Skessuhorn - 02.06.2004, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 2004
5
jntaaijnu...
Hópurinn sem útskrifaðist á tröppum fíeykholtskirkju, en þar fór athöfnin að þessu sinni fram, enda hópur
nemenda við skólann aldrif verið stærri. Mynd: Áskell Þórisson
Brautskráning frá Hvanneyri
Fyrstu nemendumir útskrifast af
Umhverfisskipulagsbraut
Síðastliðinn föstudag fór
fram brautskráning nemenda
frá Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri við hátíðlega og
fjölmenna athöfn sem að þessu
sinni fór fram í Reykholts-
kirkju. Að athöfninni í Reyk-
holti lokinni var öllum við-
stöddum boðið til kaffidrykkju í
matsal skólans á Hvanneyri. Að
þessu sinni voru í fyrsta skipti
útskrifaðir nemendur ffá skól-
anum með 90 eininga BS próf
af umhverfisskipulagsbraut, en
brautin hefur verið starfrækt
við LBH síðan haustið 2001.
Veruleg fjölgun nemenda
Við útskriftina sagði Magnús
B Jónsson, rektor að á skólaár-
inu hafi alls um 170 nemendur
innritast til náms. Af þeim voru
45 nemendur innritaðir í reglu-
legt nám við bændadeildir skól-
ans og 41 í fjarnám á haustönn
og 31 á vorönn í búfræði og 84
í ýmsar deildir háskólanámsins.
„Þetta er veruleg fjölgun frá
fyrra ári en þá voru nemendur
ríflega 130. Brottfall hefur ver-
ið óvanalega mikið úr reglulegu
námi og eins og jafnan nokkuð í
fjarnáminu," sagði Magnús.
Að þessu sinni brautskráðust
alls fjórtán nemendur með 90
eininga BS próf og þrír með
120 einingar. Alls útskrifuðust
17 nemendur á háskólastigi og
29 úr Bændadeild, þar af 7 sem
stundað hafa fjarnám við skól-
ann. Sex nemendur brautskráð-
ust af búvísindabraut, fjórir af
landnýtingarbraut og fjórir af
umhverfisskipulagsbraut en það
voru fyrstu nemendurnir sem
útskrifast úr því námi hér á
landi.
Hæstu einkunn þeirra sem
tóku 120 eininga próf hlaut
Hallffíður Ósk Ólafsdóttir, en
hún var með einkunnina 8,24.
Af þeirn sem tóku 90 eininga
BS próf var Oddný Steina Vals-
dóttir hæst með 8,40 í einkunn.
Hæstu einkunnargjöf fyrir BS
ritgerð hlutu að þessu sinni
tveir nemendur sem voru ná-
kvæmlega jafnháir með 9,0. Það
voru þau Lena Johanna Reiher
og Borgar Páll Bragason.
Þetta er í annað skipti sem
nemendur útskrifast eftir að
hafa stundað allt sitt háskóla-
nám við LBH eftir að skólinn
var formlega gerður að háskóla
ineð lögum árið 1999. Við skól-
ann er nú boðið upp á nám á
fjórum sviðum auk búnaðar-
námsins, þ.e. í búvísindum,
landnýtingu, umhverfisskipu-
lagi og skógrækt.
Sigríðar ná góðum árangri
I kjölfar þess að skólinn var
formlega gerður að háskóla ótt-
uðust margir að starfsmennta-
námið myndi smám sama drag-
ast sarnan. Við útskriftina sagði
Magnús B Jónsson, rektor að
það hafi ekki orðið raunin. „Að-
sókn að bændadeildinni hehir
ekki dregist saman nema síður
sé og nemendur sem þaðan
brautskrást fara í meira mæli í
búskap en gerðist hér áður fyrr
og við verðum ekki vör við ann-
að en að námið standi á traust-
um grunni,“ sagði rektor. Best-
um árangri búfræðinga að þessu
sinni náði Sigríður Ólafsdóttir
með meðaleinkunnina 9,02,
önnur var Sigríður Björk Ólafs-
dóttir með 8,84 og þriðja var
Sigríður Gísladóttir með ein-
kunnina 8,03. „Og fleiri voru
Sigríðarnar ekki“, sagði rektor
þegar hann kynnti niðurstöð-
urnar.
MM
Magnús B Jónsson, rektor ásamt hópi verðandi bænda þessa lands.
Myndir: MM
Kandidatar við útskriftina. Athygli vakti hversu fólkið klæddist þjóðleg-
um búningum. Sannartega vel við hæfi og giæsiiegur hópur.
SVEINAFELAG MALMIÐNAÐARMANNA A AKRANESI
Félagsmenn
athugid!
Atkvæðagreiðslu um sameiningu Sveinafélagsins
við Félag iðn- og tæknigreina lýkur 7. júní.
Munið að póstleggja svarsendinguna fyrir þann tíma.
Ef einhverjir telja sig ekki hafa fengi kjörgögn
þá vinsamlega hafið strax samband
við skrifstofu félagsins.
| Félagsmenn eru hvattir til að greiða atkvæði.
KJÖRSTJÓRN
■o
V______________________________)