Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004 jntasum/... Landbúnaðarháskóli íslands í stað RALA ogLBH Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri verður lagður niður frá og með næstu áramótum og einnig Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, samkvæmt lagafrumvarpi sem kynnt var á þingflokksfundum á Alþingi í dag. Ef frumvarpið verður að lögum mun Landbúnaðarhá- skóli Islands koma í stað þessara tveggja stofnana og taka form- lega til starfa 1. janúar 2005. I febrúar s.l. skipaði landbún- aðarráðherra vinnuhóp til að móta tillögur um sameiningu rekstrar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Magnús Stefánsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er for- maður vinnuhópsins sem skilaði tillögum sínum til landbúnað- arráðherra á mánudag í formi fyrrgreinds lagafrumvarps. Gert er ráð fyrir að háskóla- rektor Landbúnaðarháskóla Is- lands verði skipaður frá og með 1. ágúst n.k. og háskólaráð frá sama tíma. Miðað er við að öll- um starfsmönnum RALA og Landbúnaðarháskólans verði sagt upp en boðin störf hjá hinni nýju stofnun, Landbún- aðarháskóla Islands. Þá á breyt- ingin ekki að koma niður á nemendum sem stunda nám við skólann. „Það eru alltaf ýmsar leiðir sem koma til greina, en okkur þótti hreinast og klárast að báð- ar stofnanirnar yrðu lagðar nið- ur og að ný stofnun leysti þær af hólmi. Astæðan fyrir því að við viljum skipa háskólaráð og há- skólarektor þetta snemma er til að menn hafi tímann fyrir sér til að móta stofnuninni framtíð,“ segir Magnús. I kjölfar þeirrar ákvörðunar að sameina Landbúnaðarhá- skólann og RALA skapaðist umræða um hugsanlegan flutn- ing síðarnefndu stofnunarinnar að Hvanneyri en Magnús segir að vinnuhópurinn hafi ekki fjallað um þau mál. „Það er seinni tíma mál sem eðlilegt er að stjórnendur hinnar nýju stofnunar fjalli um,“ segir Magnús. ERTU ÁSKRIFANDI • SÍMINNER 433 5500 Banaslys við Akraneshöfa Banaslys varð á Akranesi um miðjand dag í gær þegar fólks- bifreið fór í höfnina við sem- entsbryggjuna á Akranesi. Tvennt var í bifreiðinni, roskin hjón, en þau létust bæði. Kl. 15:20 var tilkynnt til Neyðarlínu að bifreið heíði far- ið í Akraneshöfn framundan svoneíndri sementsbryggju. Allt tiltækt neyðarlið var kallað til og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar íjóra kafara á slysstað, tvo frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins og tvo frá Landhelgisgæslu. Voru kafarar kornnir í sjóinn að- eins um 20 mínútum eftir að út- kall barst og búið var að ná fólk- inu úr bifreiðinni um 10 mínút- um síðar. Fra slysstað í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu benda fyrstu vísbend- ingar til að bifreiðinni hafi verið bakkað ffarn af bryggjunni en tildrög slyssins eru í rannsókn. Lögreglan á Akranesi annast rannsóknina í samvinnu við rannsóknarnefnd umferðarslysa. Frá undirskrift samnings milli Sparisjóðs Mýrasýslu og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Fv. Ragnar Guð- mundsson og Jónas Þór Jónsson frá Fasteign, Sigurður Már Einarsson stjórnarformaður SPM og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri. Byggt fyrir Sparisjóð Mýrasýslu Síðastliðinn laugardag var undirritað samkomulag um byggingu nýs húss fyrir starf- semi Sparisjóðs Mýrasýslu við Brúartorg í Borgarnesi. Það er Eignarhaldsfélagið Fasteign í Reykjavík sem byggir húsið en SPM tekur það á leigu til 30 ára. Eignarhaldsfélagið Fast- eign sérhæfir sig í útleigu á húsnæði fyrir sveitarfélög og opinbera aðila. Húsið verður 1200 m2 á þremur hæðum og er áætlað að þar verði tilbúið til afhending- ar í lok maí á næsta ári. „Við vildum byggja vandað hús án þess að það fygldi því eitthvað bruðl. Þetta verður falleg bygging og til sóma fyrir byggðarlagið enda er þetta á þannig stað, þarna við Brúar- sporðinn, að ekki er hægt ann- að en að byggja veglegt hús,“ sagði Gísli Kjartansson spari- sjóðsstjóri SPM eftir undir- skriftina á laugardag. Að sögn Ragnars Guð- mundssonar framkvæmda- stjóra Eignarhaldsfélagsins Fasteignar verður bygging hússins boðin út innan tíðar. Skattaráð- stefna á Bifröst Föstudaginn 26. mars sl. stóð lögfræðideild Viðskipta- háskólans á Bifröst fyrir á- hugaverðu málþingi um skattamál. Þarna tókust á ýmsir lykilmenn úr skattageir- anum - Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri og skattaráð- gjafarnir Arni Harðarson hjá Deloitte, Bernhard Bogasons hjá KPMG, Elín Árnadóttir hjá Pricewaterhouse Coopers og Jón Elvar Guðmundsson hjá Taxis. Rætt var um skatt- svik, skattasniðgöngu, skatta- fyrirhyggju, skattaskjól, al- þjóðlega skattlagningu, sam- starf við skattayfirvöld, ábyrgð skattaráðgjafa o.fl. Fram fóru hressileg skoðanaskipti, í bundnu máli og óbundnu. Loðnuver- tíðinni lokið Yfirstandandi loðnuvertíð er nú lokið og komu 44.403 tonn á land hjá síldar- og fiski- mjölverksmiðju HB. Vinnsl- an gekk vel og má ætla að framleidd hafa verið 7.300 tonn af mjöli og 2.800 af lýsi. Einnig var hreinsað og fryst 711 tonn af loðnuhrognum og er það aðeins meira magn en á síðustu vertíð. Afli Ing- unnar AK 150 var 21.381 tonn á vertíðinni. Afli Víkings AK 100 er 16.998 tonn og Faxi RE 9 aflaði 18.723 tonn. Hagnaður hjá Grund- artanga- höfh I ársreikningi Grundar- tangahafhar fyrir árið 2003 kemur fram að hagnaður árs- ins var 67,4 m.kr. Arðsemi eigin fjár var 16%, veltuhlut- fall var 2,25 og eigið fé hafn- arinnar nam 421 m.kr. Grundatangahöfn er sam- eignarfyrirtæki í eigu sveitar- félaga á Vesturlandi, þar af eru 35% í eigu Akraneskaupstað- ar. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var nýlega und- irrituð viljayfirlýsing eigenda hafnarinnar um sameiningu hennar frá 1. janúar 2005 við Reykjavíkurhöfn, Akranes- höfn og Borgarneshöfn og þar með gert ráð fyrir að ffá þeim tíma verði hafnirnar fjórar reknar sem sameiginlegt hafnasamlag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.