Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2004, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.05.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVTKUDAGUR 19. MAI 2004 outissiinuM. Húrra, húrrafyrir Tónlistarskóla Borgatjjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar vinnur hvert afrekið á fætur öðru. Tónlistarkólinn hefur nú í nýju húsnæði sínu boðið okkur og börnum okkar inn í heim tónlistarinnar. Við erum rétt búin að njóta tónlistar- kaffihúss Tónslistarskólans, þar sem jafnt börn sem full- orðnir sátu hugljómuð af þeirri fegurð, glaðværð og þeim krafti sem þar var fram borinn, þegar okkur er enn á ný boðið til veislu. Söngdeiild Tónlistarskólans bauð okkur í byrjun mánaðar- ins upp á dagskrá með atriðum úr óperunni Hans og Gréta, efrir Engilbert Humperdinck. Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri stýrði óperunni með glæsibrag og má hún gera meira af þessu. Þetta var skemmtileg stund sem allir nutu. Börnin sátu spennt og á- hugasöm allan tímann. Vildís var svo sannfærandi sem vonda galdranomin að krakk- arnir urðu skelkuð. Það er bæði gott og vont, því yngstu börnin voru smá stund að jafna sig eftir það. En í heild- ina var fegurðin, fallegur söngur, góður leikur og smekkleg uppfærsla í alla staði, sem heillaði alla áhorfendur. Allir stóðu sig rnjög vel. Asta Kristín Guðmundsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir fóru á kostum sem Hans og Gréta, en heiðurinn eiga allir þátt- takendur. Þetta var sannarlega sýning fyrir alla fjöslkylduna og það væri mikils virði ef áframhald yrði á þessari þróun. Það er miklis virði fýrir alla fjölskyld- una að fara samana á tónleika eða jafnvel ópem og að allir geti notið þess. Fyrir okkur sem erum með litil börn skipt- ir þetta sérstaklega miklu máli. Þetta er hluti af tónlistampp- eldi barnanna, sérstaklega þegar þau hafa svona gaman af því. Það er mikilvægt að þurfa ekki að setja börnin í pössun eða senda þau eitthvað annað þegar tónlist er annars vegar. Hérna gátum við tekið börnin með okkur. Tónlistarskólinn sinnir ó- metanlegu starfi við að mennta börnin okkar og al- menning í tónlist. Hann opnar líka upp heim tónlistarinnar fyrir okkur og börnin. Tón- listin getur haft svo óendanleg áhrif á allt lífið. Eitt er að geta flutt tónlist, bæði sjálfum sér og öðmm til ánægju. Annað er að geta notið tónlistarinnar. Hlustað og leyft henni að hafa áhrif á sálina, tilfinningarnar og þannig opnað fyrir innri krafta. Einnig getum við opn- að fyrir tónlistina sem býr innra með okkur öllum. Þessi innri tónlist sem er drifkraftur sköpunar og gleði. Eða hversu mikils virði er það ekki að geta raulað með sjálfum sér, t.d. þegar við emm í góðu skapi. Tónlistarappeldið stuðlar að þessu. Þess vegna er svo mikil- vægt að við opnum heim tón- listarinnar fyrir okkur öll, óháð aldri, börnum og full- orðnum. Tónlistarskólinn er á réttri braut og ég vona að forysta hans haldi ótrauð áffam þess- ari stefnu. Þetta gerir Borgar- fjörð að betri byggð og skapar fegurra mannlíf. Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofn Vesturlands Thf^trrödrmrf Fullur Iri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofhaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: -Omar varstu á fylliríi eina ferðina enn. -Já, sagði hann. -Þeir vom að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur. 1/tuiríhe'ríúý Þar sem einn á öðrum lifir I gróandanum vex annríki þeirra sem á einhvern hátt tengjast jarð- argróða, hvort sem um er að ræða skógarbænd- ur eða fjárbændur eða bara venjulega garðræktaráhuga- menn þá byggja þeir allir á ffjómagni jarðar á einhvern hátt og eiga því sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart skaparanum. Stundum verður mönnum á að taka kirkjulegar há- tíðir til þess að sinna einhverjum störfum sem tengjast gróðri en þá er gott að hugga sig við að þeir sem vinna mest að ræktun gróðurs og dýra era þeir sem hjálpa guði mest að skapa. Efrir Gunnlaug Gíslason er þessi ágæta vísa: Mín hefur löngum lœknast sút þá leysir af jöröu krapa. í hendingskasti hleyp ég út ab hjálpa guöi aö skapa. A tímum húslestranna sem þóttu sjálf- sagðir á hverju heimili fyrir tíma útvarps- messunnar orti Antoníus Sigurðsson Djúpavogsskáld og virðist sem hugur hans hafi inn á milli reikað frá andaktinni: Ég syng þér lofgjörö Ijóssins herra. -Um lesturinn þornar flekkurinn- Láttu ei þína líknsemd þverra. -Líklega veröur bundiö inn- Crœddu mín fúnu syndar sár. -Svo veröa beittar línur þrjár- Til lífs og dýröar þér ég þreyi. -Nú þyrfti aö reita sáögaröinn- Ég geng á þínum guödómsvegi. -Cott væri aö koma mónum inn- Hjálpa mér synd og eymdum úr. -Svo œtla ég á skeljatúr- Ég neyti af þínum nœgtabrunni. -Nú þarf aö brúa keldurnar- Ég hrópa bæöi af hjarta og munni: -Hvernig slösuöust börurnar?- Blessun og von í brjósti grœr. -Best er aö rýja nokkrar œr- Ég finn svo glöggt þinn fööuranda. -Fiskurinn veröur dýr í ár- Ég ví7 /' trúnni stööugt standa. -Stór eru bein í húöarklár- Ég breyti eins og mér best er kennt. -Bankarnir gefa fimm prósent- Svo þegar lífsins dagar dvína. -Dreg ég loks saman renturnar- Sýn þú mér Ijóssins sali þína, -Svo koma allar skuldirnar- þar sem aö andi þroskast minn. -Þakka þér fyrir lesturinn,- Hannes Sigurðsson velti einnig fyrir sér útsýninu af söngloffinu undir messugjörð: Presturinn færöur í pjátur og kross pískur og amstur viö „spiliö". Faöirvor, signing og fyrirgef oss -Þaö er fönguleg meri viö þilib,- Ritningarlestur, lofgjöröin flutt, undir Lúkasarguöspjalli er staöiö, og tekiö í nefiö, stólrœban stutt. -Stóöhestur brokkar íhlaöiö,- Kristur til heljar og himna fór, vér hryggjumst, vérfögnum, vérgrátum, trúarjátningin jörmuö í kór. -„jesús!"- og merin í látum,- í krjúpandi andakt á kaleik er dreypt -kannske viö nöglina skoriö- flatbrauöiö tuggiö og guösorbib gleypt. -Craddinn er kominn á sporiö,- Brestur í þili en bandiö er traust, bœnin stendur í klerki, folinn sinnir þó svikalaust sínu embœttisverki. Ameniö komiö, athöfnin frá, útgöngusálmur viö „spiliö". „Blessa þau frœ sem er búiö aö sá" báöum megin viö þiliö. A vorin verða stundum hagsmunaá- rekstrar milli sumarbústaðaeigenda og garðyrkjuáhugamanna annars vegar og búfjáreigenda hins vegar. Sem betur fer oftast tiltölulega mjúkir þó útaf geti bragðið og væri stór þörf að vinna þar ffekar að sáttum en sundrang þó borið hafi á hinu gagnstæða í sumum skrifum um landbúnaðarmál að undanförnu en Friðrik Guðni Þórleifsson þekkti glöggt merki vorsins: Ég veit þaö er fariö aö vora þótt vart sé ég deginum feginn þegar kollótta kindin kemur ofan veginn meö dilkinn í eftirdragi, dokar um stund viö hliöiö, grípur strá upp úr steinum, strýkur af netinu ryöiö- aö eitthvaö sé ekki meö felldu er mig fariö aö gruna þegar hún allt í einu er innan viö giröinguna- eftir eltingu haröa, eftir baráttu grimma biö ég þess beiskum huga aö bráöum fari aö dimma. Þó lausgangandi sauðkind sé hrelling hvers trjáræktar og garðyrkjumanns er hún eigi að síður traust og góð eign síns húsbónda og sér honum fýrir vænum dilk- um ár hvert. Jónas Arnason mun hafa ort efrirfarandi á Norðfjarðarárum sínum: Caröarollan mér leggur liö í lífsbjargarviöleitni minni hún breytir í hrútspunga,blóömör og sviö blómaræktinni þinni Á tímum kjöthallæris í Reykjavík, sem mun hafa verið löngu fýrir tíma allra kjöt- fjalla en þó ekki lengra undan í tíma en svo að mönnum gæti verið hollt að rifja það upp, orti Bjarni Ásgeirsson: Þar sem einn á öörum lifir efnishyggjan veröur rík. Þessvegna kemst enginn yfir ódýr læri í Reykjavík. Guðmundur Einarsson svaraði: Veröbólguna viö er strítt, von menn kvarti sáran, en ég fœ lærin alltaf frítt ef ég borga nárann. Meö þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstööum 320 Reykholt S 435 1367 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.