Skessuhorn - 19.05.2004, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004
Vanhæfi-
leikar
Hinn I]ölhæfi forsætisráðherra
íslenska lýðveldisins fann það út
fyrir skömmu að forseti sama lýð-
veldis væri vanhæfur til að beita
meintu málskots - eða kannski öllu
heldur útskotsákvæði í stjórnarskrá áðurnefnds lýðveldis
og neita að undirrita lög um fjölmiðla. Forsetinn þekkir
nefnilega fullt af fólki sem þekkir annað fólk sem kannast
við ýmsa sem eru ekki með öllu ókunnugir fáeinum öðr-
um sem jafnvel eru nokkuð tengdir aðilum sem láta sig
fjölmiðlafrumvarpið einhverju varða. Ef rétt reynist þá
hefur forsetinn setið af sér heilt brúðkaup til einskis. Tár
danska prinsins til einskis í tómið runnið eins og Ríó tríó-
ið söng um á sínum tíma.
Nú er það svo að, þar sem ég hef loksins aldur til að
gegna embætti forseta, þá hefi ég eins og flestir Islending-
ar, 35 ára og eldri, íhugað það alvarlega að fara í forseta-
framboð. Tel ég að það hefði verið býsna góður kostur
fyrir íslensku þjóðina og ekki síst fyrir ríkisstjórnir næstu
ára. Ég hefði nefnilega verið tilbúinn að sverja þess fok-
dýran eið að ég myndi aldrei nokkurntíma standa fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu hvað sem í boði væri þar sem ég er
í eðli mínu andsnúinn lýðræði og þarf ekki að fjölyrða
meira um það.
Að vísu er sá hængur á að ég bý ekki svo vel að eiga út-
lenska eiginkonu og myndi það vissulega gera samkeppn-
isstöðu mína nokkuð lakari. Að vísu er konan mín úr
Skagafirðinum þannig að það er kannski á mörkunum að
hægt sé að segja að hún sé íslensk en ég er samt smeikur
um að það verði ekki tekið fullkomlega gilt. Stærsta
vandamálið er hinsvegar það að ég á urmul af ættingum
sem flestir hverjir eru að vinna einhversstaðar eða þá að
þeir þekkja einhvern sem vinnur einhversstaðar eða ein-
hvern sem þekkir einhvern sem vann einhversstaðar. Eg á
því á hættu að vera sakaður um að vera vanhæfur hvar sem
ég drep niður fæti.
Eg hef því ákveðið að hætta við fýrirhugað forsetafram-
boð mitt en legg þess í stað til að þessir fáu tímar sem eru
til stefnu til að tefla fram nýjum frambjóðanda verði nýtt-
ir til að finna kandídat sem er eins ættlaus og kostur er.
Best væri þó að hann væri eingetinn eða jafnvel með öllu
ógetinn til að minnka hættuna á ættartengslum.
Gtsli Einarsson, algjörlega vanhæfur.
Jörvi hf með lægsta
boð í Hálsasveitarveg
Fyrr í mánuðinum voru opn-
uð tilboð hjá Vegagerð ríksins í
endurbyggingu Hálsasveitar-
vegar á 8 km. löngum kafla frá
Stóra - Asi að Húsafelli en þeg-
ar þeirri framkvæmd lýkur
verður komið bundið slitlag á
alla leiðina frá Reykjavík að
Húsafelli.
Aætlaður verktakakostnaður
var 118,8 milljónir en lægsta
boð var ffá Jörfa hf á Hvann-
eyri, 88,9 milljónir króna eða
74,9% af kostnaðaráætlun. Alls
bárust tólf tilboð í verkið og
hljóðaði það hæsta upp á 136,3
milljónir króna.
GE
Framkvæmdir standa nú yfir viö sjóvarnir við hús Bátahatiarinnar á
Hellissandi. Það er Stafnafell sem sér um verkið en þeir Stafnafells-
menn þykja með eindæmum hagir á stórgrýti.
www.buvest.is
„Aðalfundur BV var haldinn
að Breiðabliki fyrir skömmu. A
dagskrá var auk venjulegra að-
alfundarstarfa að hefja endur-
skoðun samþykkta Búnaðar-
samtakanna. Að venju voru all-
margar tillögur samþykktar.
Rekstrarniðurstaða Búnaðar-
samtakanna fýrir árið 2003 var
góð og töluverð aukning á um-
fangi starfseminnar. Stöðug
aukning var á eftirspurn eftir
ráðgjafaþjónustu og starfsfólki
BV fjölgaði á árinu. Fastráðnir
starfsmenn voru 12 á árinu
2003 auk þess sem margir
starfsmenn koma tímabundið
til starfa á álagstímum.
Haraldur Benediktsson var
endurkjörinn formaður og
stjórnarmenn voru endurkjörnir
þau Sigurður B. Hansson, Guð-
ný H. Jakobsdóttir, Jón Gíslason
og Sigurgeir Sindri Sigurgeirs-
son. Varamenn í stjórn eru
Guðrún Sigurjónsdóttir, Árni B.
Bragason, Þröstur Aðalbjarnar-
son og María Líndal. Varamað-
ur formanns er Jón Björnsson.
A aðalfundinum var opnuð ný
og glæsileg heimasíða Búnaðar-
samtakanna og kynnt nýtt net-
fang.
Slóð heimasíðunnar er
www.buvest.is og netfangið
bv@bondi.is“
Stjórn KJALAR f.v. Anna Ólafsdóttir varaformaður, Guðbjörg Antons-
dóttir ritari, Bára Garðarsdóttir, meðstjórnandi, Hörður Hjálmarsson,
gjaidkeri, Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður og Guðmundur Þór
Brynjúlfsson varamaður. Á myndina vantar Jón Hansen varamann.
Kjölur stofiiaður
Laugardaginn 15. maí sl. var
haldinn sameiningarfundur
fimm stéttarfélaga. Þar samein-
uðust Starfsmannafélag Borg-
arbyggðar, Starfsmannafélag
Akureyrar, Félag opinberra
starfsmanna í Húnavatnssýsl-
um, Starfsmannafélag Dalvík-
urbyggðar og Starfsmannafélag
Siglufjarðarkaupstaðar. Hið
nýja sameinaða félag heitir
KJÖLUR stéttarfélag.
I hátíða-
skapi
Undirbúningur er hafinn
vegna bæjarhátíða sem
haldnar verða á flestuin
þéttbýlisstöðum á Vestur-
landi. Sú fýrsta verður vænt-
anlega Borgfirðingahátíð en
hún er að þessu sinni dagana
10 - 13. júní. Hera Hallbera
Björnsdóttir hefur verið ráð-
in starfsmaður hátíðarinnar
sem haldin er af sveitarfé-
lögunum í Borgarfirði norð-
an Skarðsheiðar. Þá hefur
Félag atvinnulífsins í
Grundarfirði einnig ráðið
starfsmann til að annast
undirbúning hátíðarinnar A
góðri stundu sem verður
haldin síðusm helgina í júlí.
Hrafnhildur Jóna Jónasdótt-
ir var ráðin til starfans en
hún fær einnig það verkefhi
að undrbúa gerðs nýs kynn-
ingarbæklings um Grundar-
fjörð.
Einkasýn-
ing Erlu
Fimmtudaginn 20. maí
2004 opnar Erla B. Axels-
dóttir sína 16. einkasýningu
í Kirkjuhvoli á Akranesi. A
sýningunni eru um fimmtíu
verk sem öll eru unnin á s.l.
tveim til þremur árum.
A efri hæð hússins gefur
að líta pastelnryndir stórar
og smáar. Pastelnryndirnar
vinnur Erla oftast úti við og
fangar mótívið á staðnunr.
A neðri hæðinni era olíu-
verk. I olíuverkunum brýmr
Erla mótívið meira upp og
leyfir því sem hefur áhrif á
hana í nánasta umhverfi að
koma til sín og fléttast inn í
verkin. Og hið óvænta fær
að gerast. „Með þessu finn
ég frelsi og kemst nær sjálfri
mér“. I gilinu er umhverfið
endalaus brunnur hug-
mynda, nálægðin við það
sem hún þekkir svo vel.
Erla stofnaði ásamt fjór-
um öðrum listakonum Art-
Hún gallerí og vinnustofur í
Reykjavík. Art-Hún var
rekið í 12 ár. Nú hefur Erla
sína eigin vinnustofu í Bol-
holti 6, í Rvík. Erla hefur
tvívegis fengið vinnustofu í
Cité International des Arts í
París og verður næsta sýning
hennar þar í október á þessu
ári.
Erla er meðlimur í SIM
og FÍM.
Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga frá kl.
15:00 til 18:00 og stendur
til sunnudagsins 6. júní
2004.
(fréttatilkynning)