Skessuhorn - 21.04.2004, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004
Nýr vísnaþáttur Skessuhoms
Miðvikudaginn 7. maí 2003
skrifaði fyrrverandi sauðfjár-
bóndi mér langt bréf í Skessu-
hornið. Undir bréfið var ritað
kvenmannsnafn. En það undar-
lega var að mér fannst ég vera að
lesa bréf ffá gömlum kalli með
rembu upp í kok.
Nú, tæplega 11 mánuðum síð-
ar fæ ég svo annað tilskrif í
Skessuhornið í formi 10 erinda
vísnaflokks. Erfið meðganga.
Og hvað kemur í ljós? Vísurnar
eru undirskrifaðar af sömu konu
og ffá í vor, en hver er höfundur-
inn? Mér fannst ég finna sömu
karlrembuna og fyrr.
Ein spurning hvarflar að mér.
Hvers vegna svarar fyrrverandi
sauðfjárbóndi mér ekki í Morg-
unblaðinu eða Fréttablaðinu, þar
sem ég hef skrifað síðan í haust?
Neituðu blöðin að birta þennan
leirburð?
Þótt níðvísur séu, er ég þakk-
Iát honum fyrir að hafa fyrir því
að endurtaka skoðanir mínar á
landbúnaði.
Hitt er þó annað mál að nokk-
ur atriði í þeim verð ég að leið-
rétta.
1. Eg er úr sveit.
2. Eg man ekki efrir að hafa
sagt að kindakjöt væri óætt.
3. Hef aldrei sagt bændur vit-
lausa eða hinn versta lýð. Þeir
kalla mig aftur á móti öllum ill-
um nöfnum.
4. Hef aldrei sagt að „afleggja"
skuli alla fjárbændur, aðeins
fækka þeim. Sama gildir um fé.
Eg þekki meira að segja einn
bónda sem hefur haft atvinnu af
því að fækka bændum. Svo ekki
er ég að finna þetta upp.
5. Eg hef ekki kennt núver-
andi bændum um ástand gróður-
hulunnar, heldur bent á að þetta
sé arfur kynslóðanna. Neyð og
fákunnátta fortíðar. En nú er
öldin önnur og menn upplýstir
um ástandið og gott tækifæri til
að hætta hjarðmennskunni.
6. Eg treysti mér mjög vel til
að fræða, bæði lækna og löggur,
rétt eins og aðra landsmenn, um
skelfilegt ástand landsins okkar.
Svo langar mig til að rifja hér
upp, út á hvað mín skrif hafa
gengið, svona í aðal atriðum. Það
er alveg sársaukalaust af minni
hálfu þótt bændur kalli það
„leiðbeiningar í landbúnaði“.
1. Mín skoðun er sú, að hætta
eigi að gefa bændum peninga
undir nafninu „beingreiðslur“
Mín skoðun er sú, að þeir eigi að
nota bankana ef þeir þurfa að
fjárfesta, rétt eins og við í þétt-
býlinu þurfum að gera. Með
styrkjum til sauðljárbænda er ég
neydd, af hinu opinbera, til að
taka þátt í að ganga á fátæklegan
gróður landsins, sem kemur í veg
fyrir að fjölbreytt plöntuúrval
geti dafnað, og stuðlar jafnffamt,
ásamt öðrum þáttum, að ofbeit
og gróðureyðingu.
2. Mín skoðun er sú, að þar
sem sauðfjárbændur framleiða
meira kjöt en þeir geta selt, er
ekkert annað ráð en að fækka fé
og þar með bændum. Ég mót-
mæli því harðlega að þurfa að
borga bæði með seldu sem ó-
seldu kjöti.
3. Mín skoðun er sú, að allan
búpening eigi að hafa í beitar-
hólfum og banna alla beit í brött-
uin hlíðum og á afréttum.
4. Mín skoðun er sú, að hætta
eigi útflumingi á lambakjöti. Of
dýrt spaug fyrir land og þjóð.
Hugsið ykkur! 184 tonn þurfti til
að framleiða 80 tonn í ofalda
Bandaríkjamenn! Sem segir okk-
ur það að aðeins bestu bitarnir
fara úr landi.
5. Mín skoðun er sú, að ffiða
eigi allt kjarr fyrir beit.
6. Mín skoðun er sú, að snjó-
hvítt, glansandi heyrúlluplast
eigi alls ekki heima í grænum
gróðri og þess vegna eigi það að
vera falið bak við grindverk eða
gróður. Nú... eða einhver um-
hverfisvænni litur valinn.
7. Mín skoðun er sú, að allt
kapp verði lagt á að græða upp
eyðimerkur íslands.Veit reyndar
að margir eru byrjaðir nú þegar,
en betur má ef duga skal. Munið;
gróðurhulan þekur aðeins 25%
af landinu, áður 75%! Aðeins
4% af gróðurhulunni eru alveg
heil. Síðan er allt hitt mismun-
andi mikið rofið eða skemmt.
Það hefur tekið Landgræðsluna
tæp 100 ár að endurheimta um
1% horfins gróðurs og má kalla
það þrekvirki. Þetta er nefnilega
grafalvarlegt mál, ástandið á
landinu, og mjög erfitt að bæta
skaðann sem orðinn er.
8. Mín skoðun er sú, að ekki
spilli að rækta skóg. Ekkert endi-
lega á grónu landi... en það verð-
ur helst að vera einhver jarðveg-
ur til staðar!
Satt er það, fyrverandi sauð-
fjárbóndi, að ljós á lampa gat
ósað í upphafi en varð óðar að
björtu og sterku ljósi sem gat lýst
upp hvert skúmaskot í bænum ef
rétt var á haldið.
Kannski mitt litla Ijós, sem þú
segir ég láti skína, eigi líka eftir
að verða bjart og sterkt og lýsa
upp hin dimmu skúmaskot sem
landeyðingin er.
Margrét Jónsdóttir, Melteigi 4,
Akranesi melteigur@simnet.is
Létt ífangi, Ijúftil máls
seinni hluta vísunnar:
Fyrir stuttu
rak til mín vísu
sem er kveðin
með svokölluð-
um afdráttar-
hætti en þá er
tekinn einn
stafur framan af
hverju orði í
Skulda stærðir höldum há,
hárum skallar gróa.
Kulda tærðir öldum á
árum kallar róa.
Onnur vísa með sama bragarhætti er
eftir Jóhannes úr Kötlum:
Drósir ganga, dreyrinn niðar,
drjúpa skúrir.
Rósir anga, reyrinn iðar,
rjúpa kúrir.
Annað afbrigði þessarar bragþrautar er
þegar rímorðið styttist um einn staf í
hverri ljóðlínu:
Oft til sjós þeir strengina strekkja,
stofuklukku upp þarf að trekkja
hinumegin í húsinu er rekkja,
hvílir þar á nœturnar ekkja.
Guðmundur Ingi Kristjánsson orti eft-
irfarandi rímþraut um konu sem var að
selja kynsystrum sínum ljóðabók og eru
væntanlega fá dæmi um svo rækilega rím-
aðan kveðskap:
Fróð um þjóðar hróðurhljóð
hlóðafljóðum óð og Ijóð
stóð að bjóða gróðagóð
glóða móðu tróðan tjóð.
Vissulega er ákveðin íþrótt að ríma
málið með þessum hætti en hvort það er
vit í því er svo aftur matsatriði hvers og
eins, en hvaða vit er svosem í þessum yrk-
ingum yfirleitt ffekar en svo mörgu öðru.
Guðmundur Geirdal Eyjólfsson kvað um
mann sem honum þótti ekki sem tryggi-
legastur:
I niðamyrkri næturinnar
nœ ég oftast Ijóssins til
en í sorta sálar þinnar
sé ég aldrei handaskil.
Það er mörg myrkrakompan í
mannsálinni og kannske eins gott að lýsa
þær ekki allar of vel. Margt hefur nú ver-
ið hugsað örlítið syndsamlegt í gegnum
árin og um stúlku sem honum þótti
nokkuð girnileg til ffóðleiks sagði Kon-
ráð Vlhjálmsson:
Létt í fangi, Ijúf til máls,
Ijós og angan manna!
Rjóðan vanga, heitan háls,
hölda langar kanna.
Séra Helgi Sveinsson nefndi eftirfar-
andi erindi „Hyggindi sem í hag koma“
en þau munu hafa verið tileinkuð sterk-
efnuðum manni sem gaf heimaslóðum
sínum verulegar gjafir:
Þegar sektin sœkir að
sálarfriði manna,
flýja þeir oft í felustað
frjálsu góðverkanna.
Til að öðlast þjóðarþögn
Þegar þeir aðra véla
gefa sumir agnarögn
afþví sem þeir stela.
Ekki veit ég hvort það hefur verið um
sama mann sem R S. orti eftirfarandi
enda hefur það lengi verið í tísku að öf-
unda þá sem vel gengur:
Ranglátir snauðra reitum ná,
ranglátir aftur tapa.
Andskotinn sækir auðlegð þá
sem ágjarnir saman skrapa.
Alltaf nálgast vorið okkur um einn dag
í einu hvort sem þeir verða nú margir eða
fáir dagarnir sem þreyja þarf eftir alvöru
vorkomu. Olafur Sigfusson frá Forsælu-
dal hugsaði til vorsins á þessa leið:
Jurtum hlýjar jörð á ný,
jafnvel skýin brosa.
Guð er að vígja gróður í
gömlum dýjamosa.
Björn Ingólfsson upplifði vorkomuna
hinsvegar með sjónarhorni gamalla
sveitamanna:
Óðum lœtur undan síga
allt sem fyrr var dimmt og kalt.
Fara út að morgni að míga
menn í björtu um landið allt.
Margir fyllast ferðahug á vorin og
kunna sér þá varla læti fyrir innri þörf
sem knýr þá til hinna furðulegustu ferða-
laga sem aftur á móti orsaka ennþá
furðulegri umferðarslys. Um einkenni-
legt umferðaróhapp á Akureyri þegar há-
æruverðugur ritstjóri úr Borgarnesi lenti
í árekstri við skip langt uppi á landi orti
Guðmundur Þorsteinsson:
Gísla með geðsmuni ríka
má gjarna við þjóðhetju líkja.
Hann varð ekki mát
þó að mætti hann bát
en mceltiþá: „Eigi skal víkja"
Á vorin kemur líka þessi þörf manna til
að snyrta og fegra umhverfi sitt og vakna
þá jafnvel smiðshæfileikar sem lítið hafa
látið á sér bera. Hannes Sigurðsson sá
skógarþröst á nýsmíðuðu grindverki sínu
og hafði sínar hugmyndir um álit þrastar-
ins á handverkinu:
Það er kominn gestur á grindverkið,
gæti hann verið að skoða handverkið?
Sérðu, nú hlær hann - helvítið,
svo hátt að það glymur um nágrennið.
Selur nokkur hugðist leggja leið sína í
byggingarvöruverslun K. B. Væntanlega
í verslunarerindum, en var stöðvaður á
leið sinni og vísað til sjávar og má það
teljast forkastanleg meðhöndlun á vænt-
anlegum viðskiptavinum kaupfélagsins.
Um þá atburði orti Guðmundur Þor-
steinsson:
Lögreglan ver okkur vel.
Hana vaska og karska ég tel.
Með viðbragði snöru
húm fann hann íJjöru.
Þá varð ekki selnum um sel.
Ekki síður kemur stundum upp trúlof-
unarþörfin í unga fólkinu á vorin og þeg-
ar Þangskála Lilja Gottskálksdóttir var í
tilhugalífinu með Pétri sem varð síðari
maður hennar orti bróðir hennar, Jón
Gottskálksson skagamannaskáld:
Rúmið færa fór í gœr
-fer það ærið betur.
Hugljúf mœr vill hafa nœr
hjartakæran Pétur.
Pétur mun þá hafa verið kominn um
miðjan aldur enda er ástin ekki eingöngu
bundin við unglingana og sumir halda
því fram að elli sé hugarástand en ekki
aldurstímabil.
Stefán Vagnsson sendi sjötugum
frænda sínum eftirfarandi símskeyti:
Fölnar nú á björkum blað,
byljir hrista lauka.
Hausta tekur, húmar að,
hræðast aldrei skaltu það:
Vorsins dísir veita þér sumarauka.
Með þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur K. Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 dd@hvippinn.is