Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.03.2003, Blaðsíða 5
^&iisautiu^ MIÐVTKUDAGUR 12. MARS 2003 5 Hvemig alþingis- mann viltþú? Kjósandi Vilt þú alþingismenn úr stjórnmálaflokki þar sem leynd er viðhaldið um fjárframlög í sjóði flokksins? Vilt þú þing- mann sem leynir þjóð sína upplýsingum um starfsloka- samning við fyrrverandi for- stjóra Landsímans, fyrirtækis sem er í eigu almennings? Vilt þú þingmann sem ráðstafar ríkisfyrirtækjum og ríldsbönk- um til einkavina en gleymir á- formum um dreifða eignarað- ild? Vilt þú þingmann sem vaknar aðeins til samvisku sinnar 10 vikum fyrir kosning- ar og vill þá breyta stjórnar- skránni og setja inn ákvæði á þá leið að fiskistofnarnir séu sameiginleg auðlind þjóðar- innar? Vel að merkja sami þingmaður, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði lýst yfír nauðsyn þess að breyta stjórn- arskránni til þess að koma í veg fyrir að allir íslendingar ættu rétt á að sækja um leyfi til að stunda fiskveiðar í atvinnu- skyni, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Eg veit ekki hvort þú kjós- andi vilt framangreinda þing- menn, en í það minnsta kæri ég mig ekkert um að sjá þá á lög- gjafarsamkomu íslendinga. Fjármál stjómmálaflokka Frjálslyndi flokkurinn var fyrstur íslenskra stjórnmála- flokka að opinbera fjármál sín og er annar tveggja stjórnmála- flokka landsins sem gerir það nú. Hvað er það sem veldur því að fjármál kvótaflokkanna og Samfylkingar þola ekki dags- ljósið? Lýðræðinu er brýn nauðsyn á að fjármál þeirra stjórnmálaflokka, sem bjóða fram fulltrúa almennings til setu á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar verði gerð opinber. I skoðanakönnunum hefur kom- ið fram að stór meirihluti þjóð- arinnar er sammála Frjálslynda flokknum um opin fjármál stjórnmálaflokka enda fyrir- komulagið sem er viðhaft hér á landi undantekning á byggðu bóli. Davíð Oddsson formaður annars kvótaflokksins kallar mig og skoðanabræður mína pólitíska loddara sem telja að laumuspil með fjármál stórn- málaflokka sé tortryggilegt, en helstu rök hans eru að við sem viljum afhjúpa leyndinni getum ekki nefnt dæmi máli okkar til stuðnings um alvarlega mis- notkun. Það getur auðvitað hver heiivita maður séð að erfitt er að tiltaka dæmi úr leynilegu bókhaldi kvótaflokk- anna. Leynisamningar og ráðstöfun eigna almennings Hver eru rök Sjálfstæðis- flokksins, fyrir leynd á starfs- lokasamningi forstjóra Lands- símans. Jú,fyrirtækið er hluta- félag á almennum markaði. Þessi rök eru léttvæg enda er fyrirtækið í eigu almennings og óskiljanlegt að leyna þjóðina upplýsingum um rekstur þess, sérstaklega í ljósi þess að vand- séð er að leyndin hafi þjónað hagsmunum Landssímans og það má færa rök fyrir því að feluleikurinn sé enn að skaða þetta ágæta fyrirtæki. Líldegast er að leyndin hafi þjónað mjög þröngum hagsmunum Sjálf- stæðisflokksins. Þess ber að geta að á meðan feluleikurinn stóð sem hæst var verið að setja reglur í Kauphöll Islands um upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda skráðra hlutafélaga sem taka gildi 1. júlí n.k.. Kauphöllin setti reglurnar, í samræmi við reglur annars staðar á Vesturlöndum með hag almennings og fjárfesta í huga, til þess að koma í veg fyrir að almenningur verði fyrir barð- inu á hneykslismálum. Frjálslyndi flokkurinn var fylgjandi sölu ríkisbankanna, ef þeir hefðu verið seldir í mjög dreifðri eignaraðild, en algjör- lega andvígur ráðstöfun þeirra til vina og velunnara kvóta- flokkana. Lýðskrum ffamsóknarmanna Allt tal um að breyta eigi stjórnarskránni rétt fyrir kosn- ingar er ómerkilegt og mein- ingarlaust lýðskrum, í ljósi að- gerða ríkisstjórnar kvótaflokk- anna s.l. 8 ár. Kvótaflokkarnir hafa verið algjörlega samstíga í að festa í sessi kerfi þar sem í- búar sjávarbyggða eiga stöðugt yfir höfði sér hættu á að kvót- inn verði fluttur úr byggðalag- inu. Við í Frjálslynda flokknum ætlum að rétta hlut sjávar- byggða með því að koma á rétt- látu fiskveiðistjórnunarkerfi, sem byggir á sóknarstýringu. Kjósum breytingar, kjósum Frjálslynda flokkinn. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur í 2. sæti á lista Frjálslynds- flokksins í Norðvestur kjördæminu 7>t \ e/t/u/i/t^Ts Bjarni Guðmundsson Goður góusöngur í Borgarneskirkju Samkór Mýramanna bauð til árlegra miðsvetrartónleika sinna í Borgarneskirkju sl. sunnudagskvöld. Söngskráin var fjölbreytt: blanda vel þekktra alþýðulaga og þátta úr söngleikjum og óperum. Kór- inn naut sín prýðilega undir traustri stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur við stórgóðan undirleik Súsönnu Budai. Við- bót Steinunnar Pálsdóttur með harmonikuundirleik í tveimur fyrstu lögunum skapaði viðeig- andi stemningu. Svo hafði Samkórinn fengið hana Diddú, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, til liðs. ITún söng með kórnum en einnig ein og sér í nokkrum lögum. Að venju hreif hún alla viðstadda með söng sínum - og leik, sem hún brá á með eigin hætti þar sem við átti. Vögguvísuna Hvert örstutt spor söng Diddú án undirleiks sem lokalag þess- ara ágætu tónleika þannig að hápunktur varð. I hléinu höfð- um við Oli á Hundastapa m.a. rætt árangurstengd laun. Viðtökur hrifinna tónleika- gesta voru sannarlega árang- urstengdar söng hins ástsæla listamanns. Samkór Mýramanna og Jón- ínu söngstjóra er óskað til ham- ingju með árangur vetrarstarfs- ins til þessa og þakkað fyrir afar ánægjulega söngstund í Borg- arnesskirkju. Bjami Guðmundssm. Leikdeild umf. Skallagríms sýnir: 7. sýning fimmtudaginn 13. mars kl: 21:00 Aukasýning laugardaginn 15. mars kh 20:00 Miöapantanir í síma 865-7117' Lf U ATH Allra síðustu sýningar. ✓ CHtC 1 1 Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali NÝTTÁ SÖLUSKRÁ MÁVAKLETTUR 3, BORGARNESI Einbýlishús 138,5 ferm., byggt úr timbri 1982, ásamt steyptri plötu undir 38,3 ferm. bflskúr. Forstofa 1 flísalögð. Stofa og gangur parketlagt. Fimm herb. 1 dúklögð, skápar í þremur. Baðherb. flísalagt, sturta/kerlaug. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Geymsla og þvottahús. Heitur pottur. Verð: 11.900.000. II / -ÖKUSKÓLI VESTURLANDS- MEIRAPROF AKRANES/BORGARNES ÁÐUR AUGLÝST MEIRAPRÓFSNÁMSKEIÐ, HEFST MÁNUDAGINN 17 MARS * NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: VILHJÁLMUR GÍSLASON, ÖKUKENNARI SÍMI: 862-1308

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.