Skessuhorn - 14.04.2004, Qupperneq 5
^saunu^
MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 2004
5
Samið um byggingu
fiölbrautaskóla
Frá undirritun samningsins: F. v. Kristinn Jcmasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Óll Jón Gunnarsson bæjar-
stjóri Stykkishólms, Ásgeir Valdimarsson, bæjarfulltrúi í Grundarfirði, Kornráð Andrésson forstjóri Loftorku
og Andrés Konráðsson framkvæmdastjóri Loftorku.
Mynd: Guðrún Vala
Bókasafnið
auglýst
Það vakti athygli glöggra
Skagamanna að sjá húsnæði
Bókasafns Akraness auglýst til
sölu hjá fasteignasölunni Eign.
Bæjaryfirvöld gerðu athuga-
semdir, þar sem ekki hefur verið
tekin ákvörðun um að selja
húsnæðið. Þær upplýsingar
fengust hjá fasteignasölunni að
bilun í tölvukerfi hafi orsakað að
allar eignir sem hafa verið skoð-
aðar hafi lent á söluskrá. Fast-
eignasalan Eign er hluthafi í
Akraborg ehf. sem áformar að
til sölu
byggja verslunarmiðstöð á Mið-
bæjarreitnum. I áætlunum
Akraborgar er gert ráð fýrir að
Landsbankinn fari í nýju versl-
unarmiðstöðina, Akraneskaup-
staður kaupi Landsbankahúsið
af Akraborgarmönnum undir
bókasaín og aðra menningar-
starfssemi og Bókasafninu verði
loks breytt í íbúðir. Hin óvænta
auglýsing á húsinu er þó ekki
rnerki þess að þessi hringekja sé
farin af stað og hefur það verið
tekið af söluskrá.
Nýverið var gengið frá
samningi milli Loftorku í
Borgarnesi og Jeratúns ehf uni
byggingu á húsnæði fyrir fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði. Samningurinn
hljóðar upp á 380 milljónir og
skal Loftorka skila húsinu
fullbúnu fyrir 1. desember
n.k., en hluti hússins á að vera
tilbúinn fyrir 29. ágúst, en þá
hefst kennsla í hinum nýja
framhaldsskóla.
Jeratún ehf. er eignarhalds-
félag sem stofnað er af sveitar-
félögunum á norðanverðu
Snæfellsnesi til að eiga og reka
húsnæði skólans. Húsið verð-
ur 1.980 m2 að stærð og ekki
er gert ráð fyrir hefðbundnum
skólastofum heldur, opnum
rýmum þar sem meðal annars
verður nokkurs konar kaffihús
fyrir nemendur. Hugmynda-
fræðin á bak við skólann gerir
ráð fyrir litlum nemendahóp-
um og einstaklingsmiðuðu
námi. Lögð verður áhersla á
hópavinnu og verkefnavinnslu
í stað fyrirlestra. Þá verður að
hluta til byggt á svokölluðu
dreifnámi.
Vélsleða
slys
Tvær konur lentu í
óhappi á vélsleða á
Langjökli á skírdag. Vésleð-
inn lenti í djúpum hjólför-
um eftir bifreið með þeim
afleiðingum að hann valt.
Konurnar voru báðar fluttar
með sjúkrabifreið á heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi
en meisli þeirra reyndust
ekki alvarleg.
Orkuveita
Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur er
sjálfstætt þjónustufyrirtæki
í eigu Reykjavíkurborgar,
Akranessbæjar,
Borgarbyggðar og
Borgarfjarðarsveitar.
Orkuveitan dreifir rafmagni,
heitu vatni til húshitunar,
köldu vatni til brunavarna
og neysluvatni til notenda
í Reykjavík og nágrenni.
A þjónustusvæði fyrirtækisins
býr meira en helmingur
íslensku þjóðarinnar.
Fyrirtækið kappkostar að
veita viðskiptavinum sinum
bestu mögulegu þjónustu.
Orkuveita Reykjavíkur
stuðlar að nýsköpun og
aukinni eigin orkuvinnslu.
Framkvæmdasvið, vinnuflokkadeild í Borgarnesi
óskar eftir að ráða pípulagningamann eða vélvirkja
►
►
Starfssvið:
Alhliða rekstrar- og viðgerðarverkefni
í orkuöflunarkerfi, aðveitu og dreifíkerfi
Jarðlagnir
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði pípulagna eða vélvirkjunar
Góð tölvukunnátta
Þekking og reynsla af kerfum Orkuveitunnar
í Borgarbyggð æskileg
Viðkomandi sé áreiðanlegur, stundvís og hafí til
að bera ríka þjónustulund
Hæfni í mannlegum samskiptum
Það er stefna Orkuveitunnar
að auka hlut kvenna í
stjórnunar- og ábyrgðarstöðum
innan fyrirtækisins.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl n.k.
Allar nánari upplýsingar gefur Magnús Harðarson
hjá Mannvali, sími 564 4262 og á www.mannval.is
MAM
www.or.is