Skessuhorn - 02.06.2004, Page 1
Kr. 300 í lausasölu
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 22. tbl. 7. árg. 2. júní 2004
Fyrsti
laxinn úr
Norðurá
Það bar vel í veiði hjá
stjórn Stangveiðifélags
Reykjavíkur sem að venju
opnaði Norðurá í Borgar-
firði í gærmorgun. Fyrsta
klukkutímann komu þrír lax-
ar á land en sá fyrsti var 13
punda hrygna.
Sjá Veiðihomið hls. 13
Krakkarnir á leikskólanum Garðaseli á Akranesi fóru í vettvangsferð í Garðalund í síðustu viku. Garðalundur er frábært útisvæði fyrir börn sem
fullorðna og ástæða til að hvetja fólk, sem ekki þekkir til, að ieggja þangað leið sína. Ljósm.: Hilmar Sigv.s.
Borgarness kjötvörar úr Brákarey og tvöfalda umsvifin
Eiríkur
rauði á sjó
Sjókajakmót Eiríks rauða
var haldið í Stykkishólmi í
fjórða sinn um Hvítasunnu-
helgina. Þar var hraustlega
tekið á að vanda og
kajakræðarar og aðrir gestir
nutu fegurðar Breiðafjarðar í
blíðu veðri.
Sjd bls 18
Síðastliðinn föstudag rituðu
þeir Páll S Brynjarsson bæjar-
stjóri og Þorsteinn Benónýsson
nýráðinn framkvæmdastjóri
Borgarness kjötvara undir vilja-
yfirlýsingu um kaup Borgar-
byggðar á eignum Borgarness
kjötvara í Brákarey, en fýrirtæk-
ið hyggst á næstu misserum
reisa nýtt hús undir starfsemi
sína í iðnaðarhverfinu ofan við
Borgarnes. Jafnframt kom fram
við þetta tækifæri að Borgarnes
kjötvörur hafa handsalað sam-
komulag um kaup á Kjötvinnslu
Samkaupa miðað við 1. júní sl.
Guðsteinn Einarsson, kaup-
félagsstjóri og stjórnarformaður
í Borgarness kjötvörum, sagði
við þetta tækifæri að gert væri
ráð fyrir 100% veltuaukningu
hjá fýrirtækinu og fjölgun starfa
um 13-15 hið minnsta. „Það er
óhætt að segja að með þessum
kaupum erum við að skapa fyr-
irtæki í kjötiðnaði sem á að geta
staðið traustum fótum í fram-
tíðinni. Við munum byggja nýtt
og sérhæft hús fýrir kjötvinnsl-
una hér ofan við Borgarnes og
munum byggja á lóð sem verð-
ur sýnileg frá þjóðveginum. Það
er búið að grófhanna húsið og
gera kostnaðaráætlun fýrir
verkið og verið að kanna með
heppilega Ióð,“ sagði Guð-
steinn. Hann segist sjá fyrir sér
vöxt í kjötiðnaði í Borgarnesi í
framtíðinni og það væri gleði-
legt í ljósi þess að Borgarnes
hafi séð að baki alltof mörgum
störfum í matvælavinnslu und-
anfarin ár. „Það lá fyrir að
leggja átti niður kjötvinnslu
Samkaupa í Keflavík og búið
var að segja starfsfólki þar upp.
Við ákváðum því að bregðast
skjótt við og keyptum því rekst-
urinn og styrkjum þannig til
muna vinnsluna hér í Borgar-
nesi,“ sagði Guðsteinn. Að-
spurður sagði hann varðandi
stórgripaslátrun í Borgarnesi,
að hún yrði rekin áfram. „Það
verður áfram slátrað stórgrip-
um í Borgarnesi. Við höfum
lagt í talsverðar lagfæringar á
stórgripasláturhúsinu í Brákar-
ey og það er engin uppgjöf hjá
okkur á því sviði, þó svo við
séum búin að selja önnur
mannvirki í eyjunni,“ sagði
Guðsteinn að lokum. MM
Þeir undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup Borgarbyggðar á eignum
Borgarness kjötvara í Brákarey. F.v. Páll S Brynjarsson bæjarstjóri og
Þorsteinn Benónýsson framkvæmdastjóri Borgarness kjötvara.
2r
Heimasíða: www.kb
eretlandi
ath-
nokkra
daga
leikfönð
. ritfö»9
_,avettUn9*,r
. bósáhöld - 9*£fl. og o.fl-
Stórmarkaður Hyrnutorgi
1Hyrnutorg S. 430 5533
Opið mán.-fim. frá kl. 09-19
BORGARNESI I föstudaga frá kl. 09-20
-- .. ; r—' laugardaga frá kl.10-19
Góour kostur... sunnudagafrá kl. 12-19 y