Skessuhorn


Skessuhorn - 14.04.2004, Síða 11

Skessuhorn - 14.04.2004, Síða 11
ú&E,S3UI1u>.. MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 2004 11 Erlendur leikmaður hjá Skagamönnum Skagamenn hafa fengið liðsauka frá Kanada, en í dag kom leikmaðurinn Alen Marcina. Alen þessi er 25 ára gamall sóknarleikmaður sem spilað hefur með kanadíska liðinu Ottawa Wizards en spilaði áður með belgíska liðinu Genk á sama tíma og Þórður Guð- jónsson, sem ber honum góða söguna. Alen hefur nýverið gert þriggja ára samning við gríska liðið POAK, en vill komast í gott leikform og spila í sumar. Ef Alen fellur vel í Skagaliðið og samningar nást mun hann spila með Skaga- mönnum framan að tímabil- inu eða fram til ágúst. Öldungamót í blaki Það má búast við fjöl- menni á Akranesi þegar 29. öldungamót blaksambands íslands verður haldið dagana 22. - 24. apríl. Þá munu 650 blakarar keppa og dvelja í bænum á meðan mótið stendur yfir. Áttatíu lið eru skráð til leiks og verður spil- að í 7 kvenna deildum, 4 karla deildum auk öðlinga- deild kvenna og Ijúflinga- deild karla. Spilað verður í báðum íþróttahúsunum frá morgni til kvölds. Margir keppendur gista á Akranesi og er nokkuð um að liðin taki heilu íbúðarhús- in á leigu meðan á keppni stendur. Mótinu lýkur svo með lokahófi sem haldið verður á Jaðarsbökkum á laugardagskvöldið. Skagamenn komnir í 8 liða Skagamenn sigruðu Vals- menn 2-0 þegar liðin mætt- ust á Leiknisvellinum í rign- ingu og kalsa veðri s.l. mið- vikudag. Leikurinn var frekar tilþrifalítill framan af þar til vinstri fótar leikmaðurinn knái Guðjón H. Sveinsson skoraði með hægri af 40 metra færi. Valsmenn komu sterkir inn í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega leikinn. í kjölfar jöfnunarmarksins urslit gerðu Valsarar harða hríð að marki Skagamanna. Skaga- menn sneru hins vegar leikn- um sér í hag með marki Stef- áns Þórðarsonar sem skor- aði beint úr aukaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Eftir það var sigur Skagamanna aldrei í hættu. Skagamenn leiða nú B rið- il, eru með 15 stig eftir 6 leiki og eru tryggir í 8 liða úrslit fyrstir liða. -háp Stórtap Skallagríms Skallagrímur fékk heldur slæma útreið gegn Huginn frá Seyðisfirði í neðri deild deild- arbikarkeppninnar í knatt- spyrnu síðastliðinn miðviku- dag en Seyðfirðingar skoruðu tíu mörk en Borgnesingar ekki eitt einasta. Seyðfirðing- ar hafa eytt mest öllu sínu púðri á Skallana því þeir voru auðveld bráð fyrir Víking Ólafsvík sem sigraði þá dag- inn eftir með sex mörkum gegn tveimur. Víkingur er í 2. sæti riðilsins með 7 stig eftir 3 leiki en Skallagrímur er í 3. sæti með 4 stig eftir 4 leiki. Snæfell. Deildarmeistarar og silfurverðlaunahafar. Snæfellingar náðu ekki að sigrast á stórveldi Keflvíkinga Annað sætið niðurstaðan eftir glæsilega frammistöðu Ágætlega sáttir segir Bárður Eyþórsson þjálfari Keflvíkingar urðu íslands- meistarar í körfuknattleik karla eftir sigur á Snæfelling- um í fjórða leik liðanna í úr- slitaviðureign íslandsmótsins síðastliðinn laugardag. Snæ- fell sigraði í fyrsta leiknum 80 - 76 en Keflvíkingar jöfnuðu á heimavelli sínum 104 - 98. í þriðja leiknum komust Kefl- víkingar yfir með sigri í Hólm- inum, 79 - 65 og það var því Ijóst að Snæfellinga beið erfitt verkefni á laugardag. Keflvík- ingar eru með landsliðsmenn í öllum stöðum og mun reynslumeira lið en Snæfell- ingar og til að bæta gráu ofan á svart var Corey Dickerson í leikbanni, en hann var búinn að eiga býsna góða spretti í úrslitakeppninni. Snæfellingar hafa hins vegar sýnt það í vet- ur og þá sérstaklega í vor að þeim er ekki alls varnað. Þeir komust hins vegar ekki mikið áleiðis gegn hungruðum Kefl- víkingum sem sigruðu örugg- lega 87 - 67 og hömpuðu þar með íslandsmeistaratitlinum sem fyrr segir. Þrátt fyrir að stuðnings- menn Snæfells hefðu gjarna viljað sjá sína menn með gull- medalíu um hálsinn þá breytir það því ekki að 2. sætið er sannarlega glæsilegur árang- ur hjá Snæfellingum sem komu upp úr 1. deildinni fyrir síðasta keppnistímabil. Ár- angur Snæfells hefur vakið verðskuldaða athygli enda hefur það sýnt sig á loka- sprettinum að stuðningur við liðið nær langt út fyrir bæjar- mörk Stykkishólms. Þá hafa stuðningsmenn liðsins einnig sett skemmtilegan svip á ís- landsmótið í vetur og umgjörðin á heimaleikjum Snæfells hefur verið til mikill- ar fyrirmyndar. Það var Corey Dickerson sem var stigahæstur Snæfells í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hann missti af síðasta leikn- um en hann skoraði 163 stig. Edmund Dotson skoraði 146 stig og Dondrell Whitmore 141. Hlynur Bæringsson skor- aði 126 stig en hann tók hvorki fleiri né færri en 152 fráköst í þeim níu leikjum sem liðið lék í úrslitakeppninni. Spútniklið vetrarins „Við erum ágætlega sáttir þótt við hefðum náttúrulega gjarnan viljað krækja í gullið fyrst það var svona nálægt okkur,“ segir Bárður Eyþórs- son þjálfari Snæfells. Hann hafnar því hins vegar að hans menn hafi verið orðnir „sadd- ir“ eftir deildarmeistaratit- ililinn og sex sigurleiki í röð í úrslitakeppninni. „Við ientum í erfiðleikum sóknarlega á móti Keflvíkingum, sérstak- lega í síðustu tveimur leikj- unum. Síðan munaði vissu- lega um Dickerson í loka- leiknum en við hefðum átt að geta leyst það betur. Það má vera að spennan hafi haft sitt að segja enda höfum við ekki verið í þess- ari stöðu en menn voru alls ekki saddir og lögðu sig fram af fullum krafti allt til enda. Við gerðum okkur grein fyrir hvað við var að fást og ég held að deildar- meistaratitill og 2. sætið á mótinu sé ágætlega viðun- andi. Það er allavega á hreinu að við erum spútniklið vetrarins." Allir leikmenn áfram Bárður segir það komið á hreint nú þegar að allir ís- lensku leikmennirnir verði á- fram hjá félaginu og þegar sé farið að vinna í að bæta við mannskap. Hann segir að hins vegar sé enn óráðið með þjálfarann. „Það á eftir að koma í Ijós en það gæti alveg farið svo að ég hætti,“ segir Bárður og neitar því að önnur lið séu hugsanlega á höttunum á eftir honum.“ Hann segir heldur ekki liggja fyrir hvort erlendu leik- mennirnir verði áfram. „Það kemur allavega ekki í Ijós fyrr en eftir KKÍ þingið sem verður í byrjun maí. Það er ekki ólíklegt að reglunum um fjölda erlendra leik- manna verði breytt. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það eigi að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði en það á ekki að fara neðar. Menn geta lært mikið af erlendu leikmönnunum og þeir gera deildina skemmtilega en þrír útlendingar er of mikið. Mörg lið hafa það mikla breidd að þeir hafa ekkert við þrjá útlendinga að gera. Það horfir hinsvegar öðru- vísi við litlu liðum eins og okkur sem erum að reyna að stækka æfingahópinn með erlendum leikmönnum." Að lokum segir Bárður að Snæfellingar ætli sér að vera áfram í baráttunni um titilinn á næsta keppnistímabili fyrst þeir hafi fundið lyktina af gullinu í vetur. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.