Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 28. TANUAR 2004
aaisssunuw
Blessuð sértu sveitin mín
Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að fara að
skrifa um sameiningu sveitarfé-
laga einn ganginn enn. En ég
reyni að tileinka mér nýjan stíl
og held geimverum utan við
málefnið að þessu sinni.
Nú er unnið að sameiningu
sveitarfélaga á vettvangi þeirra
sjálfra, Samband sveitarfélaga
er að kynna hugmyndir og
móta tillögur um sameiningu
sveitarfélaga þar sem stefnt er
að því að þeim fækki verulega
en nú eru 104 sveitarfélög í
landinu. Skömmu áður en
þetta sameiningarátak hófst
voru hafnar viðræður milli
þriggja sveitarfélaga í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu um samein-
ingu en enn liggur ekki fyrir
hvort fleiri sveitarfélög muni
bætast í þann hóp. Jafnframt
eru sveitarfélög sunnan Skarðs-
heiðar að huga að viðræðum
um sameiningu. Mér hefur
hinsvegar þótt bera óþarflega
mikið á tortryggni inilli sveitar-
félaga og hugmyndir um sam-
einingu sveitarfélaga við
Reykjavík sem lausn bendir til
þess að menn vilji leysa gamlar
væringar með því að vísa þeim
frá sér.
Mér er ekki fullkunnugt um
það um hvað Skagamenn og
nærsveitungar þeirra deila en
þekki nokkuð til mála sem á
undanförnum árum hafa orðið
tilefni til „orðaskaks“, deilna og
jafovel málareksturs milli þeirra
sveitarfélaga sem nú eiga í sam-
einingarviðræðum norðan
Skarðsheiðarinnar. Oll eru þau
lokkar í skeggi keisarans og eiga
tilvist sína alfarið undir gömlu
hreppamörkunum. Besta dæm-
ið er deilan um eignarhald þess-
ara sveitarfélaga (í gegnum hér-
aðsnefndir) í Grundartanga-
höfn en ótal fleiri mál mætti
nefna sem ekki hafa náð jafn
langt í dómskerfinu en eru af
sama toga.
Ekki er það ætlan mín að fara
að blanda mér í deilur sveitar-
stjórna um sameiginleg mál,
samstarf eða sérmál. Eg bendi
hinsvegar á að til þess að sam-
einingarviðræður eigi sér ein-
hvern raunverulegan tilgang
verða menn að ganga til þeirra
með það að leiðarljósi að hags-
munir þeirrar heildar sem nýtt
sveitarfélag yrði væru betur
komnir í einu sveitarfélagi en
mörgum. Einn einstaklingur,
þröngur hópur einstaklinga,
jafnvel allir íbúar í einu af þeim
sveitarfélögum sem hyggjast
sameinast kunna að tapa á sam-
einingunni við fýrstu sýn. En ef
ávinningur heildarinnar er
verulegur hagnast allir að lok-
um því kerfi sem er hliðhollt
heildinni er að sjálfsögðu það
kerfi sem á að vera grundvöllur
opinberrar stjómsýslu.
A hverjum tíma sitja að störf-
um sveitarstjórnir í öllum sveit-
arfélögum sem íbúum ber að
gagnrýna, veita aðhald og jafh-
vel hrósa ef menn mega til.
Sveitarstjórnarmenn verða að
bregðast við breyttum aðstæð-
um með breyttu vinnulagi,
fylgjast með tímanum ef svo má
segja. Síðan getur það svo gerst
og hefur gerst að aðstæður
Finnbogi Rögnvaldsson
breytast svo mjög að menn
verða að gera meira en ræskja
sig og skipta um sokka. Og
þegar kemur að því að skipta
um brókina verða menn að vera
æðmlausir og víðsýnir!
Það er ljóst að framundan er
sameining sveitarfélaga. Þau
verkefni sem sveitarfélögin hafa
nú með hendi em þess eðlis að
mörg sveitarfélög ráða ekki al-
mennilega við að sinna þeim nú
þegar. Ef verkefhum fjölgar er
enn meiri ástæða til að sameina
sveitarfélög. Eg er þeirrar
skoðunar að Borgarfjörður og
Mýrar eigi að verða eitt sveitar-
félag, mögulega má stækka það
sveitarfélag enn ffekar. Megin-
markmið sveitarstjórnar á að
vera að tryggja sem besta þjón-
ustu við íbúa á svæði sem er eitt
atvinnu- og þjónustusvæði.
Um þetta þurfa menn að ræða
opnum huga um leið og skýrt
verður með lögum hver lög-
boðin hlutverk nýrra sveitarfé-
laga og tekjustofnar eigi að
vera. Þetta ætti að tryggja
markvissari stjórn og koma í
veg fyrir óþarfa landamæradeil-
ur!
Með hækkandi sól og komu
vorfuglanna trúi ég því að menn
komi sér saman um verulega
sameiningu sveitarfélaga á Vest-
urlandi. Það kann að vera
glámskyggni mín að þykjast sjá
að innan fárra ára hafi mönnum
auðnast að smíða eitt öflugt
sveitarfélag úr mörgum minni
sem vinni ötullega að hags-
munamálum Borgfirðinga
beggja vegna Skarðsheiðar.
Tíminn mun leiða það í ljós.
En hvort sem menn eru saman í
einni sveitarstjórn eða í sam-
vinnu við nágranna sína er alltaf
mikilvægast að vinna að hag
heildarinnar og glata ekki vfð-
sýninni. Það sagði allavega
kerlingin. Minnir mig.
Finnbogi Rögnvaldsson
formaður bœjairáðs
Borgarbyggdar
l/tuiófat'ai/A)
Laxness trónir einn á efsta stalli
Á þorrablóti
í Bonn í febrú-
ar 1988 var
sungið eftirfar-
andi erindi
undir laginu
„Oxar við
ána“. Ekki veit
ég hvort það
hefur verið
sungið fýrr en
vafalaust síðar en um höfundinn veit ég
því miður ekki:
Fram skulu reiddar
sauðkindur seyddar
sýrðar og reyktar og höggnar í spað.
Allt það er seðjar,
augu sem hreðjar,
innbyrði gestirnir þegar í stað.
Namm, namm, lostœtið Ijúfa.
Namm, namm, lundabaggi og svið.
Tros og tormelt rengi
tyggjum vel og lengi,
á tanngörðunum vinnum við.
Þorrablót og þorramatur virðist njóta
sívaxandi vinsælda hjá íslendingum og
sérstaklega yngri kynslóðinni. Margar
fjölskyldur koma líka saman og borða
hinn gamla og góða íslenska mat sem þá
kallast sérstakur þorramatur án þess að
um formlegt þorrablót sé að ræða. Arlega
spyrja fjölmiðlar saklausa vegfarendur að
því hvort þeir borði þorramat og virðast
sumir líta á það sem sérstaka mannraun
enda alltaf nokkrir sem svara á líkan hátt
og drengurinn sem sagðist borða allan
mat nema kjöt og fisk. Meðan hangiketið
hét bara hangiket en orðið þorramatur
var ekki uppfundið urðu einhverntíma
orðaskipti tveggja manna á eftirfarandi
hátt:
„Hvað ertu að éta?“ „Hangiket
„Hver gafþér það? “ „Frúin “.
„Hvernig er það?“ „Gott ég get“.
„Gefmér smakka“. „Búinn“.
A þorrablótum er vissulega veislumat-
ur af mörgu tagi og tæpast teljast þau
hentugar samkomur fýrir þá sem hugsa
stíft um línurnar. Eftirfarandi vísa gæti
sem best hafa verið ort á þorrablóti þó ég
hafi grun um að fæðing hennar hafi átt
sér stað í húsmæðraorlofi austur á Lauga-
vatni:
Margt er hér um matarval
mjög af tagifínu,
ennþá bœta á sig skal
einu kílóinu.
Aðeins hefur það borið við að þorra-
blót hafi verið bendluð við ógætilega
meðhöndlun áfengra drykkja og þó þessi
staka sé að vísu tæplega ort á þorrablóti
er hún jafngóð fýrir því:
Treystu djarft á drottinn þinn,
drjúg er náðarausan.
Sittu og drekktu drengur minn
djöfulinn ráðalausan.
Arnbergur Stefánsson orti um vinnu-
félaga sína:
Æla, sulla, emja hátt,
ólánsbullularfar.
Slœpast fuliir fram á nátt
fúlir drulluskarfar.
Mig minnir að það hafi verið Bjarni
Asgeirsson sem orti í þingveislu við Jón á
Akri:
Drekkum austrœn, vestrœn vín,
vodka og svartadauSa.
Nú er áfeng ilman þín
Akurliljan rauða.
Oðru sinni er Bjarni þurfti nauðsyn-
lega að ná tali af Þorsteini Þorsteinssyni
sýslumanni Dalamanna og alþingismanni
spurðist hann fýrir á eftirfarandi hátt:
Hafið þið séS þrjótinn þann
Þorstein Dalasýslumann.
Kom ég víða en hvergi fann
karlhelvítisandskotann.
Ragnar Ásgeirsson varð fýrir svörum:
Blótaðu ekki Bjarni minn,
bíddu heldur vinurinn.
Kannske bráðum kemur inn
karlhelvítisandskotinn
Eftir alþingiskosningar 1949 þegar
Þorsteinn Dalasýslumaður féll fýrir As-
geiri Bjarnasyni en komst þó inn sem
uppbótarþingmaður og fleiri breytingar
urðu á þingliði orti Bragi Jónsson frá
Hofgörðum (Refur bóndi) allmikinn
brag og þar í þetta:
Heyrðu í Dölum höldar skell,
hristist sérhver staður,
þéttur að velli þegarféll
Þorsteinn sýslumaður.
Breytingar á þingliði eru raunar um
hverjar kosningar óhjákvæmilega og sýn-
ist vafalaust sitt hverjum hvort þær eru til
bóta eður ei en svona er nú pólitíkin.
Stundum finnst okkur vesölum meðal-
jónum að hægt sé að gera furðulegustu
hluti að stórpólitískum vandamálum eins
og hvort einstakir ævisagnaritarar nota
gæsalappir þar sem einhverjum öðrum
finnst að þær eigi að vera. Nú fýrir stuttu
barst mér þessi ágæti bragur eftir Jón
Ingvar Jónsson en lesendur geta dundað
sér við að giska á um hvern er ort:
Laxness trónir einn á efsta stalli,
aðrir hljóta vist í skugga hans.
Þú munt síðar svara þínu kalli
og setjast beint í stól hins gengna manns.
Það er víst að þú átt framtíð bjarta,
þú ert sjálfur Laxness innst í hjarta.
Forðum varstu liðinn ansi illa,
enginn skildi heldur boðskap þinn,
vinstri menn sem vilja öllu spilla
við þig klesstu Ijótan rógburð sinn.
Víst er heimska þjóðar þinnar meinið.
þú ert sjálfur Laxness inn við beinið.
Frœðimenn þig hrokafullir hœddu,
hröktu þig og mikluðust afsér,
sífellt gegn þér blindir áfram œddu
aldrei ná þeir samt að granda þér.
Þú munt vega þar að fylking miðri,
þú ert sjálfur Laxness undir niðri
Brátt mun Laxness eigra meðal okkar,
aðrir verða þá að bugta sig,
sjálfumglaðir fúlir vinstri flokkar
fá þá ekki að hnýta meir í þig.
Þvílík dýrð að þú munt taka völdin
þú ert sjálfur Laxness bak við tjöldin.
Fagurlega öll þín aðföng dróstu
upp úr brunnum þeirra er mest þig smá.
Sigurviss til beggja handa hjóstu,
höfuðfuku af mörgum boli þá.
Þótt þú færir þarna yfir strikið
þú ert sjálfur Laxness fyrir vikið.
Með þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367