Skessuhorn - 21.04.2004, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004
saissunúBií
Til minnis
Blakmót öldunga á Akranesi
frá fimmtudegi til laugardags í
umsjón Blakfélagsins Bresa.
Um sjöhundruð misaldraðir
blakarar munu blaka öllu sem
til er í íþróttahöllum Akraness
um helgina.
Hallar Akraneskaup-
staður undir flatt?
Nei stendur
teinrétt og er
alltaf í sókn.
Sveinn Kristinsson er
forseti bæjarstjórnar Akranes-
kaupstaðar en í ársreikningi
kauþstaðarins fýrir árið 2003
kemur fram nokkur hallarekst-
ur eða uppá 74 mkr.
Veðwrhorfivr
Sumarið hér á Vesturlandi
byrjar blautt, því á föstudag og
laugardag mun rigna töluvert.
Þá mun vind lægja og á sunnu-
dag er taiið að það muni
stytta upp. Hiti verður á bilinu
7-1 I stig.
Spnrniruj viknnncir
I síðustu viku var spurt:
Hefurðu staðið við áramóta-
heit þitt?
Niðurstöður urðu eftirfar-
andirjá, svo sannarlega sögðu
14,8%. Já, eða sko næstum því
I 1,1%. Nei, reyndi samt 7,4%.
Nei, féll strax
I 1,1% og 55,6% sögðust ekki
hafa strengt heit
I þessari viku er spurt:
Ætlarðu að ferðast innan-
lands í sumarfríinu?
Takið afstöðu á
www. skessuhorn. is
Vestlendinfjftr
vikftnnetr
Er Konráð
Andrésson
f o r s t j ó r i
Loftorku
Borgarnesi
en fyrirtækið
var útnefnt
fyrirtæki árs-
ins í Borgarbyggð í gær. Kon-
ráð var annar tveggja stofn-
enda Loftorku fyrir 42 árum
og hefur starfað við fyrirtæk-
ið síðan.
Skólafélag LBH mótmælir því að nemendur fái ekki
fulltrúa í háskólaráði nýs Landbúnaðarháskóla
Svívirðileg móðgun og lögbrot
Skólafélag Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri hefur óskað
eftir fundi með landbúnaðar-
nefhd Alþingis til að ræða um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um búnaðarfræðslu nr.
57/1999. Frumvarpið fjallarm.a.
um stofnun Landbúnaðarhá-
skóla Islands sem komi í stað
Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins.
Nemendur eru mjög ósáttir
við að ekki skuli vera rætt við þá
varðandi fyrirhugaðar breyting-
ar. Einkum er óánægja með
breytta samsetningu háskólaráðs
en samvkæmt þingsályktunartil-
lögunni er ekki gert ráð fyrir
fulltrúa frá nemendum í há-
skólaráði Landbúnaðarháskóla
Islands.
A aðalfundi Skólafélags Land-
búnaðarháskólans á Flvanneymi
sem haldinn var í gærkvöldi var
samþykkt áfyktun þar sem segir
m.a. „Þessi ráðstöfun, að ætla
nemendum ekki fulltrúa í há-
skólaráð er svívirðileg móðgun
við þá lýðræðishugsun sem hef-
ur hingað til einkennt háskóla í
landinu og jafnframt víðast hvar
í heiminum. Sjá t.d. Bologna
samþykktina frá 1999, þar sem
menntamálaráðherrar Evrópu á-
réttuðu mildlvægi sjálfstæðis og
sjálfræðis meðal menntastofn-
ana.
Sú ætlan að skipa hvorki full-
trúa nemenda né kennara í há-
skólaráð mun birtast í því að
ráðið getur ekki fjallað um mál-
efhi sem snúa beint að innra
starfi stofhunarinnar því þekk-
ingu á því mun skorta. Eins er
með þessari ráðstöfun stórlega
skertir þeir möguleikar nem-
enda að leita réttar síns ef þeir
geta aldrei skotið málum sínum
til háskólaráðs nema þá aðeins
með því að leita á náðir annarra
fulltrúa.
Síðan má benda á að hér er
vísvitandi verið að brjóta gegn
lögum um háskóla nr. 136/1997.
Sú spurning vaknar hvort hér sé
um stefhubreytingu að ræða hjá
ríkisvaldinu gagnvart nemenda-
lýðræði í háskólum landsins og
hvort þær kröfur sem gerðar eru
til hins akademíska náms við
Landbúnaðarháskóla Islands séu
aðrar en hjá öðrum ríkisháskól-
um. Ef þetta er raunverulegur
vilji Landbúnaðarráðuneytisins
og þingmanna þá er spurning
hvort landbúnaðarfræðslu sé
ekki betur borgið innan
menntamálaráðuneytis þar sem
menn hafa meiri skilning á
starfsemi menntastofhana.
Að lokum fmnst nemendum
LBH það gróf móðgun að þing-
menn skuli telja nemendur Há-
skóla Islands sem sitja í háskóla-
ráði síns skóla hæfari til að velja
fulltrúa í háskólaráð Landbún-
aðarháskóla Islands.“
Dalabyggð kaupir eyðijarðir
Á síðasta fundi sveitarstjórnar
Dalabyggðar var samþykkt að
neyta forkaupsréttar á eyðijörð-
unum Stóra-Skógi og
Skógskoti í Miðdölum en
svissnesk hjón voru búin að
gera samning við jarðaeigendur
um að kaupa jarðirnar á tæpar
80 mkr. Haraldur Líndal
sveitarstjóri Dalabyggðar sagði
í samtali við Skessuhorn það
væri vilji sveitarstjórnar að
tryggja að jarðir væru notaðar
undir landbúnaðarstarfsemi.
Tveir aðilar hafa lýst yfir áhuga
sínum til að nýta þessar jarðir
undir slíka starfsemi og því hafi
verið tekin sú ákvörðun um að
neyta forkaupsréttar. Haraldur
sagði of algengt að reynt væri
að fara fram hjá forkaupsréttar-
ákvæðinu við sölu jarða. Ný-
lega féll dómur í héraðsdómi
Vesturlands vegna sölu jarðar-
innar Vogs á Fellsströnd en
Dalabyggð fékk ekki tækifæri til
að neyta forkaupsréttar þar.
Héraðsdómur dæmdi Dala-
byggð í vil og segir Haraldur að
þar með sé jafnvel komið í veg
fyrir að tvær jarðir á Fellsströnd
fari úr ábúð, Vogur og Galtar-
tunga. Haraldur segir það lyk-
ilatriði að halda ábúð og búskap
á jörðum í Dalabyggð og því sé
rétt að sveitarfélagið grípi inn í
og neyti forkaupsréttar ef hægt
er að tryggja að þær séu nýttar
til búskapar.
Samkvæmt heimildum
Skessuhorns eru öll útihús á
Stóra-Skógi og Skógskoti ónýt
og íbúðarhúsin nýtt sem sumar-
hús og ólíklegt að búskapur
standi undir jarðakaupunum og
uppbyggingu útihúsa. Þeir sem
hafa sýnt áhuga á að kaupa jarð-
irnar eru heimamenn en
Skessuhorn hefur ekki heimild-
ir um hvernig þeir hyggjast
nýta jarðirnar að svo stöddu.
Norðurá boðin út og Grímsá
hugsanlega einnig
Veiðifélag Norðurár hefur
tekið ákvörðun um að bjóða
ána út frá og með sumrinu
2006 en núverandi leigusamn-
ingur við Stangveiðifélag
Reykjavíkur rennur út í vertíð-
arlok árið 2005.
Hugsanlega verður farin
sama leið í Veiðifélagi Grímsár
og Tunguár en aðalfundur fé-
lagins verður haldinn n.k.
laugardag.
Þar verður
rætt um
hugsanlegt
útboð en fé-
lagið hefur
sjálft selt
veiðileyfi í
árnar síð-
ustu ár.
Glanni í Norðurá.
Gylfi ráð-
inníKB
banka
Gylfi Árnason viðskipta-
fræðingur hefur verið ráðinn
útibússtjóri KB banka í
Borgarnesi og mun hann
hefja störf fljótlega. Um
fjörutíu umsækjendur voru
um stöðuna.
Gylfi er búsetmr í Borgar-
nesi en hann hefur undan-
farin ár starfað sem aðalbók-
ari Norðuráls á Grundar-
tanga en þar áður var hann
fjármálastjóri Kaupfélags
Borgfirðinga.
Afmælis-
gjafir
I tilefni af 15 ára afmæli
Bónusverslananna, þann 20
apríl, veitti Bónus styrki til
ýmissa góðgerðamála að
upphæð 15 milljónir sam-
tals. Tveir aðilar af Vestur-
landi fengu styrki að þessu
tilefni. Torfi Lárus Karlsson,
sjö ára drengur í Borgarnesi
fékk styrk að upphæð 500
þúsund en hann hefur frá
fæðingu glírnt við sjaldgæfan
sjúkdóm og þarf að gangast
undir viðamikla aðgerð í
Bandaríkjunum. Einnig
hlaut félagið Þroskahjálp á
Vesturlandi styrk að sömu
upphæð.
/
Utafakstur
Tvo umferðaróhöpp urðu
í umdærni Borgarneslög-
reglu síðastlinn mánudag
ení báðum tilfellum var um
útafakstur að ræða. Annars
vegar fór bifreið út af vegin-
um við Svignaskarð í Staf-
holtstungum og stöðvaðist í
vegarskurði en að sögn lög-
reglu er talið að bifreiðin
hafi lent í lausamöl með um-
ræddum afleiðingum. Hitt
óhappið varð við Forna-
hvamm í Norðurárdal en
talið er að bílstjórinn hafi
dottað við stýrið.
I báðum tilfellum voru
ökumenn fluttir á sjúkrahús
í Reykjavík en meiðsli þeirra
reyndust ekki alvarleg.