Skessuhorn - 12.03.2003, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraul 3 Sími: 431 4222
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
Ritstjóri og óbm:
Blaðamaður:
Auglýsingor:
Umbrot:
Próforkolestur:
Prentun:
Skessuhorn ehf 431
Gisli Einorsson 892
Hjörtur J. Hjortorson 864
Hjörtur J. Hjortorson 864
Guðrún Björk Friðriksdóttir
Ingo Dóro Holldórsdóttir
Prentmet ehf.
5040 skessuhorn@skessuhorn.is
4098 ritstjori@skessuhorn.is
3228 hjortur@skessuhorn.is
3228 hjortur@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
ingodoroh@simnet.is
Skessuhorn kemur út allu miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
431 5040
Undir fonn
eða feldi
I æsku las ég með áfergju hetjusögur af smaladrengjum
sem hrepptu illviðri á heiðum uppi er þeir voru að leita
sauða húsbónda síns, grófu sjálfa sig og sauðina í fönn og
björguðu sér við illan leik til bæja á endanum, ef heppnin
var með þeim.
Að sjálfsögðu dreymdi mig um það þá að drýgja viðlíka
hetjudáðir. Þegar ég komst til vits og ára áttaði ég mig á því
að það væri fullmikið erfiði fyrir minn smekk að standa í af-
reksverkum. Enda kom það snemma í ljós að ég er eðlislat-
ur að upplagi og mér lætur mun betur að liggja undir feldi
en grafinn í fönn. Samt sem áður blundar ávallt í mér löng-
un til að vera hampað sem hetju ef hægt væri að finna til
þess leið sem útheimti lágmarkserfiði. Það hefur ekki tekist
og má vera að það veki upp hjá mér lítilsháttar öfund í garð
þeirra sem skilið hafa eftir sig slóð frægðarverka af öllum
stærðum og gerðum. Sennilega er það af þeim hvötum sem
ég hef í huganum borið saman fremdarverk smalanna í sög-
unum sem ég nefndi og hetjudáðir karlmenna nútímans. I
fyrsta lagi hef ég talið það smaladrengjunum til tekna í þeim
samanburði að þeir áttu undantekningalítið erindi upp á
hóla og heiðar. Þeir ruku yfirleitt ekki á fjöll um helgar til
að drepa tímann eða til að geta sagt frá frægðarverkum sín-
um á kaffistofunni á mándueginum. Smaladrengirnir urðu
aukin heldur að treysta á eigin skynsemi og hyggjuvit, þrek
sitt og þor. Þeir gátu ekki treyst því að þrjúhundruð björg-
unarsveitarmenn kæmu æðandi á vélsleðum eða snjóbílum
ef þeir væru ekki komnir heim í kvöldmat. Þeir gátu ekki
einu sinni tekið skeytin af Netinu áður en þeir fóru af stað.
Nú er hinsvegar öldin önnur. Þeir sem vilja gerast hetjur
á skjótan og öruggan hátt þurfa ekki annað en að fylgjast
með veðurspánni og bíða eftir góðri óveðursspá. Þá er ekk-
ert annað að gera en að æða af stað, fynast og finnast. Því
fyndari því meiri hetja, það er viðurkennd þumalputtaregla
í þessu fagi.
Það er hinsvegar ekki nema sanngjarnt að ítreka að þess-
ar hugrenningar mínar eru fyrst og fremst sprottnar af öf-
und. Ef ég hefði einhvern snefil af nanndóm í mér sjálfur þá
myndi ég að sjálfsögðu æða upp á fjöll og fynast í bak og
fyrir.
Gísli Einarsson, graftnn í sæng
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
^ntssunu,..
Samkór Mýramanna hélt sína árlegu miðsvetrartónleika í Borgameskirkju síðastliðið sunnudagskvöld. Það var engin önn-
ttr en söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir sem var gestasöngvari íþetta sinn. Tónleikamir voru vel sóttir og þóttti afar vel
heppnaðir. GE
Guðmundur Dagur sigraði í
Stóru upplestrarkeppninni
Lokaathöfn Stóru upplestrar-
keppninnar fór fram á mánudag-
inn í Vinaminni á Akranesi. Alls
tóku 12 nemendur úr 7. bekk
grunnskólanna á Akranesi þátt í
lokakeppninni, sex úr hvorum
skóla. Oll fengu þau bókargjöf en
fimm manna dómnefhd valdi síð-
an þrjá upplesara sem skara þóttu
ffamúr.
Fyrstu verðlaun hlaut Guð-
mundur Dagur Jóhannsson, önn-
ur verðlaun fékk Stefanía Hall-
grímsdóttir og í þriðja sæti hafn-
aði Oddný Björg Hjálmarsdóttir.
Sparisjóður Mýrasýslu veitti sig-
urvegurunum peningaverðlaun,
5000 krónur fyrir þriðja sætið,
10.000 krónur fyrir annað sætið
og 15.000 krónur fyrir fyrsta sæt-
ið.
Einnig voru veitt verðlaun
Þáttakendumir í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Helgu Brögu Jónsdóttur
semflutti ávarp á hátíðinni. Þau sem hófnuðu í þremur efstu sætunum eru sitj-
andifyrir framan hópinn,frá vinstri Oddný, Guðmundur og Stefanía
vegna skreytinga boðskorts og
áttu Asa Katrín Bjarnardóttir og
Sunna Dís Jensdóttir ljóð og
teikningu sem skreyttu
boðskortið. HJH
Arleg vígsla
ylfinga og skáta
Tvö ár í röð hefur Skátafélag
Akraness haft vígslu á afmæli
stofnanda skátahreyfingarinnar,
Baden Powells. Vígslan á laugar-
dag tóks mjög vel og voru yfir
100 manns viðstaddir þegar 17
börn. voru vígð eftir ákveðinni
hefð. Að vígslu lokinni stjórnaði
Guðbjartur Hannesson „kvöld-
vöku“ með söng og skemmti-
legheitum. Börn í skátafélaginu
sýndu skemmtiatriði og að lok-
inni „kvöldvöku“ var gestum
boðið uppá kaffiveitingar.
Svanna og Rekkasveit ásamt
börnum buðu upp á sannkallað
hnallþóruborð og fór engin
svangur heim.
Einnig má minnast á að 2.
nóvember síðastliðinn voru 50
ár síðan skátastarf drengja og
stúlkna var sameinað á Akranesi.
Að því tilefni færði Guðbjartur
Hannesson félaginu gjöf fyrir
hönd Svanna og Rekkasveitar.
í dag eru rúmlega 50 börn
starfandi í skátafélaginu og fund-
ar hver flokkur einu sinni í viku.
Framundan er félagsútilega í
Skátafelli í Skorradal, þar sem
flokkarnir fara saman yfir eina
helgi í mars mánuði og takast á
við ýmis verkefni.
Þeir sem hafa áhuga að vera
með eða kynna sér starfið geta
haft samband í síma 896-1728.
Mozart,
hver var
það?
Fimmtu tónleikar Tón-
listarfélags Borgarfjarðar á
þessu starfsári verða haldnir
sunnudaginn 16. mars nk. í
Logalandi. Þar munu þau
Bergþór Pálsson óperu-
söngvari, Auður Hafsteins-
dóttir fiðluleikari og Nína
Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari flytja dagskrána
„Mozart, hver var það?“ .
Með tali, tónum og leikræn-
um tilburðum munu þau
upplýsa tónleikagesti um
tónskáldið og persónuna
Wolfgang Amadeus Mozart.
Eftir hlé verða flutt íslensk
og erlend sönglög eftir ýmsa
höfunda og verk fyrir fiðlu
og píanó eftir m.a. Þórarin
Jónsson og Fritz Kreisler.