Skessuhorn - 02.06.2004, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 2. TUNI 2004
Mun standa steinn yfir steini
Páll?
„Já svo sannarlega, þa& hefur
hins vegar lengi legib fyrir a&
þyrfti að fjarlægja þessi hús sem
fjarlægð hafa verið á síðustu
vikum. Nú gefst tækifæri til að
nýta sumar þessar lóðir undir
nýjar byggingar. Það er líka
verið að byggja upp. Hollvina-
samtök Englendingavíkur eru
að vinna að endurgerð gömlu
húsanna í Englendingavík sem
verða augnayndi þegar þau
verða fullkláruð. Og svo þarf að
gera Brákareyjuna glæsilega..."
segir Páll S. Brynjarsson
bæjarstjóri Borgarbyggðar.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hefur sveitarfélagið
Borgarbyggð verið að kaupa
upp gömul hús til niðurrifs. Nú
síðast var ákveðið að stefna að
kaupum á stærstum hluta
eigna Borgarness kjötvara í
Brákarey.
Skiptar skoðanir um fjölgun
sumarbústaða á Amarstapa
Sumarhúsaeigendur á Arnar-
stapa hafa brugðist hart við fyr-
irhugaðri sumarhúsabyggð sem
Snæfellsbær hefur látið slapu-
leggja í landi Bjargs og Fells.
Um er að ræða fimmtíu lóðir á
svæðinu frá Sölvaslóð, sem er
nýtt sumarhúsahverfi á Arnar-
stapa, að þjóðveginum og
heimkeyrslunni á Arnarstapa.
Eigendur sumarhúsa sem fyrir
eru á svæðinu telja, sumir hverj-
ir í það minnsta, að nýja
byggðin sé óþarflega þétt og að
þar með sé búið að spilla þeirri
paradís sem þeir hafi tryggt sér
hlut í þarna undir jöldi.
Smári Björnsson, bæjar-
tælmifræðingur Snæfellsbæjar
staðfesti í samtali við Skessu-
horn að borið hefði á óánægju
eigenda sumarhúsa á Arnar-
stapa. „Deilislapujag svæðisins
var auglýst samltvæmt gildandi
reglum. Fresturinn til að skdla
inn athugasemdum var liðinn
áður en lcvartanir fóru að ber-
ast. Byggðin er ekld þéttari en
gengur og gerist í vinsælum
sumarbústaðalöndum ltér á
landi. Auk þess er elcki fýrir-
hugað að láta þetta allt í einu.
Svæðinu verður sldpt niður í sjö
reiti og hver reitur fýrir sig
ldáraður áður en úthlutað verð-
ur á þeim næsta. Við erum mjög
ánægð með svæðið og teljum
það mjög fínt. Eg er líka fullviss
um að þetta verður áfram ró-
legur og notalegur staður þótt
sumarhúsum fjölgi nokkuð,“
segir Smári.
Hann segir að þótt efdd sé
byrjað að auglýsa lóðir í hinu
nýja hverfi á Arnarstapa séu
þegar komnar fýrirspurnir og
ljóst að mildl eftirspurn verði
eftir lóðum á þessum vinsæla
ferðamannastað.
GE
Grjóthleðslunámskeið
Síðastliðinn laugardag var
fýrsti dagskxárliður sumarsins í
svonefndri Viðburðaveislu á
Ala-anesi 2004. Þá sýndu grjót-
hleðslumeistarar handtök og
verklag við grjóthleðslur og
hlóðu um leið lítinn vegg á lóð
Safnasvæðisins á Görðum. Það
voru Drangabræðurnir Guðjón
og Benjamín Kristinssynir sem
stýrðu verkinu ásamt Guð-
rnundi Sigurðssyni en þeir
sögðu um leið gestum til um
hvernig bera skal
sig að við slík verk.
Um næstu helgi
verður dagskrár-
liður tvö í Við-
burðaveislu, en þá
verður fjölbreytt
og skemmtileg
dagskrá tileinjflim
sjávarfangi og sjó-
mönnum laugar-
daginn 5. júní.
MM
Það var skrafað og skeggrætt um grjóthleðslur
sl. laugardag á Safnasvæðinu.
Borgarbyggð og Sparisjóðurinn í nýtt húsnæði 2005:
Stór eignasldptadagur
Síðastliðinn föstudag má
segja að kalla mætti dag undir-
sHiftanna í Borgarnesi því þá
voru á sama tíma undirritaðir
samningar um eigendaskipti
nolckurra verðmætra fasteigna í
Borgarbyggð. Fyrst ber að
nefna að Sparisjóður Mýrasýslu
og Borgarbyggð undirrituðu
formlegan samning vegna
kaupa Borgarbyggðar á spari-
sjóðshúsinu að Borgarbraut 14 í
Borgarnesi sem haustið 2005
verður gert að ráðhúsi sveitar-
félagsins. Sparisjóðurinn mun
flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt
húsnæði á uppfýllingunni við
Brúartorg næsta sumar en ráð-
gert er að það verði tilbúið 1.
júní 2005. Sem greiðslu fýrir
sparisjóðshúsið afsalar sveitar-
félagið Sparisjóðnum núver-
andi bæjarskrifstofuhúsnæði að
Borgarbraut 11-13 auk jarð-
anna Alftáróss og Stapasels á
Mýrum.
Jafnframt var undirrituð
viljayfirlýsing um makaskipti á
lóðum í Borgarnesi. Borgar-
byggð eignast fremsta hluta
lóðarinnar við Digranesgötu,
en svo nefnist nýja uppfýllingin
við Brúartorg, þar sem nýja hús
Sparisjóðsins mun rísa. Spari-
sjóðurinn eignast í staðinn lóð
og húsnæði Borgarness kjötvara
í Brákarey, en eins og fram
kemur annarsstaðar í blaðinu er
ráðgert að byggja nýtt hús und-
ir starfsemi Borgarness kjötvara
ofan við Borgarnes á næstunni.
MM
Þeir staðfestu makaskipti eignanna íBorgarbyggð. F.v. Þáll S Brynjarsson, bæjarstjóri, Gísli Kjartansson,
sparisjóðsstjóri og Sigurður Már Einarsson, formaður stjórnar SPM.
Vesturgata
121 verður
rifin
Bæjarráð Akraneskaup-
staðar hefur heimilað sviðs-
stjóra tækni- og umhverfis-
sviðs að ganga til viðræðna
við lægstbjóðanda um niður-
rif húseignanna við Vestur-
götu 121 á Akranesi en þar
var eitt sinn frystihús Þórðar
Oskarssonar. Það var fýrir-
tækið Afltak sem átti lægsta
tilboð í verkið, eða tæpar 5
milljónir króna. Alls bárust 3
tilboð og var það hæsta um
þrefalt hærra, eða 14,3 mill-
jónir. MM
Guðmundur
Páll í OR
Bæjarráð Akraneskaup-
staðar hefur tilnefnt nýjan
fulltrúa í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur í stað Sveins
Kristinssonar. A síðasta
fundi bæjarráðs var sam-
þykkt að tilnefna Guðmund
Pál Jónsson sem aðalmann
og Agústu Friðriksdóttur
sem varamann í stjórnina en
kjör þeirra tekur gildi á
næsta aðalfundi OR, sem
verður 10. júní nk. Gunnar
Sigurðsson sat hjá við af-
greiðslu málsins. MM
KB byggir í
Grundarfirði
Kaupfélag Borgfirðinga
hefur fengið úthlutað lóð
undir 400 fermetra verslun-
arhúsnæði í Grundarfirði.
KB rekur verslunina
Grundaval í Grundarfirði og
að sögn Guðsteins Einars-
sonar kaupfélagsstjóra, er
stefnt að því að flytja hana í
nýtt húsnæði við aðalgötuna
í Grundarfirði í síðasta lagi í
byrjun desember á þessu ári.
I nýja húsinu verður inat-
vöruverslun og takmörkuð
sérvara. GE
Leiðrétting
I frétt um útskrift FVA í
síðasta tölublaði var missagt
að Hallbera Eiríksdóttir hafi
verið með besta árangur ný-
stúdenta yfir skólaárið. Hið
rétta er að Flallbera var með
bestan árangur stúdenta á
haustönn en Birna Björns-
dóttir var hinsvegar með
bestan árangur nemenda á
vorönn við útskrift nýstúd-
enta. Beðist er velvirðingar á
þessu. MM