Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2004, Side 6

Skessuhorn - 19.05.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004 ani^aunui. Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi, í Borgarnesi, hefst þriðjudaginn 1. júní og lýk- ur 3. júni (með fyrirvara um fjölda skráninga). Tekið verður við skráningum á skrifstofú Bún- aðarsamtaka Vesturlands (BV) í síma 437-1215, fax 437-2015 og bv@bondi.is til lok dags fimmm- dagsins 27. maí. Sýningargjald verður 6.500,- kr. og þarf að greiðast fyrir lok dags 27. maí. Aðeins þau hross sem greitt hef- ur verið fyrir verða skráð til sýn- ingar. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu BV eða inn á reikning nr. 1103-26-104, kt: 461288-1119 (taka fram fyrir hvaða hross er verið að greiða, nr. skv. WF). Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun tíl BV. Sé greitt í heimabanka vinsamlega sendið greiðslukvitt- un á bv@bondi.is . Ekki verður hægt að greiða fyrir hross á sýn- ingarstað! Sýningargjöld eru endurgreidd að hálfu ef látið er vita um forföll áður en dómar hefjast. Röðun knapa í hverju holli verður birt á heimasíðu BV www.buvest.is. Rétt er að benda á að þegar hross eru skráð til sýningar þarf viðkomandi að hafa á takteinum fæðingamúmer hrossins, kenni- tölu eiganda og sýnanda. Einnig er mikilvægt að þeir sem greiða í banka muni að taka ffam fyrir hvaða hross er verið að greiða, bæði fæðingamúmer og nafh á hrossinu þarf að koma fram. O- frávíkjanleg regla er að búið sé að taka blóðpmfu úr öllum stóð- hestum, jafnt ungfolum sem eldri hestum, sem koma til dóms. Ungfolar sem aðeins er komið með tíl að fá umsögn en ekki formlegan dóm þurfa þó ekki að uppfylla þessi skilyrði. Rétt er að minna á að öll hross sem koma tíl dóms skulu ein- staklingsmerkt þ.e. ffost-eða ör- merkt. Skal þeirri merkingu vera lokið þegar hrossin era skráð tíl leiks. Annað sem rétt er að minna á er að eigendaskiptí á hrossum verða að berast skrif- lega og tímanlega svo tryggt sé að búið sé að ganga ffá eigenda- skiptunum áður en sýningar hefjast. Eigendum hrossa sem ekki eru grannskráð er einnig bent á að drífa í að grannskrá þau sem allra fyrst og láta einstaklings- merkja þau. Rétt er að taka fram við þann sem einstaklingsmerkir að vottorðið þurfi að berast Bændasamtökum Islands/Bún- aðarsamtökum Vesturlands sem allra fyrst svo búið sé að skrá ein- staklingsnúmerið áður en hross- ið mætír til sýningar. Líkt og á síðastliðnu ári verða nú framkvæmdar eismamæling- ar á stóðhestum tíl viðbótar hin- um hefðbundnu inælingum. Það eru vinsamleg tílmæli tíl eigenda/umráðamanna stóð- hesta að undirbúa hesta sína með þeim hættí að mælingar þessar vinnist auðveldlega. Allar reglur er lúta að kyn- bótasýningum má m.a. nálgast á vef Bændasamtaka Islands (www.bondi.is). Þar má finna nýjustu reglur þar að lútandi. {'fréttatilkynning) Ferðatorg 2004 Markaðstorg innlendrar terða- þjónustu, Ferðatorg 2004, var haldið 7.-9. maí I Smáralind í Kópavogi. Þar kynntu lands- hlutamiðstöðvar og fleiri aðiiar framboð í ferðaþjónustu hér á landi en að þessu sinni var sér- stök áhersla lögð á gönguferðir og golf. Mikil ásókn var í bás Vesturlands þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni á sunnudeginum. Þá stundina kynntu Vesturland þau Hrafn- hildur Tryggvadóttir forstöðu- kona UKV, Símon Aðalsteinsson frá Golfklúbbi Borgarness, Þor- kell Símonarson frá Garðavelli undir jökli og Ftakel Óskarsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, en þær siðastnefndu eru báðar markaðsfulltrúar hjá Akranes- kaupstað. MM Orugg börn Að undanförnu hafa Kiwan- ismenn fært öllum sex ára börn- um (fæddum 1997) á landinu reiðhjólahjálma. Um er að ræða átak til að stuðla að auknu ör- yggi barna á reiðhjólum. 4200 sex ára börn fengu hjálmana að gjöf og þrautabók sem inni- heldur fróðleik um öryggi á reiðhjóli og þrautír. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex ára börn á landinu fá hjálm að gjöf og að baki liggur samn- ingur þriggja aðila, Kiwanis, Eimskips og Flytjanda. Eimskip flytur hjálmana til landsins, Flytjandi sér um dreifinguna, og Kiwanismenn afhenda hjálmana í skólurn landsins. GE yeiátinf/ ('(fvNtnar Umsjón: Iris Arthúrsdóttir. Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða rcttinum (500 kb eða Magnaður Mangó-pottréttur Þetta er góður og auðveldur lambakjöts pottréttur. Mangóið gefur honum sérstakt bragð og svo má skella út í því grænmeti sem fólki finnst gott. 1 stykki úrbeinað lambalæri (eða samsvarandi magn af lambakjöti) 1 msk Paprikukrydd 1 msk Karrý 1 krukka Mangó Chutney 1 laukur 1 paprika slatti af sveppum 1 poki baby gulrœtur 1/21. rjómi Skerið kjötið í hæfilega bita og brúnið á pönnu. Brytjið lauk, papriku, gulrætur og sveppi. Setja allt í pott ásamt smá vatni, mangóinu og kryddi. Látíð malla í 30 mínúmr, bætíð rjómanum út í síðast. Svo má salta og pipra að vild. Borið firam með hrísgrjónum, fersku salati og hvídauksbrauði. HUSRAÐ Við sólbruna er gott að bera hreinajógún eða Aloe Vera gel á brennda svteðið. stærri), fullu nafinii, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is Vesturland Kiwanismenn í Borgarnesi voru f lögreglufylgd þegar þeir afhentu börnum f Grunnskólanum í Borganesi hjálma. Á myndinni sýnir Alda Baldursdóttir lögreglumaður rétta notkun á hjálmi. Fyrirsætan er Erta Björk Kristjánsdóttir. Mynd: Guðrún Vala Fréttir frá Sambandi borgfirskra kvenna Sjötugasta og þriðja sam- bandsþing S.B.K var haldi í Ensku húsunum við Langá á vordögum. Gestir fundarins voru Helga Guðmundsdóttir forseti Kvenfélagasambands Is- lands, Elva Þorgrímsdóttir frá Leiðbeiningarstöð heimilanna, Guðríður Olafsdóttir félags- málafulltrúi Orykjabandalags Is- lands og Margrét Guðmunds- dóttir forstöðukona Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Sögðu þær frá störfum sinna fé- laga og stofnana. Ingrid Khulm- an fr á Þekkingarmiðlun ehf flutti erindi um „Að finna manneskj- una í sjálfum sér“. Að endingu sagði hún: „Það er ótrúlega mik- ils virði að hafa trú á sjálfum sér, við getum ekki ædast til þess að aðrir hafi trú á okkur ef við höf- um það ekki sjálfar.“ Tvær tíllögur vora samþykkt- ar og var sú fyrri svohljóðandi: „Að færa Kvenfélagi Hringsins árnaðaróskir í tilefni af 100 ára afrnæli Hringsins með sérstöku þakklæti fyrir þann hlýhug sem þær sýna landsbyggðarfólki. Hringskonur gáfu fé tíl kaupa á húsnæði fyrir foreldra utan af landi sem þurfa að dvelja í höf- uðborginni á meðan bömin era til aðhlynningar á spítalanum. Seinni samþykktín var að gefa 100.000 krónur til Minningar- sjóðs Guðmundar Böðvarssonar í tilefni af hundrað ára fæðing- arafmæli skáldsins á þessu ári. Að öðra leiti var fundurinn með hefðbundnu sniði. Stjóm Sambands borgftrskra kvenna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.