Skessuhorn - 19.05.2004, Síða 7
a&CsauHu.^
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 2004
7
Ibúum fækkar lítillega
Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Hagstofunnar um búferla-
flutninga í mánuðunum janúar
til mars í ár, þá fækkar íbúum á
Vesturlandi um 36 (burtfluttir
umfram aðflutta). Mest fækkar
á Akranesi um 38 íbúa, en mest
fjölgar í Dalabyggð, eða sam-
tals um 9 íbúa.
Búferlaflutningar eftir sveit-
arfélögum janúar-mars 2004
Aðfluttir umfram brottflutta
Hvalfjarðarstrandarhreppur 5
Skilmannahreppur 0
Innri-Akraneshreppur 1
Akranes -38
Leirár- og Melahreppur 0
Borgarfjarðarsveit -4
Skorradalshreppur 0
Hvítársíðuhreppur 1
Borgarbyggð 1
Kolbeinsstaðahreppur 0
Eyja- og Miklaholtshreppur -3
Snæfellsbær -5
Grundaríjarðarbær 3
Helgafellssveit 1
Stykkishólmur -4
Saurbæjarhreppur -3
Dalabyggð 9
Samtals -36
MM
Frá niðurrifi hússins í síðustu viku.
Rauða myllan rifin
Húsið við Stillholt 2 á Akra-
nesi, sem gjarnan hefur verið
nefnt Rauða myllan, var rifið í
síðustu viku. Húsið var byggt
árið 1959 fyrir Kaupfélag Suð-
ur-Borgfirðinga sem verslun og
var starfrækt allar götur þar til
Kaupfélagið hætti starfsemi.
Eftir það var ýmis starfsemi í
húsinu svo sem veitingastaður-
inn Rauða myllan, hárgreiðslu-
stofa og fleira.
Að sögn Björns S Lárusson-
ar, framkvæmdastjóra Markvert
ehf., verður strax hafist handa
við byggingu íbúðarhúsnæðis á
lóðinni en þar munu verða 6
íbúðir á tveimur hæðum. Það er
Markvert ehf sem byggir, en á-
ætlað er að framkvæmdum
verði lokið í haust og íbúðirnar
þá seldar á almennum markaði.
„Til stóð að byggt yrði fyrir
aldraða á lóðinni en af því varð
ekki þar sem húsið var minnkað
niður í þá stærð sem fyrra hús
var,“ sagði Björn í samtali við
Skessuhorn. MM
Hópurinn að leggja í hann frá Æðarodda.
Mynd: Hilmar Sigvaldason.
Hópreið Dreyra
Dreyrafélagar á Akranesi
fengu góða heimsókn sl. laug-
ardag þegar félagar úr hesta-
mannafélaginu Herði í Mos-
fellsbæ komu með fáka sína í
heimsókn. Farið var með gest-
unum í útreiðartúr upp að
Akrafjalli og slegið að því
loknu upp veislu í félagsheim-
ili Dreyra. Jón Sólmundarson
formaður Dreyra sagði í sam-
tali við Skessuhorn að heim-
sókn af þessu tagi væri nýjung,
sem vafalaust myndi verða
endurtekin og endurgoldin
með ferð Skagamanna í Mos-
fellsbæinn síðar. Alls voru 65
manns í ferðinni sem þótti
takast mjög vel.
MM
Vor undir jökli
Vorhátíð Snæfellsbæjar
Dagana 21. - 23. maí næst-
komandi verður vorhátíð Snæ-
fellsbæjar haldin öðru sinni.
Ekki veitir af að njóta vors-
ins eftir kuldaköst síðustu
vikna.
Sem fyrr stefnum við á heil-
brigða útivist, skemmtilegar
uppákomur fyrir alla fjölskyld-
una, söng, dansleik og tón-
leika, góðan mat og menningu.
Við bjóðum upp á allt það
besta sem Snæfellsbær hefur að
bjóða.
Dagskráin hefst eftir hádegi
föstudaginn eftir uppstigning-
ardag og stendur alla helgina,
vítt og breitt um bæjarfélagið.
Þetta er í annað skipti sem
ferðaþjónustuaðilar í Snæfells-
bæ leggja í þetta samstillta átak
til að vekja athygli á kostum
bæjarfélagsins og er slík sam-
vinna í ferðaþjónustunni til
fyrirmyndar.
Allir sem vilja njóta fjöl-
skylduvænnar helgar í fallegu og
afslöppuðu umhverfí eru hvattir
til að láta sjá sig helgina 21.-23.
maí í Snæfellsbæ, þar sem Jökul-
inn ber við loft.
('fréttatilkynning)
Söngvaka í
Lyngbrekku
Næstkomandi laugardag,
22. maí, verður almenn
söngvaka í Lyngbrekku og
hefst hún stundvíslega kl. 21.
Þetta er sjötta vakan af slíku
tagi sem þar er haldin, en sú
fyrsta var vorið 1999. Hér er
fyrst og fremst um venjulegan
fjöldasöng að ræða þar sem
fólk kemur saman og syngur
við píanóundirleik eftir til þess
gerðum textaheftum, og er
gert ráð fyrir að samkoman
standi til kl. 1.
Venjulega hafa einhver
skemmtiatriði verið á vökunni
og má búast við að svo verði
einnig nú. Aðgangseyrir er kr.
1000 og er kaffi innifalið.
Undirleikari verður Bjarni
Valtýr Guðjónsson.
('fréttatilkynning)
Látum hendur standa
fram úr ermum!
Laugardaginn 22. maí verður hið árlega
hreinsunarátak í Borgarnesi. Við
hvetjum því íbúa til aó taka til hendinni \ r
og hreinsa lóðir sínar og fjarlægja þaðan
allt rusl. Starfsmenn Njarðtaks verða síðan á
ferðinni og fjarlægja ruslið. Því viljum við biðja fólk um
að búa vel um ruslið og setja það út við götu.
Þá væntum við þess að trjágreinar sem standa út á
gangstéttar og stíga og hindra umferð verði klipptar.
Loks viljum við beina því til eigenda ónýtra og númerslausra
bíla að fjarlægja þá hið fyrsta svo ekki þurfi að koma til
frekari aógerða.
Tökum höndum saman og nýtum laugardaginn 22. maí til
að fegra og bæta umhverfi okkar!
J
V .
i
f
Tæknideild Borgarbyggóar
Borgarbyggð