Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 13. tbl. 7. árg. 31. mars 2004
Kr. 250 í lausasölu
Um leið og sól hækkar á lofti lifnar yfir Langasandi. Oft á tíðum má sjá þar skapandi fólk sem býr til umhverfislistaverk sem lifa þar til aðfallið út-
máir öll verksumerki. Þetta unga fólk var að leggja lokahönd á eitt slíkt umhverfislistaverk þegar Ijósmyndari festi þau á filmu.
Stórfelld íbúabyggð fyrirhuguð rétt
fyrir utan Akraneskaupstað
Veiði-
minjasafii
Þorkell Fjeldsted bóndi og
veiðimaður í Ferjukoti hefur
áform um að opna veiði-
minjasafn sem segi sögu
stangveiða og netaveiða í
Borgarfirði. Mikið er til af
minjum í Ferjukoti, ekki síst,
sem tengjast sögu netaveiða í
Flvítá sem var hálfgerð stór-
iðja á síðustu öld.
Sjd viðtal við Þorkel d bls. 9
Ævintýrið
heldur
áfiram
Snæfell leikur til úrslita á
Islandsmótinu í körfuknatt-
leik gegn Keflavík en
Flólmarar tryggðu sér sæti í
úrslitaeinvíginu með glæs-
brag. Snæfell sigraði í ein-
víginu gegn Njarðvíkingum
3 - 0 og er óhætt að segja að
síðustu tveir leikirnir hafi
verið sögulegir.
Fyrsti leikur Snæfellinga
og Keflvíkinga verður í
Stykkishólmi annað kvöld og
hefst kl. 19.15 Sjd bls 15
Tjaldað
áþakinu
Þak íþróttahúss Snæfells-
bæjar í Olafsvík er stór-
skemmt eftir tjaldhæla og
nemur tjónið í það minnsta
hundruðum þúsunda.
Sjd bls. 7
Byggingafyrirtækið Staína á
milli er með í bígerð að reisa
mikla íbúðabyggð í Innri-Akra-
neshreppi. Fyrirtækið keypti
Krosslandið s.l. sumar og hefur
nú tryggt sér Fögrubrekkuland
en samtals eru þetta um 24 he.
rétt við Akraneskaupstað. Odd-
viti Innri-Akraneshrepps, Asa
Helgadóttir, sagðist í samtali við
Skessuhorn ekki geta tjáð sig um
þetta mál enda hafi hugmyndir
Stafna á milli ekki verið kynntar
fyrir hreppsnefhd.
Engilbert Runólfsson eigandi
Stafna á milli sagði, í samtali við
Skessuhorn, að hugmyndirnar
yrðu þróaðar í samvinnu við
hreppsnefnd og íbúa en undir-
búningsvinna væri nú í fullum
gangi í samvinnu við Línuhönn-
un og arkitektastofuna Gláma
KIM. Svæðið verður skipulagt
sem ein heild og líklega verður
þarna nokkur hundruð manna
byggð. Gert er ráð fyrir að fyrstu
tillögur verði tilbúnar til kynn-
ingar eftir mánuð eða svo, en þá
hyggst fyrirtækið boða til íbúa-
fundar í hreppnum. Heyrst hefur
að innan sveitarfélagsins séu
menn ekkert rosalega spenntir
fyrir breytingum. „Þarna verður
gert ráð fyrir skóla, leikskóla, í-
þróttahúsi og allri þjónustu, en
eins og allir vita þá er heljarinnar
spenna framundan og líkur á
mikilli uppbyggingu við Grund-
artanga. Þetta er mjög fallegt
byggingarland og hægt að full-
yrða að ekki eru til flottar einbýl-
ishúsalóðir við Faxaflóann en hér.
Niðurstöður mælinga á Kross-
landi sýna einnig að það er mjög
hentugt að byggja þar,“ sagði
Engilbert. Þorgeir Jósefsson,
fyrrum fjármálastjóri Þorgeirs og
Ellert, er nýráðinn fjármála- og
ffamkvæmdastjóri Stafha á milli.
Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti á
Vesturlandi á næstu árum en það
hefur einnig keypt 400 he. land
undir 2-300 sumarhús við Galt-
arholt II í Borgarfirði. Skipulag
þess svæðis er tilbúið og fer nú til
umfjöllunar hjá bæjarstjórn
Borgarbyggðar. hdp
J-j: J p5J£3jí3JJrjJ3J-j:JjJjrJ,
Tilboðin gilda frá 1. apríl til 13. apríl eða á meðan birgðir endast.
Verð áður: Góð Kaup:
BK Svínahamborgarahryggur 1198 kg. 899 kg.
BK Mediterranean Grísakótilettur 1268 kg. 998 kg.
BK Bayonneskinka 898 kg. 787 kg.
BK Villikryddað hátíðarlambalæri 1299 kg. 1098 kg.
BK Parísarlifrakæfa 227 189,-
BK Hótle lifrakæfa 227 189,-
BK Kindakæfa 252 199,-
Lambakótilettur m.raspi 1123 kg. 899 kg.
GrundaVo/
Grundarfirði
A k r a n e s i
Hyrnut
Borgai
London Lamb.............................1290 kg.
Grill lambaframhr.sneiðar...............1699 kg.
Ferskt salat - Klettasalatblanda........319/349
Ferskt salat - Friesé Salatblanda.......279/299
Ferskt salat - Úrvals salatblanda.......279/299
EmmEss Skafís súkkulaði 1,5 Itr.........849/889
EmmEss Skafís van/súkk.m.hnetus. 1,5 Itr. .889/929
EmmEss Skafís Daim 1,5 Itr..............889/929
EmmEss Skafís Pekanhnetu 1,5 Itr........889/929
20% afsl.
20% afsl.
299,-
259,-
259,-
699,-
699,-
699,-
699,-