Skessuhorn


Skessuhorn - 14.04.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.04.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 15. tbl. 7. árg. 14. APRÍL 2004 Kr. 250 í lausasölu Níu M- þjófhaðir upplýstir Á föstudaginn langa var bifreið stolið ffá sveitabæ í Borgarbyggð. Bifreiðin fannst daginn eftir í Reykja- vík og er málið talið upplýst að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi. I ljós kom að málið var nokkuð umfangsmikið og tengdist átta öðrum bílþjófn- aðarmálum sem upplýstust þar með á einu bretti. GE Snæfell endaði í öðru sæti Snæfell endaði í öðru sæti á Islandsmótinu í körfuknattleik, en einvígi Hólmara og Keflvíkinga um Islandsmeistaratitilinn lauk á laugardag með sigri hinna síðarnefndu. Snæfell vann í fyrsta leiknum en síðan lönduðu Keflvíkingar þrem- ur sigrum í röð og hömpuðu þar með bikarnum í enn eitt sinnið. Snæfellingar geta þó vel við unað þar sem árangur þeirra í vetur var betri en flesta grunaði. Sjá bls. 11 Á síðasta fundi bæjarstjómar Snæfellsbæjar vora lagðir ffam undirskriffarlistar frá foreldrum í Snæfellsbæ þar sem óskað var eftir því að íþróttakennsla fyrir nemendur 1.-4. bekkjar yrði á Hellissandi. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verða grunnskól- amir í Snæfellsbæ sameinaðir frá og með næsta hausti og skól- unum á Hellissandi og Olafsvík aldursskipt þannig að kennsla í 1-4 bekk verður á Hellissandi en 5. - 10. bekkur verða í Olafs- vík. Á hinn bóginn hafði verið á- kveðið að öll íþróttakennsla fyr- ir skólana á Hellissandi og í Ólafsvík færi fram í íþróttahús- inu í Ólafsvík. Þess má reyndar geta að frá því nýja íþróttahúsið í Ólafsvík var vígt um áramótin 2001 - 2002 hefur íþrótta- kennsla fyrir alla bekki Grunn- skólans á Hellissandi verið þar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að fyrri á- kvörðun bæjarstjómar standi en að samþykkt hafi verið að taka til skoðunar forsendur þess að í- þróttakennsla fari fram í Iþróttahúsinu í Ólafsvík. Hann segir ennfremur að þegar sú endurskoðun liggur fyrir verði foreldrum boðið tdl fundar. GE Það vakti athygli blaðamanns Skessuhorns að sjá nýgrafna skurði á Mýmnum nú á tímum þess sem frekar er eytt púðri í að fylla gamla skurði og endur- heimta votlendi. Bóndinn á Laxárholti, Unnsteinn S. Jó- hannsson sagðist í samtali við Skessuhorn vera að brjóta 40 - 50 hektara land undir ný tún og kornakra. Á Laxárholti er rek- ið myndar kúabú sem hefur far- ið ört stækkandi á síðustu árum á sama tíma og búskapur hefur farið minnkandi á mörgum bæjum á svæðinu. Foreldrar í Snæfells- bæ vilja íþrótta- kennslu á Hellissandi Skurðgröftur á Mýrum Smnp '-fy' - Nú styttist í að sauðburður hefjist en ávaiit eru einhverjar ær sem þjófstarta. Þessi lömb á bænum Hálsum í Skorradal eru sannkölluð páskalömb. Tilboð'n gilda frá 15. aprít til 20. apríl eða meðan birgðr endast. Góð kaup Goða vínarpylsur................... 25% afsláttur Kjötfars........................... 20% afsláttur Saltkjöt - sérvalið................ 20% afsláttur Gulrófur......................... 99 kr/kg. BK bjúgu 2 pk.................... 99,- Verið velkomin Geisladiskamarkaður í KB Hyrnutorgi -sjón er sögu rikari ’óí Hyrnutorgi Borgarnesi 9! Grundarfirði A k r a n e s i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.