Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2003, Side 8

Skessuhorn - 12.03.2003, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 onC.d9UtlU^ Magniís Oililsson S Ur skuldabasli í tveggja milljarða eign Ævintýraleg eignaaukning Akraneskaupstaðar í orkujýrirtœkjum Viðsnúningurinn hófst með stofnun Akranesveitu Ofanritaðar fyrirsagnir voru eftir mér hafðar í við- tali, sem birtist í febrúar- blaði Framtaks, blaði Sjálf- stæðismanna á Akranesi. I tilefni þess er mér send kveðja 27. febrúar sl. í Skessuhorni frá þremur fé- lögum, sem nota stóra titla, þ.e. bæjarstjórinn á Akra- nesi, forseti bæjarstjórnar Akraness og formaður bæj- arráðs Akraness. M.a. finnst þeim ég vera að eigna mér að hafa kveðið „Lilju“ sem þeir séu hinir einu réttu höfundar að ef ég skil þá rétt eða eins og þeir orða það, „sem þeir beri fulla á- byrgð á“. Ekki ætlaði ég mér að fjalla um þetta mál frekar á síðum Skessuhorns, en þar sem þeir félagar gefa upp boltann á þeim leikvangi vil ég ekki skorast undan leik þar. Eg mun svara þessu með „Lilju“ seinna, en vegna þess að margir les- endur Skessuhorns hafa ekki séð umrætt eintak af Framtaki, sem einungis var borið í hús á Akranesi, tel ég rétt að gera nokkra grein fyrir málinu. Á árunum 1993-95 fór fram mikil umræða um málefni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Árið 1994 nam hallinn á HAB 61 milljón króna og til viðbót- ar var halli á Undirbúnings- félagi Orkubús Borgarfjarð- ar upp á nokkra tugi millj- óna. Á þennan hátt hækk- aði neikvæð eiginfjárstaða fyrirtækjanna ár frá ári og var orðin neikvæð um sam- tals 1221 milljón króna í árslokl995. Bæði þessi fyr- irtæki voru í raun gjald- þrota, en voru ekki gerð upp sem slík, enda rekin á ábyrgð þeirra sveitarfélaga, sem að veitunni stóðu og ríkisábyrgð á lánum. Jafn- framt þessu var verðlag á heita vatninu mjög hátt. T.d. er í greinargerð frá þessum tíma bent á að verð á kWh hjá Hitaveitu Reykjavíkur sé 0,94 kr en 2,53 kr hjá HAB. Verð HAB á orku til upphitunar var því 170% hærra en verð í Reykjavík. I sömu grein- argerð kom einnig fram að miðað við óbreytt ástand yrði ekki hægt að lækka orkuverð næstu 25 árin. Þessi mikli verðmismun- ur var þrátt fyrir að ríkis- sjóður hafði árið 1987 gert alvarlega tilraun til að koma HAB á viðunandi rekstrar- legan grundvöll m.a. með því að yfirtaka 220 milljón- ir króna af skuldum veit- unnar, enda féllust sveitar- félögin á að yfirtaka lán að upphæð 155 milljónir króna. Skuldum sveitarfé- laganna var ekki dreift á sveitarfélögin, en þess í stað stofnað Undirbúnings- félag Orkubús Borgarfjarð- ar (UOB) um þá skuld í von um að félagið yrði síðar þess umkomið að greiða skuldina. Þessi tilraun mistókst og árið 1995 voru skuldir UOB komar í 455 milljónir króna, þrátt fyrir að Rafveita Akraness hefði greitt stærsta hlutann af vaxtagreiðslum félagsins. Engar eignir voru til á móti skuldum UOB. Vandinn var því tvíþætt- ur. Stöðugur hallarekstur og vaxandi neikvæð eigin- fjárstaða ásamt mjög háu orkuverði, sem engin von var til að hægt yrði að lækka næstu 25 árin. Á árinu 1995 var ákveðið að fara svokallaða bæjar- veituleið. Akranesveita var stofnuð og ríkið lagði fram 180 milljónir króna og eignaðist hlut í HAB, sem jafnframt var breytt í að- veitufyrirtæki. Við sameiningu Akranes- veitu við Orkuveitu Reykja- víkur tæpum sex árum síðar lækkar gjaldskráin um 30% að sögn meirihlutans, þegar tekin var upp gjaldskrá OR. Ástæða er til að skoða orku- verðin úr fyrrnefndri grein- argerð örlítið betur, 2,53 kr/kWh hjá HAB og 0,94 kr/kWh í Reykjavík. Til þess að komast í Reykjavík- urverð þarf að lækka verð HAB um 1,59 kr/kWh. Hve stór hluti af þessari lækkun er fyrrnefnd 30% lækkun? 30% lækkun til að komast niður í Reykjavíkur- verð nemur ekki nema 0,41 kr/kWh eða einum fjórða hluta af mismuninum. I hverju lágu þrír fjórðu hut- ar lækkunarinnar? Hvar liggur mismunurinn? Mis- munurinn liggur í þeim verðlækkunum, sem samið var um þegar Akranesveita var stofnuð, lækkunum Akranesveitu ásamt því að fyrir kom að verðhækkanir hjá Akranesveitu voru minni en í Reykjavík þegar verð hækkaði þar. Þessi mismunur nemur alls 1,18 kr og er allt að þrefaldur á við sameiningarlækkunina. Viðsnúningurinn hófst með stofnun Akranesveitu. I stað þess að gjaldskrá HAB væri áfram 170% hærra en í Reykjavík næstu 25 árin, eins og sérfræðingar bentu á, þá tókst með stofnun Akranesveitu að ná fram verulegum lækkunum á fáum árum. Þegar Akranesveita var stofnuð voru sett fram á- kveðin markmið bæði fyrir HAB og Akranesveitu. Þrátt fyrir að gjaldskráin lækkaði mun meira en gert var ráð fyrir í áætlunum náðust öll þessi markmið og vel það, eins og kom fram í greinargerð er ég sendi Akraneskaupstað og bar heitið: „Markmiðin náðust og vel það“. Bæði var að skuldir voru greiddar hrað- ar niður en áætlanir gerðu ráð fyrir og eins var sjóðs- staða bæði HAB og Akra- nesveitu mun betri en áætl- anir þar um. Sögulegur á- fangi náðist á árinu 1998, en þá var eiginfjárstaða HAB jákvæð í fyrsta sinn. Stjórn HAB hafði ákveðið að stefna í verulega lækkun á gjaldskránni á árinu 2002. Samt sem áður héldu full- trúar meirihlutans í bæjar- stjórn Akraness því fram, þegar Akranesveita var sameinuð bæjarskrifstofu Akraness, að fjárhagsstaða Akranesveitu væri vonlaus. Því var t.d. haldið blákalt fram að Akranesveita gæti ekki greitt skuldir niður nema um 8 milljónir króna á ári. (Skuldir Akranesveitu og Andakílsárvirkjunar voru greiddar niður um 74 millj- ónir króna árið á undan). Árið á undan hafði hagnað- ur Akranesveitu numið 15 milljónum króna, hagnaður Andakílsárvirkjunar 23 milljónum króna og hagn- aður HAB 54 milljónum króna. Hin vonlausa fjár- hagsstaða var svo ástæða þess að meirihlutinn sagði mér upp störfum og sam- einaði veituna bæjarskrif- stofunni. Nokkru síðar er Akranes- veita sameinuð Orkuveitu Reykjavíkur, sem er ágætt fyrirtæki með miklar eignir. Endurskoðendur mátu fyr- irtækin miðað við skuldir. Andakílsárvirkjun var metin á 430-450 milljónir króna. Akranesveita á 750-920 milljónir króna og HAB á 1190-1250 milljónir króna. Ut frá þessum niðurstöðum var eignarhluti Akranes- kaupstaðar ákvarðaður 5,45% í Orkuveitu Reykja- víkur. Með því móti á hver Akurnesingur heldur meira en hver Reykvíkingur í því ágæta fyrirtæki. Garðbæ- ingar eru um þessar mundir að selja sinn 0,47% hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og hefur náðst samkomulag um verð að upphæð um 170 milljónir króna. Sé eignar- hluti Akurnesinga metinn á sama hátt er andvirði hans um 2 milljarðar króna. Niðurstaðan staðfestir að málflutningur meirihlutans í bæjarstjórn byggðist á mikilli vanþekkingu svo ekki sé meira sagt og betri staðfestingu á efni greinar- gerðar minnar „Markmiðin náðust og vel það“ er ekki hægt að fá. Akranesi 9.3.2003. Magmís Oddsson Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélag- arnir töluðu um einhvem þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffhléinu vom menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: „Já, Björk, hún er mi góð stelpa. “ Vinnufélagi: „Guðmundur, þekkir þú Björk?“ Guðmundur: „Já, hún er mjög fin. “ Vinnufélagi: „Djöful... kjaftæði Guðmundur, Við erum komnir með nógafþessu. Þú þykist þekkja alla. I guðanna bænum hættu þessu kjafi- æði og haltu þessufyrir sjálfan þig. “ Nokkmm dögum síðar í vinn- unni. Vinnufélagi: „Strákar, Svtakon- ungur er víst að koma til landsins á morgun. “ Guðmundur: „Já Svíakonungir.; það er nú góður karl. “ Vinnufélagi: „Þekkirþú líka Svta- Guðmundur: „Já,já égþekki hann mjög vel. “ Eins og áður sagði vom vinnufé- lagamir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fféttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjóminni á Kefla- víkurflugvelli í móttökunefhd að taka á móti Svíakonungi. Vmnu- félagirnir vom mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveim dögum síðar tdlkynnti yf- irmaðurinn að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Italíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu. Þá heyrðist í Guðmundi: „Páfinn, Já, Það ernú góður maður. “ Yfirmaður: „Guðmundur, þekkir þú núpáfann líka?“ Guðmundur: „Já, já auðvitað, ansi finn karl en svolítið gamall. “ Yfirmaður: „Guðmundur.; nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Italíu og kynnir migfyrir páfanum. Efþú þekkir hann skal ég splæsa á þigferðinni, efhann þekkir þig ekki splæsir þú. “ Guðmundur: „Samþykkt. “ Guðmundur og yfirmaðurinn vom komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin. Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mann- þröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litdð yfir mannþröngina og sér yfirmanninn þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yf- irmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins. Guðmundur: „Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvt' að ég þekkti páfann?“ Yfirmaður „Nei, nei þegarþú varst að tala við páfann þá bankaði Robert DeNiro í öxlina á mér og spurði mig: Who is that guy standing beside Guðmundur?“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.