Skessuhorn - 12.03.2003, Síða 11
jntaaunu...
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003
11
Deildin kvödd
með tapi
Skallagrímsmenn enduðu tíma-
bilið á botninum eftir naumt tapt í
botnslag liðanna tveggja sem
voru þegar fallin í fyrstu deild.
Skallagrímsmenn heimsóttu Vals-
menn á Hlíðarenda í síðustu um-
ferðinni á fimmtudag og var leikur
liðanna býsna fjörugur.
Skallarnir byrjuðu mun betur í
leiknum og leiddu með fjórum
stigum eftir fyrsta leikhluta. Þeir
héldu undirtökunum áfram og á
tímabili í öðrum leikhluta voru
þeir einráðir á vellinum og
komust m.a. í 17
stiga forystu 45
- 28. Þá tóku
Valsmenn heldur
þetur við sér og
skoruðu tólf stig
á móti þremur
stigum Skall-
anna og var
staðan í leikhléi
40 - 48. Vals-
menn héldu áfram að minnka
muninn eftir leikhlé en þá tóku
Skallarnir aftur við sér og sigu
framúr. í síðasta leikhlutanum var
allt í járnum og á síðustu mínút-
unum skiptustu liðin á að hafa
forystu og eins og oft áður í vetur
varð lokamínútan örlagarík fyrir
Borgnesinga. Lokatölur urðu 99-
94 Valsmönnum í vil. JoVann
Johnson og Egill Egilsson voru
bestu menn Skallanna í þessum
síðasta leik þeirra í Úrvalsdeild að
sinni.
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Mín HF STO STIG
4 JoVann Johnson 28 4 4 29
5 Hafþór 1. Gunnarsson 31 1 3 10
6 Ari Gunnarsson 20 3 0 7
7 Pálmi Þ. Sævarsson 37 17 7 4
8 Egill Ö. Egilsson 28 6 1 25
10 Pétur M. Sigurðsson 29 0 2 9
13 Valur Ingimundarson 27 6 5 12
Deildabikar
Öruggur sigur ÍA
IA lék sinn fjórða leik í
deildabikar KSÍ á sunnudags-
kvöldið gegn íslandsmeistur-
um KR. Skagamenn höfðu
tapað tveimur af fyrstu þremur
leikjum sínum í keppninni áður
en að þessum leik kom og
þurftu því nauðsynlega á sigri
að halda ætluðu þeir sér að
komast áfram í keppninni.
Skagamenn hófu leikinn af
krafti og komust yfir strax á
fimmtu mínútu. Unnar Val-
geirsson tók aukaspyrnu frá
hægri inn í teig KR-inga, þar
sem Grétar Rafn Steinsson
stökk manna hæst og hamraði
boltann í netið.
Mikil barátta einkenndi leik-
inn þar sem Skagamenn voru
mun grimmari og unnu flest
návígi. KR-ingar áttu fá svör
við ákveðnum leik Skaga-
manna og komust lítt áleiðis.
Fyrri hálfleikur var heldur tíð-
indalítill ef frá er talið mark
Grétars, þó sáust ágætis kaflar
inn á milli hjá Skagamönnum.
Síðari hálfleikur var vart haf-
in þegar einum leikmanni KR
var vikið af leikvelli fyrir kjaft-
brúk við dómarann. Einum
fleiri var aldrei spurning hvort
liðið færi með sigur af hólmi. Á
56. mínútu áttu Skagamenn
glæsilega sókn sem endaði
með því að Garðar Gunnlaugs-
son sendi Guðjón Sveinsson
einan í gegn með laglegri
sendingu sem aftur afgreiddi
boltann snyrtilega í mark KR-
inga.
Eftir mark Guðjóns drógu
Skagamenn sig aftar á völlinn
en létu KR-inga um að halda
boltanum að mestu leyti. Um
miðjan seinni hálfleikinn skor-
uðu KR-ingar mark sem dæmt
var af vegna rangstöðu við litla
hrifningu þeirra röndóttu.
Skyndisóknir Skagamanna
voru engu að síður hættulegar
og úr tveimur slíkum fengu þeir
tvö dauðafæri. Nokkrum mín-
útum fyrir leikslok komst Jón
Pétur Pétursson einn í gegn en
skot hans á markið misheppn-
aðist og varði markvörður KR
auðveldlega. Skömmu síðar
flautaði dómarinn til leiksloka
og öruggur 2-0 sigur í höfn.
Flestir leikmenn Skagaliðs-
ins voru að spila vel í leiknum
en þó má segja að frammi-
staða Grétars Rafns og Helga
Péturs Magnússonar hafi stað-
ið uppúr. Báðir vörðust mjög
auk þess sem Grétar tók virk-
an þátt í sóknarleik ÍA. Töluvert
af sterkum leikmönnum vant-
Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
Félag Leik U T Stig Nett Stig
1. UMFG 22 17 5 2034:1858 176 34
2. Keflavík 22 17 5 2213:1843 370 34
3. Haukar 22 15 7 1972:1881 91 30
4. KR 22 15 7 1938:1801 137 30
5. UMFN 22 13 9 1822:1827 -5 26
6. Tindastóll 22 12 10 1957:1944 13 24
7. ÍR 22 11 11 1907:1969 -62 22
8. Hamar 22 8 14 1984:2122 -138 16
9. Snæfell 22 8 14 1772:1814 -42 16
10. Breiðablik 22 7 15 1964:2054 -90 14
11. Valur 22 5 17 1796:2044 -248 10
12. Skallagrímur 22 4 18 1821:2023 -202 8
Snæfellingar sitja eftir með sárt ennið
Misstu af sæti í úrslita-
kepnnini á lokasprettinum
Snæfellingar misstu af tæki-
færinu til að tryggja sér sæti í úr-
slitakeppninni í Úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á lokasprettinum
þegar þeir steinlágu fyrir Keflvík-
ingum. Fyrir síðustu umferðina
benti allt til að Hólmarar væru
nokkuð öryggir í úrslitakeppnina,
þar sem þeir voru með tveggja
stiga forskot á Hamar og þótt
ekki væru taldar miklar líkur á að
Snæfell næði í tvö stig í Keflavík
þá mátti telja enn ólíklegra að
Hamarsmenn næðu að leggja
Grindvíkinga sem þá þegar
höfðu tryggt sér deildarmeist-
aratitilinn. Sú varð hinsvegar
raunin og Hamarsmenn sem
voru í fallbaráttunni þar til í næst-
síðustu umferðinni voru þar
með komnir upp að hlið Snæ-
fellinga en með hagstæðara
stigahlutfall úr innbyrðisviður-
eignum. Snæfellingar sitja því
á KR
aði í Skagaliðið í leiknum,
t.a.m. voru þeir Gunnlaugur
Jónsson, Kári Steinn Reynis-
son, Hjálmur Dór Hjálmsson,
Baldur Aðalsteinsson, Páll
Gísli Jónsson og Ellert Jón
Björnsson allir fjarverandi
vegna meiðsla.
eftir með sárt ennið.
Þrátt fyrir ríflega tuttugu stiga
mun í leikslok áttu Snæfellingar
ekki afleitan leik. Munurinn á lið-
unum fólst hinsvegar í breiddinni
þar sem Keflvíkingar keyrðu á
öllum sínum tíu mönnum en sex
leikmenn Hólmara báru hitann
og þungann af
þeirra leik.
Hólmararnir voru
vel inni í leiknum
í fyrri hálfleik og
Keflvíkingar yfir-
leitt ekki nema í
fimm stiga fjar-
lægð eða svo.
Staðan í hálfleik
var 55 - 49. I seinni hálfleiknum
juku heimamenn hinsvegar for-
ystuna jafnt og þétt og unnu að
lokum sannfærandi, 108 - 83.
Helgi R. Guðmundsson og
Lýður Vignisson voru bestu
menn Snæfellinga í leiknum.
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STO STIG
5 Andrés M. Heiðarsson 28 1 2 0
7 Jón Ó. Ólafsson 9 0 0 5
8 Helgi R. Guðmundss. 32 4 6 14
10 Sigurbjörn Þórðarson 28 4 1 9
11 Clifton Bush 40 11 2 27
12 Lýður Vignisson 29 2 3 15
14 Hlynur E. Bæringsson 34 9 3 13
Skriðsundsnámskeið
Þar sem vel tókst til í haust er fyrirhugað að halda
skriðsundsnámskeið 18. mars -10. apríl nk.
Leiðbeinandi verður Ingimundur Ingimundarson.
Kennt verður í 8 skiptifrá kl. 18-19.
Takmarkaður fjöldi.
Skráning í Iþróttamiðstöðinni í Borgamesi
sími 437 1444. Verð kr. 3.800,-
Látið ekki þetta tækifæri ykkur úr greipum ganga.
Sunddeild Skallagríms
Sjávarréttakvöld mfl. ÍA verður haldið föstudaginn 4. apríl nk.
í félagsheimili Vals að Hlíðarenda. Húsið opnar kl. 19.00.
Miðaverð óbreytt frá síðasta ári kr. 2.900.
Séu keyptir fjórir miðar fæst sá fimmti ókeypis.
Kvöldið er haldið til styrktar leikmönnum mfl. ÍA sem halda utan í æfingaferð í
apríl og leggja drögin að því að bæta áhangendum liðsins upp síðasta sumar
með frekari afrekum á knattspyrnuvellinum.
Sérstaklega glæsileg dagskrá í boði:
-Stórglæsilegt sjávarréttahlaðborð verður framreitt af Fortuna veislueldhúsi
undir stjórn matreiðslumannanna Hijmars Ólafssonar og Ægis Ólafssonar.
Leikmenn mfl. ÍA þjóna til borðs.
-Veislustjóri: Gísli Einarsson ritstjóri Skessuhorns.
-Ræðumaður kvöldsins er Logi Bergmann Eiðsson.
-Stefán Hilmarsson og Jón Ólafs leika og syngja.
-Herradeild PÓ laðar fram Ijúfa tóna.
-Halli Mello kemur og leikur nokkur lög.
-Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA stígur ípontu og segir nokkur vel valin orð.
-Uppboð á fótboltatreyjum, m.a. treyjum Skagamannanna, Þórðar Guðjónssonar
leikmanns Bochum og Jóhannesar Karls Guðjónssonar leikmanns Aston Villa og
innrömmuð ÍA-treyja árituð af leikmönnum.
-Happadrætti þarsem fjöldi veglegra vinninga eru íþoði.
Kæru stuðningsmenn, sameinum frábæra skemmtun og stuðning íverki til handa strákunum
og mætum öll. í fyrra var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu.
Takmarkaður sætafjöldi. - Pantið miða í tíma.
Fríar rútuferðir frá Akranesi (auglýst síðar).
Miðasala:
Gunnlaugur Jónsson 869-6479 og gunnlaugurjonsson@hotmail.com
Hjörtur Hjartarson 864-3228 og hjortur@skessuhorn.is
Kári Steinn Reynisson 865-7567 og karisteinn@hotmail.com