Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 2004 11 Þorrinn blótaður af öllum lífs og sálar kröftum Vestlendingar tóku þorrann með trompi strax í upphafi og hófust handa við að blóta af miklum móð strax á bóndadag. Ljós- myndarar Skessuhorns litu við á nokkrum af íyrstu blótunum. Ekki er armaö aö sjá en gestir íLogalandi hafi veriö þokkalega kátir... Undanfarin ár og áratugi hafa Andkílingar og Skoirdælingar blótaö Þoira í Brún í Bæjarsveit en Reykdælingar í sínu félagsheimili í Logalandi. Þröng hef- ur verið áþingi í Brím á meöan rúmt hefiir verið á Reykdælingum. Því var á- kveðið að sameina þessi blót að þessu sinni í Logalandi og tókst það vel aö sögn aöstandenda þráttjyrir að skiptar skoðanir hafi verið um gjömmginn. Þátttak- an var t það minnsta góö en um 220 gestir voru í Logalandi. Ragnar Olgeirsson sló á lauflétta strengi og rifjaði upp nokkra revíuslagara. Félög eldri Borgara á Akranesi og Borgarnesi héldu sitt árlega blót í Hótel Borgamesi s.l. fósttidagskvöld ogþar voru gestir hinir kátustu. Hljómun, Kór eldri borgara á Akranesi tróö upp viö góðar undirtektir. Sunnanheiðarmenn voru kátir (og sameinaöir) áþorra■ blóti í Heiðarborg óháð annarskonar sameiningu. Og þorrablótsnefndin fylgdist með, vökulum aug- um, aö alltfæri velfram, sem reyndin varð. Kdtar ogprúöbúnar í Valfelli. Heiða Dís Fjeldsted ásamt ömmu sinni Þórdísi Fjeldsted. Línudanshópurinn Silfurstjaman fór á kostum. Snorri Hjálmarsson og Gunnar Orn Guðmundsson sungu sig inn í hug og hjörtu Borghreppinga og ann- mra Mýramanna í Valfelli. Það voru ekki aðeins fidlorðnir sem blótuöu þotra. Þaö er aldrei of snennnt aö byrja og á leikskólanum Klettaborg fengu krakkamir smjörþefmn afþessum þjóðlega siö en þar var boðiö upp á ríigbrauð, flatkökur og vott afsúrmeti. En ekki brennivtn með hákarlinum svo það kotni skýrtfram!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.