Skessuhorn - 19.05.2004, Síða 5
joI,S9Unu^
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004
5
Fjölnotahús og ný sundlaug á
Jaðarsbökkum
Nefnd sem skipuð var af bæj-
arstjórn Akraness seint á síðasta
ári og ætlað var að skoða fram-
kvæmdir í íþróttamálum á
Akranesi, skilaði af sér skýrslu í
síðustu viku. Nefndina skipuðu
íjórir aðilar frá bæjaryfirvöldum
auk Sturlaugs Sturlaugssonar,
formanns Iþróttabandalags IA.
Fram kemur í skýrslunni að
nefndinni var ætlað að skoða frá
öllum hliðum fjölnota æfmga-
hús, stækkun áhorfendastúku á
Jaðarsbökkum, málefni sund-
laugar og golfvallar og eru
megintillögur nefhdarinnar eft-
irfarandi. Stefna beri að bygg-
ingu fjölnota íþróttahúss, sem
verði að flatarmáli 110 m x75
m. Leita skal eftir tilboði í ein-
angrað og upphitað hús annars-
vegar og hinsvegar í óeinangrað
og óupphitað hús. Gert er ráð
fyrir að gervigrasið verði af
bestu gerð og umhverfis það
verði hlaupabraut með
tartanefhi.
Varðandi sundlaugarmálin
telur nefndin að athuguðu máli
það heppilegast að ef byggð
verði ný sundlaug skuli hún rísa
á Jaðarsbökkum og vera í
tengslum við núverandi laugar-
mannvirki. Nefndin telur það
einnig góðan kost að byggja yfir
núverandi sundlaug og byggja
þar einnig útisundlaug.
Þá leggur nefhdin til að nú
þegar verði hafinn undirbún-
ingur að stækkun áhorfenda-
stúku á Jaðarsbakkavelli sé mið-
að við að stúkan taki í heild allt
að 1200 manns.
Ekki allir sáttir
Tillaga nefndarinnar sem
snýr að golfklúbbnum er nokk-
uð almennt orðuð þó nokkur á-
kveðin atriði séu talin upp. Lagt
er til að í nýjum framkvæmda-
samningi milli GL og bæjarins
verði framgangi ákveðinna at-
riða fastmótaðri.
Að sögn Gísla Gíslasonar
bæjarstjóra og eins af meðlim-
um nefndarinnar er ekki full-
ljóst hvenær ráðist verður í
framkvæmdir á ofangreindum
tillögum en búast má við að á-
kvörðun um framhaldið liggi
fyrir fljótlega. Búið er að senda
skýrsluna til Iþróttabandalags-
ins og tómstunda- og forvarna-
nefndar til umsagnar. Að því
loknu mun bæjarráð fjalla um
málið.
Ekki eru allir á eitt sáttir með
störf bæjaryfirvalda í þessu rnáli
og hefur Jón Orn Arnarson
vakið á því athygli. Jón sagði í
samtali við Skessuhorn að
vinnubrögðin í þessu máli
gangi þvert á samstarfssamning
meirihlutans þar sem fram er
tekið að bæjarbúar skuli hafðir
með í ráðum þegar svona stórar
framkvæmdir eru á teikniborð-
inu. Það hafi hinsvegar ekki
verið gert og við það er hann ó-
sáttur. „Um allt land er oft á
tíðum haldnar hugmyndasam-
keppnir þar sem allir geta lagt
inn tillögur en í þessu tilfelli
eru hlutirnir matreiddir ofan í
fólk sem á svo að gera athuga-
semdir. Eg hlakka til að sjá
hvernig þeir ætla að kynna
þetta fyrir fólki,“ sagði Jón, en
hann sendi á sínurn tíma sjálfur
inn tillögur um hvernig fjöl-
notahúsið skyldi líta út. Fram
kemur í skýrslunni að nefndin
fjallaði efnislega uin þessar til-
lögur Jóns og ræddi einn með-
limur nefndarinnar við hann.
Komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að hugmynd Jóns sé bæði
dýr í framkvæmd og rekstri.
Aðspurður um ummæli Jóns
varðandi skort á íbúalýðræði á
Akranesi sagði Gísli að skýrslan
væri bara einn þáttur í umræð-
una og um málið ætti eftir að
fjalla á ýmsum stöðum áður en
endanleg ákvörðun verður tek-
in.
HJH
Katanes í Hvalfjarðarstrandarhreppi
HRV
ENBINEERMG
Mat á umhverfisáhrifum
Drög að matsskýrslu
Áformuð er kynning á drögum að
matsskýrslu rafskautaverksmiðju á Katanesi
fyrir Kapla hf. Kynningin stendur yfir frá
laugardeginum 22. maí til þriðjudagsins 2.
júní 2004. Drögin má nálgast á vefsíðu HRV
(www.hrv.is).
Eintök af drögunum verða einnig aðgengileg
á skrifstofum Hvalfjarðarstrandarhrepps og
Skilmannahrepps, í veitingaskálanum
Ferstiklu, að Hlöðum og f Heiðarskóla í
Leirársveit.
Óskað er eftir athugasemdum og
ábendingum við drögin og berist þau til
Axels Vals Birgissonar, Hönnun hf.
Grensásvegi 1, 108 Reykjavík eða á
axel@hrv.is.
Auglýsi ngasínm' n n er
433 5500
/WAoz/tf/t d /lýya/i og^ yftV'SÍfeya/t uef*oA/uw a/tt
^feutfafyó/ta^/a d /W/af/a/aíf WWW»WEST«IS
006
West.is - Afþreying - Mozilla
CD
Afþreying á Vesturiandi
Skö # Q
N http://wmv.west.ís/default.asp?sid_id = 7236&tre_rod = 001I001i&tid-15 [ Search
■£ Home tDBookmarks vmozilla.org Latest Builds
m Afþreying
í Fjórhjólaferðir
j Golf
j Gönguferðír
í Hellaskoðun
Hestaleigur
| Hvalaskoðun
Kajak leigur
Reiðhjólaleigur
j Siglingar
j Söfn og sýningar
j Sundlaugar
j Veiðar
; Ahugaverðir staðir
V* Gagnvirkt kort
Gisting
(CO------------------J--
-,a..gt..%r □
Á Vesturlandi er fjölbreytt afþreying í boöi fyrir heimamenn og gesti- hvort heldur sem menn kjósa að
njóta útiveru í fallegri néttúru, eða heimsækja staði sem miðla sögunni og menningararfinum.
Hér er að finna fjölmargar sundlaugar, golfvelli og hestaleigur, hér eru fjölmargar gönguleiðir í fjölbreyttu
landslagi, hér er fjórhjólaleiga, hvalaskoðun,bátsferðir og boðið upp á fjölmargar skoðunarferðir.
Sagan og menningin fylgir gestum svæðisins hvert fótmél, og víða má sjá minnismerki um merka staði
eða hetjur sem riðu hér um héruð og settu mark sitt á svæðið. Fjöldi safna er á Vesturlandi, og mörg
þeirra einstök í sínni röð.
Má þar nefna Safnasvæðið að Görðum á Akranesi, Búvélasafnið á Hvanneyri, Sjómannagarð á
Hellissandi, Heimskringlu/Snorrastofu í Reykholti auk þess sem sérstakar sýningar hafa verið settar upp
víða, eins og Skógasýning Safnahúss Borgarfjarðar og Sögumíðstöð Eyrbyggja í Grundarfirði.
Afþreying sem í boói er á Vesturlandi er að finna skipt eftir flokkum undir linkunum til vinstri.