Skessuhorn - 03.03.2004, Page 11
^ut,saunu>w
MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004
11
Góður árangur af landgræðslu undir Hafiiarfjalli
Hafnarmelar um svipaö leiti og uppgræðslan fór að skila fyrsta árangri.
Það er erfitt að trúa því að það
séu ekki nema 5 ár síðan stór
hluti af landinu við rætur Hafnar-
fjalls hafði þetta yfirbragð sem
myndin hér til hliðar sýnir. Illa
grónir melar svo langt sem augað
eygði, brotnir upp á stöku stað
með leifum af fyrra gróðurfari
svæðisins.
Hvað kom til að ráðist var í
þessar gríðarlegu landbætur á
svæðinu?
Þar má helst nefna breytta um-
hverfisvitund þjóðarinnar sem
lýsir sér þannig að við gerum
okkur grein fyrir að land eins og
þetta er ekki að vinna á þann hátt
sem það hefur getu til. Ymsir
samverkandi þættdr hafa rýrt það
gæðum þess. Til að endurheimta
fyrri vistgetu landsins var nauð-
synlegt að styrkja það með á-
burðargjöf og sá í þau svæði sem
verst voru farin.
Ymsir sáu möguleika á að end-
urreisa landkosti við rætur Hafh-
arfjalls og með samstilltu átaki
þáverandi Markaðsráðs Borgar-
fjarðar, Landgræðslu ríkisins,
Skógræktar ríkisins, Búnaðar-
sambands Vesturlands og land-
eigenda á svæðinu var unnin
landbótaáætlun fyrir umhverfi
Hafnarfjalls. Upp úr því stofnuðu
landeigendur með sér félag til að
halda utan um fyrirhugaðar land-
bætur. Félagið heitir Land-
græðslufélag við Skarðsheiði. All-
ar götur síðan hefur landgræðslu-
félagið staðið fyrir þeim aðgerð-
um sem hafa verið ffamkvæmdar
á landgræðslusvæðinu, en fengið
faglega ráðgjöf og aðstoð frá
Landgræðslu ríkisins.
Markmið landbótanna
Landbóta- og landgræðslu-
verkefninu var hleypt af stokkun-
um strax árið 1999. Það nær yfir
afar stórt svæði, allt ffá Skelja-
brekku í Borgarfjarðarsveit að
Neðra Skarði í Leirársveit. I upp-
hafi var landið kortlagt með tilliti
til gróðurfars og jarðvegsrofs og
útlfá því áætlað að hálfgróið eða
illa gróið land væri um 2000 ha.
Frá byrjun hefur verið unnið eft-
ir þremur meginmarkmiðum:
1) Græða upp land á stórum
svæðum í grennd við Hafh-
arfjall í þeim tilgangi að
breyta illa förnu landi í gott
nytjaland
2) Vernda og stuðla að frekari
nýliðun birkis innan Hafh-
arskógar
3) Draga úr vindstyrk á einum
vindasamasta kafla Vestur-
landsvegar með skjólbelta-
og skógrækt
Hver borgar brúsann?
Kostnaður við verkefni af þess-
ari stærðargráðu er gríðarlegur.
Landgræðslufélagið hefur verið
svo lánsamt að Pokasjóður versl-
unarinnar hefur stutt við verkefn-
ið með myndarlegum fjárstyrk ár
hvert allt frá upphafi. Ljóst er að
sá stuðningur hefur skipt sköpum
- án stuðnings Pokasjóðs væri
ekld búið að ná þeim góða ár-
angri sem nú þegar hefur náðst á
svæðinu. Landgræðslan hefur
einnig veitt verkefninu fjárstuðn-
ing sem og Vegagerðin, Skóg-
rækt ríkisins og Borgarljarðar-
sveit.
Hvað hefur verið gert?
Aðgerðir á svæðinu hafa allar
miðað að því að ná ffam áður-
nefndum þremur markmiðum.
Til að breyta gróðursnauðu
landi í nytjaland hefur lúpínu
verið sáð í 145 ha. Auk þess er
unnið að uppgræðslu með áburði
og grasffæi og áburði þar sem
landið var verst leikið, á um 900
hekturum lands. Gróður er nú
tekinn að vaxa aftur á meginhluta
uppblásna landsins við rætur
Hafnarfjalls.
Frekari útbreiðsla Hafinar-
skógarbirkis
Til að vernda og stuðla að
frekari nýliðun birkis innan
Hafnarskógar hefur skógurinn
verið friðaður fyrir beit og land-
eigendur unnið að landbótum
innan hans með áburðardreifingu
á illa fama bletti. Nýliðun innan
skógarins er nokkur, en því mið-
ur hefur ffæþroski verið lélegur
undanfarin ár. Á Grjóteyrarhæð-
um, ofan Hafnarskógar, hefur
15.000 birkiplöntum af Hafnar-
skógakvæmi verið plantað í því
skyni að auka útbreiðslu birkis-
ins.
Skjólbelti og skógrækt
Þriðja markmiðið fól í sér
skjólbelta- og skógrækt í því
skyni að draga úr vindstyrk á
vindasömustu stöðum svæðisins
og bæta þannig umferðaröryggi
vegfarenda. Strax í upphafi var
hafist handa við skipuleggja skjól-
beltin og legu þeirra.
Sumarið 2000 var gróðursett
um þriggja km langt skjólbelti á
Narfastaðamelunum, en þeir telj-
ast með erfiðari svæðum innan
landgræðsluverkefnisins. I skjól-
belti þetta vom notaðar ýmsar
tegundir af víðistiklingum og þar
sem beltið er mjög breitt, um 20
metrar, var sú leið valin að setja
stiklingana í efri hluta beltisins
ekki niður í raðir heldur effir
auganu. I neðri hluta þess vom
settar þrjár raðir af gulvíði
(bakkaplöntur), í plastlagðar rað-
ir. Það gekk ffekar erfiðlega að
koma þessu belti af stað og sumr-
in 2001 og 2002 var bætt í þau
effir því sem þurfa þótti. Sumarið
2003 var plantað í um þriggja km
langt skjólbelti meðffam þjóð-
veginum frá Hafnará í átt að
Borgarnesi. Það beltri er þriggja
raða og samanstendur af ýmsum
tegundum víði- og asparstiklinga,
gróðursettum í plastlagðar raðir.
Ekki hefur verið farið í neinar
skógræktarffamkvæmdir á þess-
um hluta landgræðslusvæðisins á
vegum Landgræðslufélagsins en
þess ber að geta að tveir landeig-
endur innan félagsins stunda
skógrækt á jörðum sínum, í sam-
vinnu við Vesturlandsskóga, og
mun sá skógur koma til með að
veita umferð um þjóðveginn
ríkulegt skjól þegar fram líða
stundir.
Hvað er ffamundan?
I sumar verður lögð áhersla á
að viðhalda þeim árangri sem
náðst hefur í uppgræðslustarfinu,
taka fyrir ný svæði og halda áff am
að styrkja gróður effir því sem
þörf er á. Einnig stendur til að
halda áffam með skjólbeltagerð-
ina og planta 10 - 15.000 birki-
plöntum á landgræðslusvæðinu
til að stuðla enn ffekar að út-
breiðslu birkisins á svæðinu.
Eins og sést af þessari saman-
tekt hefur verið lyft Grettistaki í
landbótum með inngripi á allt að
1200 ha lands af þeim 2000 ha
sem voru ógrónir innan land-
græðslusvæðisins við upphaf
verkefnisins.
Mikilvægt er að fylgja land-
bótastarfinu vel eftir með reglu-
legu mati á árangri og endur-
skoða markmið og starfsaðferðir í
ljósi þess. Slík úttektarvinna
verður hluti af vinnu sumarsins.
Þónmn Pétursdóttir.
Myndin sýnir þau svæði sem hafa verið tekin fyrir ár hver frá upphafi
verkefnisins (ný svæði). Grunnmyndin er frá Loftmyndum ehf. en
myndkortið sem slíkt frá Landgræðslunni.
Sjónvarpsbrunar
eru með verstu brunum
sem upp koma.
NÚ ER KOMIN LAUSN
ÞAR Á.
Verndaðu þig og þína
og sýndu fýrirhyggju.
Sjálfvirku slökkvitækin eru komin aftur!
ísetning innifalin
Pantaðu strax f dag
- á morgun er það
kannski of seint
Ekkert viðhald
- virkt í minnst 10 ár
Oryggismiðstöð Vesturlands
sími 431 5100 - www.omv.is ”