Skessuhorn


Skessuhorn - 02.06.2004, Qupperneq 14

Skessuhorn - 02.06.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. TUNI 2004 ^&iíssunu^ r EIZHZI Fasteign hf vsr B3 UTBOÐ Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir nýjar höfuðstöðvar fyrir Sparisjóð Mýrasýslu í Borgarnesi. Óskað er eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang nýbyggingar Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi. Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 26. maí á Verkfræðistofu SigurðarThoroddsen í Reykjavík og í Borgarnesi. Tilboðum skal skilað á skrifstofu VST í Borgarnesi miðvikudaginn 16. júní kl. 14:00 og verða þau opnuð þar. Afinælishátíð í Vallarseli Helstu magntölur: , Steypa 750 m3 Mót 3.800 m2 Gluggar og gler 470 m2 Klæðning, náttúrusteinn 650 m2 v________________________________________________) Búmenn Aðalfundur Borgarfjarðardeildar Búmanna verður haldinn í Hyrnunni mánudaginn 7. júní kl. 20. Dagskrá: 1. Kynntur undirbúningur byggingaframkvæmda. 2. Kosning tveggja fulltrúa á aðalfund Búmanna hsf. 3. Kosning stjórnar. 4. Önnur mál. Fulltrúi frá stjórn Búmanna hsf kemur á fundinn. Allir sem hafa áhuga fyrir málefnum Búmanna eru velkomnir á fundinn. Fimmtudaginn 27. maí 2004 héldu starfsmenn og börn í Leikskólanum Vallarseli uppá 25 ára aftnæli skólans. For- eldrafélagið bauð til grillveislu af þessu tilefni. Dagana á und- an höfðu börnin unnið skreyt- ingar og hljóðfæri og var opið hús einn daginn þar sem tæki- færi gafst til að sjá börnin í þessari vinnu. Garðurinn var skreyttur og hver deild ein- kennd með sama litnum. Til að undirstrika það gaf foreldrafé- lagið börnunum boli í sama lit. Veðurguðirnir léku ekki al- veg við „Vallarselsbúa“ því þeg- ar afmælishátíðin hófst kl. 16:00 opnuðust gáttir himinsins en lokuðust samviskusamlega aftur þegar hátíðinni lauk kl.18:00. Leikskólastjóri setti hátíðina og rakti lauslega byggingarsögu skólans. Það var 20. maí 1979 sem Vallarsel opnaði og voru þá tvær deildir fyrir hádegi og tvær eftir hádegi eins og tíðkaðist í þá daga. Slíkt fyrirkomulag þekkist vart í dag. Vorið 1982 var hafist handa við að byggja eina deild í viðbót og þeim á- fanga laukvorið 1985. I júní 2003 tóku börnin í Vallarseli fyrstu skóflustunguna að stækkun skólans um þrjár deildir. I ágúst sama ár var haf- ist handa og það liðu aðeins átta mánuðir þar til byggingin var tekin í notkun. Fyrir um 20 árum tók það þrjú ár að byggja eina deild en í dag tók það að- eins átta mánuði að byggja þrjár deildir. Afmælissöngurinn var síðan sunginn við undirleik heimatil- búnu hljóðfæranna og aðstoð Bryndísar Bragadóttur. Þó nokkuð rigndi, lét fólk það ekki á sig fá en gæddi sér á grilluðum pylsum með öllu til- heyrandi. Stjórn Borgarfjarðardeildar Fálki frá Geirshlíð Faðir: Oddurfrá Selfossi Móðir: Dögg frá Geirshlíð MF: Hrafn frá Holtsmúla Fálki frá Geirshlíð er moldóttur 4ra vetra stóðhestur sem verður í girðingu á Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þeir sem hafa | áhuga á að koma hryssum til hans, vinsamlegast hringið í 1 síma 4351194 - 435 1454 - 892 3552 - 852 3552. I EDDA ÞÓRARINSDÓTTIR Jónsborgarar og pottablóm Mæðgumar Embla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir í veitingasöl- unni á Kleppjárnsreykjum. Mynd: GE Um Hvítasunnuhelgina var opnuð veitingasala í Klepp- járnsreykjahverfinu í Reyk- holtsdal þar sem eitt sinn var verslunin Blómaskálinn en hús- næðið hefur að miklu leyti ver- ið ónotað síðustu ár. Það eru þau Embla Guðmundsdóttir og Jón Pétursson, garðyrkjubænd- ur í Björk á Kleppjárnsreykjum sem reka veitingasöluna. „Við byrjuðum reyndar aðeins í fyrra og höfðum þá opið lítinn hluta úr sumrinu. Það virkaði alla- vega þannig að í vor hefur fólk verið að hringja og spyrja hvort Jónsborgararnir heimsfrægu yrðu ekki aftur á boðstólnum í sumar,“ segir Embla en því má bæta við að Jónsborgararnir eru með ýturvöxnustu hamborgur- um sem þekkjast í hinum vest- ræna heimi. Auk borgaranna og annarra veitinga verða til sölu pottablót og hverskonar græn- meti í Blómaskálanum fyrrver- andi en skálinn hefur ekki enn hlotið nýtt nafn en sérstök nafnanefnd vinnur nú í málinu. Þá eru tjaldsvæði til útleigu við skálann fyrir þá sem borða yfir sig af Jónsborgurum eða þá sem vilja hvfla lúin bein af öðrum á- stæðum. Opið verður í nafnlausa skál- um á milli eitt og átta, alla daga í sumar. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.