Skessuhorn


Skessuhorn - 02.06.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.06.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. TUNI 2004 a^iiMunui. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Gríðarleg umferð var um eftirmiðdag á mánudag og myndaðist biðröð við Hvalfjarðargöngin. Mynd: GE Útgefandi: Skessuhorn ehf Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson Blaðamaður: Mognús Mognússon Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir Umbrot: Olgeir Helgi Ragnorsson Prentun: Prentmet ehf. 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is 894 8998 magnus@skessuhorn.is 696 7139 iris@skessuhorn.is 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð i lausasölu er 300 kr. 433 5500 Fátt er það í þessu lífi sem veitir mér jafn mikla ánægju og að éta. Þess vegna skil ég ekki fullkomlega fólk sem lítur á þessa athöfh sem kvöð er hafi þann tilgang einan að koma í veg fyr- ir hungurdauða. Vissulega hef ég það á bak við eyrað að ég myndi trúlega ekki verða miklu eldri ef ég hætti áti með öllu. Það er samt ekki aðalástæðan fyrir því að ég legg ríka áherslu á að matast, sem mest og sem oftast. Eg hef nefnilega afskaplega mikla ánægju af því að rífa í mig góðmeti og troða mig út af kræsingum. Mér þykir það bæði gaman og gott og sé af þeim sökum ekki nokkra ástæðu til að slá slöku við í þessum efnum. Ef ég fengi að ráða, sem er því miður ekki alltaf, þá væri ég heima hjá mér allan daginn, alla dag og sérhæfði mig í snæð- ingi. Það er hinsvegar svo að það er ekki eins og það sé alltaf sem ég fæ að éta heima hjá mér og bæði þessvegna og af öðr- um orsökum þarf ég stundum að fara af bæ. Það gerðist einmitt í síðustu viku en seinni hluta hennar dvaldi ég á Vestfjörðum og áður en ég lagði af stað hugsaði ég mér gott til glóðarinnar þar sem Vestfirðingar eru annálaðir matmenn og þekktir fyrir þjóðlegan mat og borðsiði einnig. Nóttina áður en ég lagði af stað dreymdi mig vestfirskar kræsingar á borð við kæsta skötu, rikkling, spikfeitt hangiket og önnur mikilfengleg matvæli sem Vestfirðingum er gjarnt að hæla sér af. Um morguninn vakn- aði ég slefandi af tilhlökkun og lét ég það meira að segja á móti mér að sleppa úr heilli máltíð áður en lagt var í hann til að ég gæti betur nýtt matarlistina þegar vestur væri komið. Skemmst er frá því að segja að ég var ekki kominn langt þeg- ar ég komst að því mér til mikillar skelfingar að þrátt fyrir að Vestfirðir, vegna sinnar einangrunar, hafi að mestu eða öllu leyti sloppið við bráðar búþárpestar þá hafa þeir eins og aðrir landshlutar orðið hamborgarasýkinni að bráð. Hvar sem kom- ið var þá var fátt annað í boði en vestfirskur hamborgari með frönskum kartöflum og ekki einu sinn hnoðmör með. Það sem vildi mér til lífs var að í söluskála á Patreksfirði komst ég yfir hálft kíló af harðfiski og dollu af sméri. Sem íslenskur matmaður geri ég þá kröfu að Tómas Tómas- son, veitingamaður, sá sem öðrum fremur ber ábyrgð á land- námi hamborgarans hér á landi, verði sóttur til saka fyrir hryðjuverk. Gísli Einarsson, sdrsvangur. Slysalaus umferðarhelgi Lögregluumdæmin í Borg- arnesi, Akranesi og Snæfells- nesi ásamt umferðardeild Rík- islögreglustjórans höfðu með sér samráð um hvítasunnun- helgina og telja lögreglumenn að það samstarf hafi skilað sér vel sem fyrirbyggjandi lög- gæsla, sérstaklega hvað umferð- arhraða varðar. Lögð var á- hersla á að hafa Iögreglubílana sýnilega á þeim stöðum þar sem vitað var að umferðarþunginn yrði mestur á Vesturlandsvegi frá Hvalfjarðargöngum, upp á Holtavörðuheiði og vestur á Snæfellsnes. Einungis urðu tvö minni- háttar umferðaróhöpp í um- dæminu um hvítasunnuna og er það mjög vel sloppið miðað við mörg undanfarin ár. Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir að ekki sé hægt að dæma um hvort þenn- an góða árangur megi rekja að einhverju leyti til aðgerða lög- reglu en allavega sé ljóst að miðað við umferðarþungann geti menn vel við unað. Alls voru 34 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi lögreglunnar í Borgar- nesi um hvítasunnuhelgina og þá voru þrír ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. GE Vinsæl viðbótarlán Mikil eftirspurn er á Akra- nesi eftir svokölluðum viðbót- arhúsnæðislánum íbúðalána- sjóðs en tekjulágir einstaklingar geta sótt um slík lán. Sveitarfé- lög þurfa að samþykkja slíkar lánsumsóknir þar sem þau á- byrgjast 4% af lánsupphæðinni, en það er óendurkræft framlag bæjarsjóðs til varasjóðs hús- næðismála. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara var í síð- ustu viku samþykkt í bæjarráði heimild til 50 milljóna króna viðbótarlána. „Við höfðum 150 milljónir á fjárhagsáætlun árs- ins til þessa málaflokks og höf- um þegar ráðstafað 80% þeirr- ar upphæðar nú fyrir maílok," sagði Jón Pálmi i samtali við Skessuhorn. MM Hagstæð tjaldvagnaleiga Nýverið stóð DV fyrir könn- un á kostnaði við að leigja tjald- vagna á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þar kom fram að Tjaldvagnaleigan Stykkishólmi er ódýrasti kosturinn þegar fólk vill leigja slíka vagna t.d. í viku- tíma. Það eru hjónin Agnar Jónasson og Svala Jónsdóttir sem reka fyrirtækið. I viðtali við Skessuhorn sögðu þau að þessi niðurstaða hafi ekki komið þeim á óvart. „Hjá okkur kostar 23.000 krónur vikuleiga og fylgir með kolagrill, gashella, stólar og borð og kálfur (svefh- tjald).“ Þau segja að ekki þurfi endilega að leigja heila viku í senn því á tímabilinum til 25. júní og eftir Verslunarmanna- helgi sé hægt að leigja vagnana einungis yfir helgar og kosti það 7.000 krónur en aukadag- urinn 3.000 kr. MM s Aldarafmæli Islandsbanka I ár er þess minnst hjá ís- landsbanka að 100 ár eru liðin frá því forveri bankans, Islands- banki gamli, tók til starfa 7. júní árið 1904. I tilefni tímamót- anna verður opnuð sögusýning í öllum 28 útibúum bankans víðs vegar um land á afmælis- daginn. Þar verður gerð grein fyrir þessari aldarlöngu sögu í máli og myndum, bæði al- mennt sem og því er snertir hvert útibú sérstaklega. Skaga- menn geta kynnt sér sögu og starfsemi Islandsbanka á Akra- nesi þegar Gísli Gíslason bæj- arstjóri opnar sögusýningu bankans í útibúinu að Kirkju- braut 7. júní nk. kl. 10. Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina. Sögusýningin er unnin í sam- vinnu við Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðing sem hef- ur umsjón með sögudag- skránni. Hún stendur frá 7. júní til 9. júlí og er opin á opnunar- tíma útibúsins. {'fréttatilkynning) Skóflan lægst Bæjarráð Akranskaup- staðar hefur ákveðið að taka tilboði Skóflunnar í yfirborðsfrágang Furu- grundar og Grundartúns. I verkinu felst m.a. mal- bikun, gangstígagerð auk frágangs vegna lýsingar og símalagna. Þegar tilboð voru opnuð í verkið var lægsta tilboð frá Þrótti en eftir að búið var að yfir- fara tilboðsgögn kom í ljós reikningsskekkja sem leiddi til þess að tilboð Skóflunnar í verkið, fyrir alls 35,5 milljónir króna var lægst, eða 86% af kostnaðaráætlun. MM Helga Björk Arnardóttir sópran og Margrét Jóhannsdóttir mezzósópran halda útskriftartónleika í Borgarneskirkju. Útskrift söngnemenda Laugardaginn 5. júní næstkomandi munu Helga Björk Arnardóttir sópran og Margrét Jó- hannsdóttir mezzósópran halda útskrifartónleika í Borgarneskirkju og hefjast þeir kl 16:00. Þetta er lið- ur í lokaprófi við skólann sem þær þreyttu í maí sl. Helga Björk Arnardóttir stundar söngnám hjá Dag- rúnu Hjartardóttur og mun hún m.a. syngja lög úr ljóðaflokknum Frauen- liebe un Leben eftir R. Schumann og aríur. Mar- grét Jóhannsdóttir stund- ar söngnám hjá Theodóru Þorsteinsdóttir og mun hún m.a syngja antík aríur, íslensk og erlend ljóð. Meðleikari á píanó er Zsuzsanna Budai. Tón- leikarnir eru öllum opnir. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.