Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2004, Page 15

Skessuhorn - 03.03.2004, Page 15
t>n£saunu»~. MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004 15 Snæfellingar Deildar- meistarar í Úrvalsdeild Snæfell tryggði sér Deildar- meistaratitilinn í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik síðastliðinn sunnudag en þetta er fyrsti stóri titillinn í sögu félagsins. Fram til þessa hafa suðurnesjafélögin setið nánast ein að þessum titli en flestum að óvörum er það lið Snæfells sem slær þeim við að þessu sinni. Að launum fengu Snæfellingar bikar í leikslok á sunnudag eftir að þeir höfðu lagt Hauka að velli í spennandi og skemmtilegum leik. Deildarmeistaratitlinum fylg- ir einnig heimaleikjarétturinn í komandi úrslitakeppni en þar mæta Snæfellingar Hamri frá Hveragerði. Leikurinn á sunnudag var tólfti sigurleikur Snæfellinga í röð í deildinni í vetur. Það fór ekki á milli mála að það var mikið í húfi því Hólmarar og aðrir stuðningsmenn Snæ- fellinga, af öllu nesinu, úr Borg- arfirði og víðar, fjölmenntu á leik- inn og voru greinilega staðráðnir í að fylgjast með sínum mönnum landa titli. Snæfellingar voru sterkari framan af en Haukarnir stóðu vel í þeim og um miðbik leiksins virtust heimamenn missa einbeitinguna en þá komust Haukarnir yfir um tíma og má leiða að því getum að leikmenn Snæfelis hafi verið farnir að gjóa augunum óþarf- lega mikið í átt að bikarnum sem stóð við hliðarlínuna. Snæfelling- ar voru hinsvegar mun sterkari á endasprettinum og fór þar fremstur í flokki Edmund Dotson sem sýndi frábær tilþrif á köflum. Lokatölur urðu 79 - 69 Snæfell- ingum í vil og í leikslok brutust út gríðarleg fagnaðarlæti enda titill í höfn. Lýður Vígnisson átti mjög góðan leik, einn sinn besta í vet- ur án efa, Hlynur Bæringsson var fyrnasterkur eins og ávallt og Hafþór Ingi Gunnarsson átti góða spretti. Framar vonum Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells var að vonum ánægður með sína menn í leikslok en tók samt fram að ekki væri nema einn áfangi í höfn en framundan er úrslitakeppnin þar sem barist er um sjálfan íslandsmeistaratit- ilinn. „Þetta er mjög sætur sigur Góðurskriðurá Skagamönnum Það er góður skriður á Skaga- mönnum en þeir lögðu FH-inga nokkuð sannfærandi í deildar- bikarkeppninni í knattsp., skoruðu fjögur mörk en fengu á sig eitt. Varnarjaxlinn Reynir Leósson skoraði en auk hans voru það Kári Steinn Reynisson og Julian Jonsson sem skoruðu sitt hvort markið, FH-ingar lögðu þeim svo lið með að setja boltann sjálfir í eigið net. -háp og gaman að ná fyrsta alvöru titlinum hér í hús enda hafa bæði leikmenn og áhorfendur unnið fyrir honum í vetur,“ segir Bárð- ur sem þakkar þennan árangur fyrst og fremst sterkri liðsheild og góðri stemmingu í leik- mannahópnum utan vallar sem innan. „Við erum með geysi- sterkan hóp þótt hann sé kannski ekki fjölmennur en þetta hefur skilað okkur hingað, að- eins lengra en við stefndum að í upphafi. Við ætluðum að berjast um fjórða sætið þannig að þetta kom okkur nokkuð á óvart.“ Bárður segir að sínir menn séu ekki saddir efitr þennan áfanga og er fullviss um að þeir verði ekki í vandræðum með að ein- beita sér að næsta verkefni sem Síðastliðinn mánudag var að nýju tekið til við aðalsveita- keppni Briddsfélags Borgar- fjarðar og spilaðar tvær umferð- ir. Nokkur spenna var í lofti því efstu sveitirnar áttust allar við innbyrðis. Sveit Bifrestinga lék við sveit Kristjáns í Bakkakoti og mátti játa sig sigraða með 12 stigum gegn 18 og með því mjakast Kristján nær Bifresting- um á toppnum. Sveit Svanhild- ar sýndi sveit Þorsteins á Hömr- um enga miskunn en þessar sveitir voru í þriðja og fjórða sæti. Leikurinn endaði 24-6 fyr- ir Svanhildi. Þessar ófarir Þor- steins nýtti sveit Halldóru í Reykholti til að máta fjórða sæt- ið með því að vinna sveit Egils í er úrslitakeppnin og þar ætli þeir sér að sjálfsögðu sem lengst. Þess má samt geta að í millitíðinni er síðasti leikurinn í deildinni, gegn KFÍ á ísafirði annað kvöld. Snæfellingum sérstaklega fyrir þann þátt þegar hann afhenti bikarinn í leikslok. Heimamenn sýndu stuðning sinn enn frekar í verki þegar titillinn var í höfn og afhenti Lionsklúbbur Stykkis- hólms Körfuknattleiksdeild Snæfells 100 þúsund króna styrk og Stykkishólmsbær færði deildinni 500 þúsund krónur fyrir góða frammistöðu í vetur. Örnólfsdal 23-7. í seinni umferð kvöldsins áttust m.a. annars við sveitir Halldóru og sveit Bifrest- inga. Sveit Halldóru hafði unnið fimm leiki í röð og stefndi rak- leiðis í verðlaunasæti. En sveit Halldóru reyndist lítil hindrun fyr- ir Bifrestinga og fór leikurinn 25- 4 fyrir þá. Sveit Kristjáns sigraði seinni leikinn stórt og virðist nú eina sveitin sem einhverja möguleika á til að velta Bifrestingum úr sessi, þó möguleikinn sé ekki stór. Staðan að loknum 12 um- ferðum er þessi: Sveit Bifrestinga 241 Sveit Kristjáns 223 Sveit Svanhildar 212 Sveit Þorsteins 196 Sveit Halldóru 188 MM. Styrkir Sem fyrr segir Tölurnar - Snæfell voru áhorfendur Nr Nafn Mín HF STOSTIG vel með á nótun- 4 Hlynur E Bæringsson 30 12 2 8 um í Hólminum á 5 Andrés M Heiðarsson 14 3 0 0 sunnudag líkt og í 6 Corey Dickerson 26 2 7 12 allan vetur en öll 8 Lýður Vignisson 12 0 0 11 umgjörð í Stykkis- 9 Hafþór 1 Gunnarsson 20 2 6 5 hólmi hefur vakið 11 Sigurður Á Þorvaldss 24 4 1 0 verðskuldaða at- 14 Edmund Dotson 34 7 0 20 hygli og hældi Ó- 15 Dondrell Whitmore 40 9 4 23 lafur Rafnsson Sveitakeppni í Borgarfirði / \ INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI ARNARKLETTUR 14, Borgarnesi Raðhús 112,4 ferm. Forstofa flísalögð. Hol, gangur og stofa parketlagt. Þrjú herb. dúklögð. Eldhús dúklagt, ljós innrétting. Baðherb. allt flísalagt, ljós innr. Þvottahús og búr. Eign í góðu ástandi. Verð: 12.500.000. BÖÐVARSGATA 2, Borgarnesi íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi og brlskúr, íbúð 113 ferm. og bílskúr 36 ferm. Forstofa flísalögð. Stofa, borðstofa og gangur teppalagt. Eldhús með korkflísum á gólfi, nýleg viðarinnrétting. Baðherb. allt flísalagt, ljós viðarinnr. Þrjú herbergi, tvö parketlögð og eitt dúklagt. Þvottahús og geymsla. Góð staðsetning. Verð: 12.900.000. HRAFNAKLETTUR 6, Borgarnesi íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, 96 ferm. Hol og stofa flísalagt. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt. Þrjú herbergi, tvö með korkflísum en eitt dúklagt. Sérgeymsla og sameiginl. geymsla og þvottahús í kjallara. Verð: 9.500.000 Allar núnari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is vejfang: simnet.is/lit QO . li Laugardaginn 13. mars kl. 19:30 íþróttamiðstöðinni Jaðarshökkum Boðið verður upp á sjávarréttahlaðborð Veislustjóri: Ingibjörg Pálmadóttir Rœðumaður: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Dagskrá: ArdísÓlöfVíkingsdóttir,„ldoi" A I \ Smári Vífilsson, tenór mvJpk. Helga l. Guðjónsdóttir Þorsteinn Gíslason Fjöldasöngur Övœnt skemmtiatriði Tískusýning frá Nínu og Bjargi Uppboð á listaverkum Happdraetti Þema kvöldsins er: Eitthvað bleikt Miðaverð: 3.000 kr. Forsala er í Fasteignamifolim Vesturlands sími 41 Kvennanefnd Knattspymufélags IA

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.