Skessuhorn - 26.11.2003, Side 9
untssinui.
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003
9
Astarstemning með Halla melló
Halli melló flytur Astarstemningu. Með honum á myndinni eru höfundur lagsins, Olafur Flosason ásamt Asgeiri Hólm.
Hin árlega Dægurlagakeppni
Borgarfjarðar fór fram í Loga-
landi sl. laugardagskvöld, en
keppnin er liður í Gleðifundi
Ungmennafélags Reykdæla. Til
úrslita kepptu 8 lög sem dóm-
nefnd hafði valið úr 20 innsend-
um lögum fyrir keppnina. Urslit-
in voru spennandi enda margt
góðra laga og ekki síður flytjenda
á ferð. Svo fór að lag Ólafs Flosa-
sonar „Astarstemning" sigraði í
flutningi tengdasonur Ólafs;
Halli melló, ásamt hljómsveitinni
Stuðbandalaginu. Texta lagsins
samdi faðir Ólafs; Flosi Ólafsson
skáld og bóndi.
Meðal annarra dagskrárliða á
Gleðifundi má nefna árvissan
fluming Bjartmars Hannessonar á
annál líðandi árs. I annál sínum
fer Bjartmar jafnan ótroðnar
slóðir og riijar upp spaugilegar
hliðar mannlífsins sem og alvar-
legar. I lokaatriði sínu fékk Bjart-
mar dóttur sína; Þóru Geirlaugu
til að flytja með sér óð til íslenskra
bænda, en þar var sungið í orða-
stað Margrétar nokkurrar á
Melteigi á Akranesi, en hún hefur
eins og kunnugt er farið víða í
blaðaskrifum urn meint ofeldi
bænda, eyðileggingarárátm sauð-
kindarinnar, sjónmengun af rúllu-
böggum og fleira er viðkemur
bændastétt. Auk Bjartmars var
Færeysk spákona meðal skemmti-
atriða auk þess sem Islandsmeist-
ari í sjómanni til margra ára;
Kristinn Hannesson kaupmaður í
Reykholti, skoraði á viðstadda
gesti í sjómann. Nokkrir tóku á-
skorun hans og höfðu vissulega
erindi sem erfiði. Gleðifundur
hefur nú verið haldinn í um 95 ár,
eða flest ár frá stofhun félagsins
árið 1908. Af mætingunni að
dæma er ljóst að skemmtunin líð-
ur hreint ekki fyrir aldur sinn, en
um 200 gestir mættu í Logaland.
MM
Bæjarritari
í Stykkis-
hólm
Starf bæjarritara í Stykkis-
hólmi hefur verið auglýst
laust til umsóknar. Um er að
ræða nýtt starf en að sögn
Óla Jóns Gunnarssonar bæj-
arstjóra er þetta liður í end-
urskipulagningu á bæjarskrif-
stofumun. Bæjaritari er víð-
ast hvar staðgengill bæjar-
stjóra en fram til þessa hafa
aðrir starfsmenn bæjarskrif-
stofunnar gegnt því hlut-
verki.
Páll Jónassan á Signýjarstöðum lagði Didda kaupmann örugglega í sjómanni í
áskorendakeppni á Gleðifundi.
Þessir vösku drengir í Grundarjirói geriust stórtækir í snjókastinu við
Grundarfjarðarhófn og hlóðu fallbyssuna sem þar stendur með snjó. Litlum
sögumfer hinsvegar hvemig byssan virkaði þegar í stríðið var komið.
Innilegar þakkir sendum við
öllum er veitt hafa okkur
fjárhagsaðstoð og hjálpað okkur
á annan hátt eftir fráfall
eiginmanns míns og föður
Olafs Gunnarssonar
Þórólfsgötu 10a - Borgarnesi
Ingveldur Einarsdóttir og börn
Fœreysk spákona, leikin af Guðrúnu Benný á Hofsstöðum spáðifyrir um ó-
komna atburði og upplýsti einnig óþægilegar staðreyndir fyrir nokkra gesti.
OPIN FUNDUR
Hafrannsóknastofhunin boðar til opins
kynningar- og umræðufundar um
hafrannsóknir og fiskveiðiráðgjöf í Hótel
Stykkishólmi 4. desember kl. 20.
Jóhann Sigurjónsson forstjóri fjallar um
breytingar á ástandi sjávar og
áhrif þess á fiskistofha og Höskuldur Bjömsson
fjallar um fæðu þorsks sem safhað er úr afla
fiskiskipa. Ný vefsíða stofhunarinnar verður
kynnt og góður tími gefinn til fyrirspuma og
umræðna um starfssemi stofhunarinnar.
Allir velkomnir
SKOÐUNARMAÐUR
ÓSKAST
- Akranes -
Frumherji hf. leitar að skoðunarmanni til að skoða
ökutæki af öllum stærðum og gerðum í
skoðunarstöð fyrirtækisins á Akranesi.
Um starfið:
Starf skoðunarmanns er fjölbreytt, um er að ræða
ýmsar tegundir skoðana á öllum stærðum og gerðum
ökutækja, afgreiðslustörf, skráningar-starfsemi vegna
ökutækja, upplýsingagjöf og fleira.
Menntunar- og þjálfunarkröfur:
Gerð er krafa um bifvélavirkjamenntun. Æskilegt er
| að viðkomandi hafi einhverja starfsreynslu í faginu.
I Gerð er krafa um almenn ökuréttindi, en aukin
1 ökuréttindi og bifhjólaréttindi eru einnig æskileg.
s Við Ieitum að manni sem hefur góða þjónustulund,
er tilbúinn að bæta þekkingu sína og hæfni til þess
að takast á við krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki.
Umsóknarfrestur er til 12. desember. Umsóknir berist
til Frumherja hf., Tæknistjóra ökutækjasviðs, Hesthálsi
6-8, 110 Reykjavík. Má einnig skila á tölvupósti,
jha @frumherji. is.