Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 28.JANUAR 2004 aAtððUtU/u. Sigraði söngkeppni Samfés „Þetta er búin að vera skrýtin helgi, fjölmiðlar alltaf að hringja og eftir að fféttirnar fóru að ber- ast þá hringdu ættingjarnir hver af örðum til að óska mér til ham- ingju. Þetta er auðvitað gaman en líka skrýtið að fá svona mikla athygli," sagði Rakel Pálsdóttir söngstjarna þegar Skessuhorn hitti hana ásamt félögum sínum í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi þar sem þau voru á fullu í brjóstsykursgerð. Skagamenn eignuðust í fyrsta sinn sigurvegara í Söngkeppni Samfés nú um helgina þegar Rakel heillaði dómnefndina með því að syngja lagið That's the way it is með Celine' Dion. Rakal skákaði keppendum ffá 62 félags- miðstöðvun um allt land. Rakel er 15 ára og í 10. bekk Brekkubæjarskóla. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tók þátt í Söngkeppni Samfés en hún sigraði eins og kunnugt er Hátónsbarkann í hæfileika- keppni gunnskólanna á Akra- nesi fyrr í vetur. Rakel var með hálsbólgu og kvef um helgina en engu að síður vilja Skagamenn meina að hún hafi borið af. „Þetta var rosalega gaman, ég var með smá hnút í maganum þegar ég var kölluð inn en það hvarf um leið og ég byrjaði," svaraði Rakel þegar hún var spurð hvernig það væri að syngja fýrir fulla Laugardalshöll. Anna Margrét Tómasardóttir tómstundafulltrúi Arnardals sagði að Rakel væri alveg fædd í þetta hlutverk og öryggið hefði geislað af henni. „Hún er fyrir- myndarfulltrúi okkar, rosalega virk í öllu félagsstarfi hér og hún hefur verið í Arnardalsráði nú í vetur. Við erum mjög stolt af henni. Við erum að spá í að hafa hátíð hér þegar keppnin verður sýnd á Popp-Tíví laug- ardaginn 7. febrúar." Sigurlag Rakelar verður með á 10 laga diski með keppendum úr Söngkeppninni en hún mun svo syngja aftur í Laugardals- höllinni í tvígang, á Samfésballi í febrúar og svo á aðal Samfés- hátíðinni sem haldin verður með vorinu. Það liggur beint við að spyrja Rakel hvort hún ætli að taka Idol næst. „Eg sé bara til alla- vega ekki á næsta ári, ég þarf að vera orðin 16 ára,“ sagði Rakel og hélt áfram að gera brjóstsyk- ur með félögum sínum. Akraneskaupstaður Auglýsinp um deiliskipulag a Akranesi Tillaga ab breytingu á deiliskipulagi á Mibbæjarreit á Akranesi Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Miðbæjarreit á Akranesi. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á Miðbæjarreitnum verbi áfram blönduð byggð verslunar, þjónustu og íbúðarhúsnæðis. Gert er ráð fyrir að auk verslunarinnar Skagavers komi verslunar- og ajónustuhús um 10.000 fm á einni til fjórum hæðum, tengt Skagaveri. afnframt komi tvö fjölbýlishús 9 hæba auk kjallara og þakhæðar með samtals 76 íbúðum. Heildarflatarmál hvors fjölbýlishúss er um 4.400 fm. Samanlagt byggingarmagn á svæðinu er 18.720 fm og heildarnýtingar- hlutfall 0,6. Aðkoma að svæðinu verðurfrá Kalmansbraut, Stillholti og Dalbraut. Við væntanlega gildistöku á auglýstri deiliskipulagstillögu fellur úr gildi núverandi deiliskipulag á Miðbæjarreit, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness 7.12.1999. Tilllagan, ásamtfrekari upplýsingum, liggurframmi hjá skipulagsfulltrúa að Dalbraut 8, Akranesi, frá 28. janúar 2004 til og með 28. februar 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. mars 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-1 8, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir vib tillögurnar innan tilskilins frests teljast samþykkir þeim. A Akranesi 20. janúar 2004, Olöf Cuöný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi Akraness Þótt snjókoma sé ekki alveg nýtt jyrirbrigði hér á Vesturlandi þá er óvenjulegt að það nái að snjóa í lognijafh hressilega oggerði á fóstudagskvöldið. Ekki er ósennilegt að einhverjar hríslur hafi kiknað undan álaginu, íþað minnsta virt- ust þessi tré sem standa í húsagarði í Borgamesi vera búin að fá nokkumveginn sinn skammt. Listamaðurinn með eitt verka sinna. Konulandslag í Borgamesi Laugardaginn 31. jan. kl., 14:00 opnar Axel Kristinsson málverkasýningu í Listasafni Borgarness. A sýningunni verða urn 15 olíumálverk frá ár- unum 2002-2004. Axel segir að ólíkt mörgum öðrum máli hann það sem honum þykir faliegt og er myndefnið á sýningunni konan frá ýmsum sjónarhorn- um. Þá segir Axel að fyrir ve- sælan karlpung sé konan álíka óskiljanleg og landslagið en hann geti engu að síður dáðst að útlínum konukviðar á sama hátt og hann hrífst af mikil- fengleik Snæfellsjökuls. Þetta er önnur einkasýning Axels en sú fyrri var á sama stað fyrir tveimur árum og kom hann þá ekki fram undir nafni af ótta við að vera sakaður um dónaskap og að misnota að- stöðu sína sem forstöðumaður Safnahúss Borgarfjaðar en Listasafn Borgarness er hluti af því. Axel hefur nú látið af störf- um og kveður Borgarfjörð með þessari sýningu. Fisléttar veitingar verða í boði listamannsins á opnuninni og eru allir velkomnir en eng- inn boðinn. Listasafn Borgar- ness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4- 6, Borgarnesi, og verður sýn- ingin opin virka daga kl. 13:00- 18:00 en til 20:00 þriðjudaga og fimmtudaga. Sýningin stendur til 25. febrúar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.