Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 9
jntsautu^.. MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004 9 Borgar^örður sögulega besta staðsetning fyrir veiðiminjasafii segir Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti sem hélt erindi um veiðiminjar á ársfundi Veiðimálastofnunar Kristján Guðjónsson Ferjubakka smíðaði nær alla báta sem notaðir voru á Hvítánni í netveiðina í 50-60 ár. Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti hélt erindi á ársfundi Veiðimála- stofnunar sem haldin var á Hvanneyri föstudaginn 26. mars. Erindi Þorkels fjallaði um veiðiminjar í Borgarfirði og til- lögu að saíni þar. Fram kom hjá Þorkeli að nýting ferskvatnsfiska hvílir á gömlum merg í Borgar- firði eða allt frá landnámi. A 19. öld voru netaveiðar algengar en stangveiðar hafa smá saman tek- ið yfirhöndina og eru allsráðandi í dag. Margvíslegar forvimilegar minjar eru til um nýtingu lax- fiska, svo sem sögulegar minjar, gömul og ný veiðitæki, fatnaður, bátar, veiðihús, ljósmyndir og annað sem tengist veiðiskap. Að mati Þorkels er mikil þörf á að safna skipulega veiðiminjum um þessa merkilegu nýtingarsögu og setja á stofn safn, en ekkert slíkt safn er að finna á Islandi. Þor- kell telur nauðsyn að sveita- stjórnir, stofnanir og veiðisamfé- lagið taki höndum saman urn að koma þessum áformum í fram- kvæmd og telur margt benda til að verulegur áhugi sé fyrir slíku safni. Þorkell sagði í samtali við Skessuhorn aðal- lega vilja vekja menn upp til að safna þessum munum öllum saman, en víða séu til munir sem tengjast veiðum t.d. við Ferjukot. „I Ferjukoti er til allur útbúnaður við netveiði frá því að hún byrjaði sem einhvers kon- ar atvinnugrein við Hvítá, bæði sem tengist veið- um og vinnslu. Þetta byrjaði með niðursuðu og sölt- un. Síðan var lax- inn fluttur út ísað- ur í stórurn tré- kössum, svo var hann fluttur út nýr með flugi og einnig heilffysmr." Þorkell telur að verndun veiðiminja ætti að vera þríþætt og leggur áherslu á að veiðiminj- ar séu tengdar sínu svæði. „I öll- um veiðihúsum ætti að vera munir sem tengdust ánum, veiðibækur, gamlar myndir og veiðibúnaður. A stöðum eins og Ferjukoti er svo hægt að vera með Iifandi safn þar sem er í beinum tengslum við veiðiárnar. Svo ætti náttúrulega að vera svona hefðbundið saftt með upp- stillingum þar sem hægt væri að skoða munina nánar.“ Þorkell fékk sönnun á því hve margir hafa áhuga á veiðiminjum þegar bændur buðu heim fyrir tólf árum, en þá komu um 350 manns að Ferjukoti og fengu m.a. að sjá veiðiminjar. „Það voru mjög margir sem höfðu samband við mig eftir heim- sóknina og lýstu yfir ánægju sinni með að sjá þessa gömlu muni sem tengjast laxveiði.“ Einnig segir Þorkell að 45 mín- útna kvikmynd um netaveiðina hafi vakið mikla athygli þeirra sem á hana hafa horft. Við söfn- un efnis í myndina fannst um þriggja klukkustunda efni úr myndasafni Sjónvarpsins, Stöðvar 2, kvikmyndasafhinu í Hafnarfirði og hjá einkaaðilum. Þorkell segir að það vanti sár- lega samastað fyrir varðveislu og sýningar og að Borgarfjörður sé sögulega besta staðseming íyrir slíkt safn. „Mér finnst áhugi fyr- ir að koma þessu á fót vera að aukast og sé vel fyrir mér að Hvanneyri gæti hýst slíkt safn. Gamla fjósið fer að losna og einnig er Búvélasafnið á Hvann- eyri sem er orðið mjög aðþrengt húsnæðislega." Þorkell segist viss um að innan tíðar verði veiðiminjasafn orðið að veru- leika. Einnig telur Þorkell að Veiðimálastofnun hafi fengið á- huga á þessu. „Þar eru fullt af tækjum og tólum sem þeir þurfa að koma fýrir. Oll söfnun byrjar einmitt þannig, menn fara að koma hlutum fyrir í geymslu,“ sagði Þorkell að lokum. Þorkell við gömlu húsin við Ferjukot, á tímum netaveiðinnar voru ár- lega veiddir 6 -12.000 laxar í allri Hvítá. Þorkell Fjeldsted, 12 eða 13 ára gamall með 18 punda lax á Hvítárbökkum. Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Hótel Borgarnesi laugardaginn 3. apríl og hefst kl. 13:30 DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál Borgarnesi 25. mars 2004 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga s Oskci eftir að kanpa fasteign d tnjög góðum kjörum eða með yfirtöku Idna. Md þarfnast lagfæringa, skoðaflest. Bæði ibúðar- og atvinnuhúsnæði. Upplýsingar í síma 895 3004 tölvupóstur landis@simnet.is Sjónvarpsbrunar eru með verstu brunum sem upp koma. Pantaðu strax í dag - á morgun er það kannski of seint Ekkert viðhald - virkt í minnst 10 ár Sjðlfvirku slökkvitækin eru komin oftur! ísetninq innifalin mmma NÚ ER KOMIN LAUSN ÞAR Á. Verndaðu þig og þína og sýndu fyrirhyggju. Öryggismiðstöð Vesturlands sími 431 5100 - www.omv.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.