Skessuhorn - 03.03.2004, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004
s
Ur fjósamennsku í ráðgjafarstörf fyrir
evrópskan ráðherrafund
Rætt við Héðin Unnsteinsson úr Borgarnesi
Sem verkefnistjóri Geðræktar fór Héðinn um landið með fyrirlestra um
geðheiisu og mannrækt.
Syngjandi sveifla á
Hvanneyri
Tvíhyggjan þú skrifaðir
einmitt grein um þessi
mál í morgunblaðið nú
á dögunum?
Já ég hef fengið mikil
viðbrögð á þá grein og
sumum þykir hún helst til
of fræðileg. Það sem ég
er þó fyrst og fremst að
benda á er að það er tví-
hyggja að vera alltaf að
mæla afleiðingar í stað
þess að einblína á hvað
orsakar vandann. Nán-
ast allir þeir peningar
sem fara í heilbrigðismál eru
bundnir í meðhöndlum sjúk-
linga, kerfið byggir því fyrst og
fremst á afleiðingum veikinda og
einblínir á sjúklinga fremur en
að skoða félagslega nálgun s.s.
hvað eru margir atvinnulausir.
Mér fmnst vera horft framhjá
svona grunnstaðreyndum að
fyfjarisarnir græða mest á því að
sem flestir séu veikir og stað-
reyndin er líklega sú að ef við
ætlum að búa í kapitalísku,
markaðsdrifhu samfélagi verð-
um við e.t.v. að sætta okkur við
þá aukaverkun sem er slæmt
heilsufar.
Hvemig þá?
Nú markaðurinn græðir mest
á því að við séum óánægð og við
erum stöðugt að fá þau skilaboð
um að okkur vanti eitthvað. Og
þó okkar löngunum sé fullnægt
þá skapast strax nýjar sem krefj-
ast enn meir. Sérðu bara hvern-
ig farið er að sjúkdómsvæða nán-
ast öll eðlileg heilkenni tilver-
unnar, feimni er flokkuð sem
sjúkdómur. Að endingu verður
ekkert heilbrigt og eðlilegt leng-
Á sólríkum degi nú í síðustu
viku gerði blaðamaður Skessu-
homs sér ferð upp í Lundar-
reykjadal. Tilefnið var að hitta
Héðin Unnsteinsson sem nú
gegnir starfi fjósamanns á
Skálpastöðum. Héðinn er
mörgum kunnur, hann var einn
sá fyrsti sem ræddi opinskátt um
sína geðhvarfasýki, var verkefn-
isstjóri Geðræktar úþrjú ár og
heimsótti skóla um land allt til
að kynna þessi mál. Héðinn fór
svo utan til Englands, nánar til-
tekið Bath, í framhaldsnám og
kom heim nú í vetur.
Hvað ertu að fást við núna
Héðinn?
Fyrir að utan að mjólka belj-
urnar síðustu 10 daga em það
tveir hlutir sem ég er búinn að
vinna að undanfarna fjóra mán-
uði: Sinna starfi ráðgjafa hjá al-
þjóða heilbrigðisstofnuninni
WHO og nú síðast að reyna að
fá samþykki hér heima fyrir að
starfa að ákveðnu verkefni fyrir
ráðherrafúnd 52 Evrópulanda
sem haldinn verður í Helsinki í
byrjun árs 2005.
Hvað varstu að Iæra í Bath?
I Bath kláraði ég meistara-
gráðu í alþjóðlegri stefhumótun
og stefnugreiningu með áherslu
á heilbrigðis- og velferðarsvið
með aðalfókus á geðheilbrigðis-
mál. Mitt starfsnám var svo hjá
Alþjóða heilbrigðisstofnuninni
WHO í Genf, þar sem ég var
sem ráðgjafi í stóm verkefhi þar
sem verið er að vinna með alla
þá hópa sem koma að einhverju
leiti að heilbrigðismálum. Eg
vann þar með hópi notenda heil-
brigðiskerfisins og einnig með
fjölskyldum þar sem horft er á
hvað er hægt að gera til að koma
í veg fyrir að verða sjúkur. I
lokaritgerð skrifaði ég svo um
tvíhyggju í meðferð á geðsjúk-
dómum og gagnrýni á mæli-
kvarða um geðheilbrigði hjá
Evrópusambandinu. Þar er ég
ekki sammála því að það land
sem er með hvað mesta þjónustu
við veika einstaklinga þ.e. flesta
geðlækna, flest sjúkrarúm o.þ.h.
sé það land þar sem mesta geð-
heilbrigðið er. Mér finnst þetta
vera alveg út í hött og setti fram
aðra mælikvarða sem snúa frekar
að félagslegum þáttum.
Læknadeild Háskólans er
nú að gefa ritgerðina út.
Enn boðar Tónlistarfélag Borgarfjarðar til tónleika sem að þessu
sinni verða í sal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Það er stór-
söngvarinn Egill Olafsson sem þar kemurfram ásamt hljóðfæraleik-
urwmm Birni Thoroddsen, gttar.; Gunnari Hrafnssyni, bassa og As-
geiri Óskarssyni, trommur. Meðal efitis á tónleikunum verða lög eft-
ir Georg Gershwiti, Duke Ellington, Chick Corea ogfleiri. Tónleik-
amir verða fnnmtudaginn 11. mars nœstkomandi og hefjast kl.
20.30. Aðgangseyrir er 1500 krónur jýrir aðra en félagsmenn, 1000
krónur fyrir nema og eldri borgara en böm yngri en 12 ára fá frítt
inn íjýlgd með fullorðnum.
Komirtn úr fjósagaitanum á leið til Köben.
ur. Það er því morgunljóst að
fyrir markaðinn er meira uppúr
veikindum að hafa en heilli brá.
Mun þessi ráðherrafúndur
eitthvað taka á þessu?
Ja ég er að vona það, nú er ég
á leiðinni til Danmerkur að ræða
við þá sem skipuleggja þennan
fund. Þeir hafa áhuga á að ég
vinni með þeim en enn á eftir að
ganga frá fjármálahliðinni. Það
hafa verið uppi deilur um að-
ferðir milli notenda og geðheil-
brigðisyfirvalda og sú reynsla
sem ég hef, að vera bæði notandi
og nú með þessa akademísku
nálgun, getur vonandi nýst til að
brúa bilið milli þessara hópa.
Hin nýja sýn er sú að til þess að
ná að rótum vandans verður að
leiða alla hópa saman.
Hvemig finnst þér þessum
málum hafa miðað hér
heima?
Það hefur margt gott gerst hér
og frá því að Geðrækt fór af stað
þá hefur umræðan um geðheil-
brigðismál aukist til muna. Við
erum enn þó í þessari eðlislægu
stéttaskiptingu í heilbrigðiskerf-
inu. Nú fer landlæknisembættið
t.d. af stað með verkefnið Þjóð
gegn þunglyndi sem er í sjálfu sér
besta mál, ég hinsvegar skil ekki
afhverju það verkefni er ekki
fóstrað hjá Geðrækt þar sem öll
markmiðin eru þau sömu. Þarna
er hinsvegar komið læknisfræði-
legt módel í stað þess sem Geð-
rækt byggði á að leiða saman
læknisfræðina og notendur.
En svo að lokum, það hljóm-
ar hálf skrýtið að fjósamaður
sé að verða ráðgjafi Evr-
ópskrar ráðherranefhdar í
geðheilbrigðismálum?
Það kann vel að vera, ég átti
þess kost að koma hingað og
hjálpa aðeins til. Mér fannst það
betri kostur en að sitja heima
meðan að þessi mál voru að
skýrast. Eftir að ég lauk námi þá
hef ég stefht að því að komast í
ráðgjafarstöðu hjá WHO en
hins vegar eru þeir í peninga-
legri lægð og þau verkefni sem
ég vann að því á ís núna. Þetta
Evrópuverkefni hefur svo verið á
borðinu hjá mér undanfarnar
vikur og það hefur farið mikill
tími í að kynna málið fyrir ís-
lenskum heilbrigðisyfirvöldum
til að fá samþykki þeirra. Það
voru því forréttindi að eiga kost
á því að koma hingað í sveitina,
sinna kúnum og vera innan um
gott fólk. Eg gekk hér uppá
hálsinn í gær og það var yndis-
legt að finna þar þögnina, eftir
að hafa búið í stórborgum þar
sem er sífelldur kliður er þögnin
auðlind.
-háp