Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 31.03.2004, Blaðsíða 7
^ataaunui.. MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004 7 Þak íþróttahúsins stórskemmt eftir tjaldhæla Hið glæsilega íþróttahús Snæfellsbæjar í Ólafsvík er stórskemmt eftir að þakið hefur verið nýtt sem tjaldstæði. Snæfellsbæingar vora að von- um ekki kátir þegar í fjós kom að þak á hluta íþróttahússins í Olafsvik var farið að leka en ekld era nema rúm þrjú ár síðan hús- ið var tekið í notkun. Þakið sem um ræðir er yfir inngangi og búningsklefum hússins. Þakið er tyrft og í sömu hæð og brekkan ofan við íþróttahúsið. Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ kröfðust þess að verktakinn sem sá um framkvæmdirnar skoðaði húsið, enda lék grunur á að lek- inn stafaði af galla í ífágangi á þakinu. Þá kom hið óvænta í ljós að þakdúkurinn var allur í göt- um eftir tjaldhæla. Þakið á í- þróttahúsinu virðist hafa verið vinsælt sem tjaldstæði enda vel gróinn og sléttur blettur. Ferðmenn, og reyndar heima- menn einnig, virðast hinsveg- ar ekki hafa gert sér grein fyrir hversu dýr gist- ing þetta væri, þ.e.a.s. fyrir bæjarfélagið. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra Snæfellsbæjar eru um stórtjón að ræða fyrir bæjar- stjóð. „Ef við ætlum að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þá er lausnin sennilega sú að hellu- leggja þakið. Þá er heildarkostn- aðurinn á þriðju milljón þannig að þetta er mikið tjón. Við eram samt ánægð með að hafa fundið orsök lekans þótt þetta hafi ekki verið ánægjuleg niðurstaða," segir Kristinn. Vilja virðisaukaskattmn burt Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness samþykkti eftirfarandi á- lyktun, um gjaldtöku í Hval- íjarðargöngum, á fundi sínum í síðustu viku. „Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness skorar á Ríkisstjórn Islands að fella niður virðisaukaskatt af veggjaldi í Hvalijarðagöngum, sem gæti leitt strax til 14% lækkunar á veggjaldi. Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness vill minna á að samgöngu- ráðherra sagði í utandag- skrárumræðum á Alþingi í des- ember 2003 að ríkisstjórnin steíndi á að lækka virðisauka- skatt á veggjald í Hvalfjarða- göngum, og í máli hans kom líka fram að það kæmi vel til greina að ríkið tælá á sig hluta af tryggingum ganganna. Verkalýðsfélags Akraness vill benda á hve gríðarlegt hags- munamál þetta er fyrir Akur- nesinga, en í skýrslu sem Vega- gerð ríkisins lét gera í október 2002 kom fram að um fimmti hver bíl sem fór í gegnum göng- in eða 18% hefði komið frá Akranesi. Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness skorar jafiiframt á sveitar- stjórnir og verkalýðsfélög á Vesturlandi að taka höndum saman í því að fá stjórnvöld til að afnema virðisaukaskatt á veggjaldi, því eins og fram kom í skýrslu vegagerðarinnar, voru 40% þeirra sem óku í gegnum Hvalfjarðagöng búsettir á Vest- urlandi. Því er það mikið hags- munamál fyrir Vesturland í heild sinni að vel takist til í þessu máli. Verkalýðsfélags Akraness vill þakka þeim forsvarsmönnum Spalar ehf. sem með elju og at- orkusemi létu þann draum ræt- ast að hægt væri að aka undir Hvalfjörð. Tíminn hefur leitt það í ljós að hér er um eina mestu samgöngubót sem Is- lendingar hafa orðið vitni að. Það er mat stjórnar Verka- lýðsfélags Akraness að þetta framtak Spalar ehf. hafi orðið til mikilla hagsbóta fyrir félags- rnenn Verkalýðsfélags Akraness, sem og aðra landsmenn.“ Bjóðum upp á marga möguleika á fjármögnun vegna bílakaupa Rekstrarleigu-, einkaleigu- eða lán, allt að 100%. Vegna góðrar sölu vantar okkur bíla á staðinn. 20 BILALEIGA - BILASALA Þjóðbraut 1 • Akranesi • Sími: 431 2622 SALA Söluumboð fyrir B og L og Ræsi Þekking - Reynsla - Þjónusta sölukonur til að kynna frábæran danskan fatalista. j Nánari upplýsingar í síma 565 3900 j eða á www.clamal.is og [ clamal@clamal.is Ugja] þu cjbsrjcjjrjcju LJr/j 'íf&ífí Láttu okkur vita í síma 899 4098 (Gísli) og 892 2698 (Hrafnkell) Velkomin að Hvanneyri | -Tx Umsóknarfrestur um háskólanám er til 10. júní og um búnaðarnám til Fjórar námsbrautir til BS prófs '' J Búvísindi (BS) Fjölbreyttinám, með áherslu á búgárrækt, jarðrækt og bútækni áuk margra valgreina. Landnýting (landgræðslaj(BS) Skipulag, nýting og umhirða lands með áherslu á landgræðslu og náttúruvernd við íslenskar aðstæður. Skógrækt (BS) Fjallað er m.a. um umhirðu og ræktun skóga, hönnun og ræktun útivistarskóga og búskaparskógrækt. Einnig er fjallað um ferskvatnsnýtingu, náttúruvernd og auðlindahagfræði. - ; - - - Umhverfisskipulag (landslagsarkítektúr) (BS) Námið er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og öðrum skipulags- eða umhverfisfræðum. Kandidatsnám - meistaranám (MS) Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rannsóknapjálfun til kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu að loknu BS námi. Einnig meistaranám til 60 eininga í búvísindum og landnýtingu. Inntökuskilyrði er BS-gráða í búvísindum, landnýtingu, líffræði, landafræði eða öðru sambærilegu BS-námi. Búnaðarnám Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi með áherslu á almenna náttúrufræði, búQárrækt og nýtingu landsins. Nemendur þurfa að vera orðiir 18 ára, hafa lokið grunnskólaprófi og minnst 36 einingum í grunnáföngum framhaldsskóla. Fjarnám Einnig er boðið upp á búnaðarnám í fjarnámi. Námið getur jafnt náð til einstakra námsgreina sem námsins í heild, þannig getur hver og einn ákveðið hversu langan tíma námið tekur. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.