Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2004, Page 2

Skessuhorn - 19.05.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004 L>nlð9Unu>^ Til minnU Við minnum á fótboltamessu kl 19:30 á sunnudag í Ólafs- víkurkirkju. Fótboltatímabilið í sumar hefst formlega með fótbolta- messu í kirkjunni. Knatt- spyrnumenn lesa lestra og bænir. Létt tónlist við allra hæfi. Ólafsvíkurkirkja og knattspyrnudeild Víkings bjóða til grillveislu að messu lokinni. d)®@ Koma ungu brúb- hjónin á danska daga í sumar Þórhildur? Ja, det tror jeg godt! Þórhildi Pálsdóttur, starfs- manni Stykkishólmsbœjar er líkt og öörum Hólmurum mjög um- hugaö um aö viöhalda tengsl- um milli Stykkishólms sem má segja aö sé „Cammeldansk"og Danmerkur og meöal annars tóku Hólmarar virkan þátt í há- tíöarhöldum vegna brúökaups Friöriks og Maríu á föstudag. Vectyrhorfw' Nú fer sumarið alveg ab koma. Þab mun rigna á fimmtudag og fram á laugardag en á sunnudag á sóiin vonandi eftir ab skína skært. Hitinn um 6-7 stig þó kaldast abfararnótt fimmtudags um 2 grábur. Spnrntruj viKijnnar í síbustu viku var spurt: Hvernig ket kanntu best að meta? Og þab stób ekki á svari: Lambaket 67,9%, Nautaket, 10,3%, Svínaket, 6,4%, Fugla- ket 11,5%, Hvalket 2,6%, Kann ekki ab meta ket 1,3%. / þessarri viku er spurt: Fylgdistu meö brúökaupi Friöriks krónprins og Maríu krónprinsessu? Takib afstöbu á www.skessuhorn.is VestlendiníjWr vikunrietr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, fy rrve ra n d i blabamabur Skessuhorns, sjónvarps- stjarna og nú- verandi markabs og atvinnu- fulltrúi Akraness. Sigrún kynnti stigagjöf íslands í Evróvision fyrir alheiminum á laugardags- kvöld og gerbi þab ab sjálf- sögbu meb glæsibrag. Húsnæði HB - Mynd: Friðþjófur Helgason. HB-Grandi á Akranesi: Ný vinnslulína ljölgar störfum Vinna við uppsetningu og prófanir á nýrri flæðilínu stend- ur nú yfir í vinnslusal HB Granda hf. á Akranesi. Um er að ræða nýja og fullkomna vinnslulínu frá Skaganum hf. á Akranesi sem auka mun gæði afurða og í raun valda straum- hvörfiim í vinnslunni, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, starfsmannastjóra. Samhliða innleiðingu nýrrar vinnslulína er stefnt að vaktafýrirkomulagi í vinnslunni þannig að unnið verði frá klukkan 7 til 15 á morgunvöktum en 15 til 19 á seinni vöktum. „Það liggur fyr- ir samkomulag um fyrirkomu- lag vinnutíma við Verkalýðsfé- lagið en á fundi á morgun [í dag, miðvikudagj, munu starfs- menn greiða atkvæði um þessi samningsdrög,“ sagði Guð- rnundur Páll. Hann segir að ef starfsmenn samþykki nýjan vinnutíma verði um fjölgun starfa að ræða hjá fýrirtækinu, eða allt að 30-40 ný störf. „Með vaktkerfi náum við að halda ó- brotnu vinnsluferli frá 7-19, fjölgum verkefnum, aukum af- köst til muna og fjölgum þannig störfum hjá fýrirtækinu um leið,“ sagði Guðmundur Páll að lokum. MM s Minningarreitur í Olafsvík vígður á sjómannadaginn: Minning um ástvini í fjarlægð Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Olafsvík við gerð nýs minningarreits við kirkjugarð- inn. Reiturinn er tileinkaður minningu látinna sjómanna og verður hann vígður nú á sjó- mannadaginn 6. júní nk. Að sögn sóknarprests staðarins, sr. Oskars Hafsteins Oskarssonar, varð kveikjan að framkvæmd þessari til í kjölfar sjóslyssins þegar Svanborgin SH fórst síðla árs 2001. „Þá fundum við fyrir því að slíkan minningarreit vantaði og hófst þá undirbún- ingur að verkinu. Við duttum síðan niður á listaverk, eða minnisvarða, sem Sigurður Guðmundsson, listamaður átti til á lager, en verkið hentar að- stæðum hér afar vel,“ sagði Oskar. Hann segir verkið vera hátt og tignarlegt og njóta sín vel á þessum stað fýrir opnum Breiðafirðinum. Minning um ástvini í fjarlægð er heiti verksins og er verkið táknrænt fyrir þær sakir að þeg- ar horft er í gegnum gat sem á því er opnast breytt sýn, einmitt hliðstætt því sem gerist þegar fólk missir ástvini sína; þá lítur tilveran skyndilega öðruvísi út, allt breytist og fólk sem í því lendir þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. „Minnisvarðinn stendur einn og sér en umhverfis hann verða minningarsteinar þar sem hægt verður að letra nöfh þeirra sjó- farenda sem hafa farist og ekki fundist,“ sagði Óskar. Auk minningarreitsins verður sam- hliða þessum framkvæmdum, bætt aðkoman að kirkjugarðin- um auk þess sem komið verður fyrir söguskilti á grunni gömlu kirkjunnar sem eitt sinn þjónaði söfhuðinum í Olafsvík. Oskar Hafsteinn sagði að lokum að gert væri ráð fýrir að fram- kvæmdirnar í heild sinni myndu kosta 8-10 milljónir króna. MM Eurovisjon pústrar og ölvun Steinar Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi, segir helgina hafi verið erilsama hjá þeim. „Töluverð ölvun var í héraðinu, nokkrir pústrar sam- hliða dansleik á Búðarkletti, 2 voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og í mörg horn var að líta hjá okkur. Svo virðist sem 19. sætið í Eurovisjon hafi farið illa í menn,“ sagði Steinar. A sunnudeginum voru síðan 8 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Borg- arneslögreglu. Að sögn varðstjóra hjá lög- reglunni á Akranesi fór helgin friðsamlega fram þar á bæ og vel látið af bæði umferð og skemmtanahaldi. MM Þrettán skemmtiferðaskip Þrettán skemmtiferðaskip hafa bókað komur sínar til Grundarfjarðar í sumar en í fyrra komu þangað átta slíkar fleytur. A síðasta fundi Hafnar- stjórnar Grundarfjarðarbæjar var bókað að Hafharstjórn teldi aukninguna ánægjulega og að á- ffarn eigi að halda á sömu braut við þjónustu og móttöku gesta. Þar kom einnig fram að leggja þurfi í nokkurn kostnað vegna þátttöku hafharinnar í hafnar- vemd sem ekki hvað síst sé til- kominn vegna mótttöku skemmtiferðaskipa en ýmsar ör- yggisráðstafanir þarf að gera af hálfu hafnarinnar. GE ByggÞ meira Grandarljarðarbær hyggst láta gera könnun nú í vikunni ineðal eldri borgara í sveitar- félaginu varðandi húsnæðis- þörf og óskir um staðsem- ingu íbúða fyrir aldraða. Verið er að taka í notkun nýtt hús með sjö íbúðum fýr- ir eldri borgara við Hrannar- stíg en þar er fýrir annað fjöl- býlishús ineð 8 íbúðum. Að sögn Bjargar Ágústs- dótmr sveitarstjóra er mikill hugur í fólki að byggja meira en skoðanakönnunin er liður í því að ákveða staðsemingu næsm bygginga. GE 200 miiljóna lán A síðasta fundi bæjar- stjórnar Stykkishólms var ákveðið að taka 200 milljóna króna lán hjá Verðbréfastofu Islands. Ólijón Gunnarsson segir að lántakan sé í fram- haldi af skuldabréfaútboði bæjarins frá því í fýrra. Nýja lánið verður notað til að lækka erlend lán vegna hita- veim Stykkishólms og draga þannig úr gengisáhætm. GE Nýr fram- kvæmdastjóri Friðbjörg Matthíasdóttir viðskiptafræðingur hóf störf þann 1. inaí sl. sem ffarn- kvæmdastjóri heilsugæslu- stöðvar Grundarfjarðar í 50% starfi. Hún er skipuð í starfið af heilbrigðisráðherra, enda heyrir starfið nú undir heil- brigðisráðuneyti eftir að stjórnir heilsugæslustöðva voru lagðar niður 2003. GE 17 ára í Vmnuskólann Eins og fram hefur komið í Skessuhorni býðst nú 17 ára unglingum á Akranesi vinna við Vinnuskóla Akra- ness, en það era ári eldri einstaklingar en fram að þessu hafa fengið sumar- vinnu á þeim vettvangi. Skil- yrði fýrir ráðningu er að við- komandi hafi lögheimili á Akranesi. Þessi vinna hefst 26. maí n.k. og verður unnið í 3 5 klst. á viku. Stefnt er að vinnu a.m.k. í 4 vikur en gæti orðið lengri tími, eða allt að 8 vikur, en það skýrist eftir að fjöldi umsókna ligg- ur lýrir. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.