8 1467:1492 -25 20 7. ÍR 18 9 9 1548:1587 -39 18 8. Snæfell 18 7 11 1437:1437 0 14 9. Breiðablik 18 7 11 1644:1677 -33 14 10. Hamar 18 5 13 1643:1814 -171 10 11. Skallagrímur 18 3 15 1459:1651 -192 6 12. Valur 18 3 15 1415:1668 -253 6 í úrslitaleiknum mætti ÍA BÍ eins og áður segir. (A komst í 2- 0 áður en ísfirðingar minnkuðu muninn í eitt mark, en Skaga- menn áttu síðasta orðið í leikn- um og tryggðu sér öruggan 3-1 sigur með marki rétt fyrir leiks- lok. Sannarlega glæsilegur árang- ur hjá strákunum og vonandi gefur þessi góði sigur einhver fyrirheit um það sem koma skal í sumar. Á myndinni má sjá drengina, að verðlaunaafhendingunni lok- inni, með þjálfara sínum Þór Hinrikssyni sem tók við sem yf- irþjálfari á Akranesi í haust. HJH Molar Mfl. ÍA mætti Aftureldingu í æf- ingaleik í Fífunni í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að liðin gerðu markalaust jafntefli í heldur bragðdaufum leik. Fyrr- um leikmaður Skagamanna, Jón Þór Hauksson, lék með Mosfellingum gegn sínum gömlu félögum en Jón gekk á dögunum til liðs við Aftureld- ingu. Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um næstu helgi og leika Skagamenn tvo leiki. Á föstu- daginn mæta þeir KA á Akur- eyri og daginn eftir leika þeir gegn Þór. Báðir leikirnir fara fram í nýja knattspyrnuhúsi þeirra Norðlendinga. Dregið hefur verið f fyrstu tvær umferðirnar í bikarkeppni karla í sumar. Tveir leikir í fyrstu umferð fara fram á Vesturlandi. I fyrri leiknum fær Skallagrímur ÍH í heimsókn en í hinum er Vesturlandsslagur þar sem Víkingur Ólafsvík mætir ungmennaliði ÍA í Ólafs- vík. Ef Skallagrímur sigrar ÍH mæta þeir annaðhvort ung- mennaliði ÍR eða Deiglunni. Sigurliðið úr leik Víking og ÍA munu leika á útivelli gegn ung- mennaliði KR eða liði sem ber hið skemmtilega nafn Afríka. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.