Skessuhorn - 26.11.2003, Síða 15
^&iissunu..
MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003
15
Nepalmót f
knattspyrnu
Knattspyrnudeild Skallagríms
og hugbúnaðarfyrirtækið
Nepal í Borgarnesi haida hópa
og iiðakeppni í innanhús-
sknattspyrnu 29. nóvember.
Leikregiur verða svohljóðandi.
a) Leikið verður með 4 leik-
menn inná í hverju liði, há-
marks fjöldi í liði eru 7.
b) Veggir og loft munu teljast
til vallarins.
c) Ekki verður leikið með
markverði. Eftir mark mun
vera tekin markspyrna.
Leikið verður f 2 X 5 mínútur.
KSÍ reglur að öðru leiti.
Verðlaun verð veitt fyrir 1.-3.
sæti.
Þátttökugjald fyrir hvert lið er
5.000 kr.
Tilkynnið þátttöku í síma 616-
2335 Jón Arnar eða á tölvu
pósti á
knattspyrna @skallagrimur.is
fyrir kl. 22.00 fimmtudags-
kvöldið 27. nóvember. Munið
að senda nafn liðs, síma og
nafn þess sem skráir liðið.
Tveir sigrar
Skallagríms á
þremur dögum
Skallagrímur lék tvo leiki í
byrjun síðustu viku og unnust
þeir báðir. Þeir eru þar með
komnir í 2. sæti 1. deildar
Fyrri leikurinn var gegn
Hetti á sunnudaginn. Eftir að
Skallarnir komust í 31-9 í 1.
leikhluta var bara formsatriði
að klára leikinn. Valur hvíldi
sína sterkustu menn megnið
af leiknum og vannst auð-
veldur sigur 93-76 gegn arfa-
slöku liði austanmanna.
Seinni leikurinn var svo
gegn ÍS í kennaraháskólanum
í gær, þriðjudag og var allt
annað þar uppi á teningnum.
Jafnt var á með liðunum allan
leikinn, en Skallarnir höfðu þó
ávallt undirtökin bróðurpart-
inn af leiknum. Tvíframlengja
þurfti leikinn sem endaði að
lokum með góðum sigri
Skallagríms 97-106. Borg-
nesingar voru ekki að leika vel
f leiknum og Stúdentar voru
geysilega seigir og börðust
vel allan leikinn. Það var eink-
um fyrir tilstilli Steve Howard
sem Skallarnir náðu að inn-
byrða sigur. Drengurinn var
_
# \ M ^ I B
Valur Ingimundarson er á góðri
siglingu með sína menn um
þessar mundir.
hreint óstöðvandi í leiknum og
gerði 60 stig í leiknum, auk
þess ber að minnast góðrar
frammistöðu Davíðs Ásgríms-
sonar en hann var feykisterk-
ur í vörninni og varði m.a 5
skot.
Þessi 60 stig Howard í
leiknum eru að því er undirrit-
aður kemst næst metjöfnun í
fjölda stiga fyrir Skallagrím í
einum leik. En fvar Webster
(þá Dacarta Webster) gerði
sama fjölda stiga í leik í kring-
um 1980. R.G
Góður árangur
KAK
Verðiaunahafar KAKá mótinu, þau Ása Katrín Bjarnadóttir, Ragnar Már
Viktorsson, Bergþóra Sveinsdóttir og Una Harðardóttir.
Karatefélag Akraness sendi
sextán keppendur á
Shotokanmeistarmót barna og
unglinga, sem fram fór í Smár-
anum í Kópavogi, sunnudag-
inn 23. nóvember. Alls voru
211 keppendur á mótinu frá
fjórum félögum. Átta komust í
úrslit í einstaklingskata og þrjú
lið komust í úrslit í hópkata, en
það eru þrír í hverju hópka-
taliði.
Ragnar Már Viktorsson varð
Shotokanmeistari 2003 í kata í
flokki 11 ára.
Bergþóra Sveinsdóttir lent í
þriðja sæti í kata í flokki 12 ára
og Una Harðardóttir lenti í
þriðja sæti í kata í flokki 14 ára.
í hópkata, í flokki 12-13 ára,
eignuðust Skagamenn einnig
Shotokanmeistara en þar sigr-
uðu þau Ása Katrín Bjarna-
dóttir, Bergþóra Sveinsdóttir
og Ragnar Már Viktorsson.
Þau Guðrún Birna Ásgeirs-
dóttir, Tómas Árnason og
Tómas Ævar Ólafsson lentu í
fjórða sæti í hópkata í flokki
14-18 ára og þau Benedikt
Valur Árnason, Dagný Björk
Egilsdóttir og Margrét Guð-
mundsdóttir lentu í fjórða til
fimmta sæti í í hópkata í flokki
10-12 ára.
Leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar sýnir:
eftir: Jón Thoroddsen
Leikstjóri: Þórunn Magnea
Aðalhlutverk: Guðmundur Þorsteinsson
og Sigrún Sigurðardóttir
4. sýning föstudaginn
5. sýning sunnudaginn
6. sýning miðvikudaginn
7. sýning föstudaginn
28. nóvember
30. nóvember
3. desember §
5. desember
Sýningar hefjast kl. 21:00
t
Miðasala i sima 435 1391
netfang: madurogkona@vefurinn.is
r
l