Skessuhorn - 04.08.2004, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004
j&iíssunu...
Til minnis
Við minnum á hina ár-
legu kvennareið í Dölum
en hún verður 7. ágúst og
aö þessu sinni í Saurbæn-
um. Jafnframt vörum við
vegfarendur á þessu
svæði við tugum kvenna
á hestbaki.
Spnrniruj vihijnnar
í síðustu viku var spurt:
„Á að fara á útihátíð um
verslunarmannahelg-
ina?" Mikill meirihluti,
eða 76,5% svaraði neit-
andi en 20,6% sögðu já,
svo sannarlega en 2,9%
voru óákveðnir.
í þessari viku spyrjum
við: „Ferðu á berjamó?"
Spurning sem nauðsyn-
legt er að vita svar við.
Taktu afstööu á
skessuhorn.is
auka-
afsláttur
við kassa
Fuglafundur
Nolrkuð er um að fuglar
landsins séu farnir að hópa sig
saman. Þannig sjást t.d. stórir
hópar af lóum, gjarnan á
nýslegnum túnum og ýmsir
Þrjú umferðaróhöpp urðu í
umdæmi Borgarneslögreglu
um helgina Ekið var á kind í
Norðurárdal og bíll fauk útaf
veginum við Hafnarfjall. Ekki
urðu meiðsl á fólki. I gærkvöldi
valt síðan bifreið í Norðurár-
dal. Þrennt var í bílnum og
slasaðist ökumaðurinn nokkuð
Félagar úr Björgunarfélagi
Akraness, björgunarsveitinni
Heiðari í Borgarfirði og Brák í
Borgarnesi tóku í liðinni viku
þátt í tveimur umfangsmiklum
leitaraðgerðum björgunarsveit-
anna. Annars vegar var um að
ræða leitina að Sri Rhamawati
en hinsvegar að veikum Frökk-
um á hálendinu sunnanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag í
síðustu viku fór fram umfangs-
mikil leit að Sri Rhamawati sem
ætlað er að ráðinn hafi verið
bani í Reykjavík aðfaranótt 4.
júlí síðastliðinn og varpað í sjó-
inn fram af klettum í Hofsvík á
Kjalarnesi. Félagar úr Björgun-
arfélagi Akraness gengu fjörur
frá Langasandi út að Gröf við
Hvalfjarðargöng en Brákar-
menn sigldu gúmmíbáti sínum
smáfuglar bera saman bækur
sínar á stórfúndum. Þessi mynd
var tekin á mánudagskvöldið
síðasta og sýnir hóp stara á raf-
magnslínum skammt frá Akra-
og var hann fluttur með sjúkra-
bíl til Reykjavíkur. Meiðsli
annarra í bílnum voru óveru-
leg. Að sögn lögreglu er talið
að ökumaður hafi dottað undir
stýri. Talsverðar tafir urðu
vegna slyssins.
Að öðru leyti gekk verslun-
armannahelgin vel fýrir sig, en
meðfram strandlengjunni og
leituðu við sker og kletta.
Einnig voru gengnar fjörur á
KjaJarnesi og leitað úr báti
sunnan ganganna. Leitin bar
ekki árangur.
Þá tóku félagar í Björgunar-
nesi. Vafalaust hafa þeir haft um
eitthvað spennandi að spjalla
svona rétt í lok verslunar-
mannahelgarinnar.
að sögn Ómars Jónssonar hjá
lögreglunni í Borgarnesi var
umferð mjög þung og margir á
faraldsfæti. Um miðjan dag á
mánudag höfðu um 60 manns
verið skráðir fyrir að aka of
hratt og umferð farin að þyngj-
ast verulega.
félagi Akraness og björgunar-
sveitinni Brák einnig þátt í leit
að 20 manna hópi Frakka sem
leitað var á hálendinu. Sú leit
var einnig árangurslaus og jafn-
vel talið að um gabb hafi verið
að ræða. ALS
Hótelpen-
ingar í
leikskóla
Eins og fram hefur komið
í Skessuhorni seldi Stykkis-
hólmsbær nýverið rekstur
Hótels Stykkishólms til
feðganna Péturs Geirssonar
og Jóns Péturssonar. Á síð-
asta fundi bæjarráðs Stykkis-
hólms var samþykkt að fjár-
munum sem fengust vegna
sölunnar verði varið til að
standa undir byggingar-
kostnaði nýs leikskóla. Ráð-
ist verður í framkvæmdir við
leikskólabygginguna á næsta
ári. ^ GE
Útkall
Björgunarsveitin Ber-
serkir í Stykkishólmi var
köiluð út á sunnudagskvöld
eftir að tilkynning barst til
Neyðarlínunnar um að lítill
plastbátur væri í vandræð-
um fyrir utan Skarðsströnd.
Þegar björgunarsveitar-
menn voru að leggja af stað
náðist hinsvegar samband
við bátinn og kom þá í ljós
að allt var í stakasta lagi.
GE
Gestir
frá Chile
Samstarfsaðilar HB
Granda í Chile heimsóttu
Island í síðustu viku en frá
árinu 1992 hefur HB
Grandi tekið virkan þátt í
uppbyggingu sjávarútvegs-
ins þar í landi. HB Grandi
er nú eigandi 20% hlutar í
Friosur sem er með stærri
sjávarútvegsfyrirtækjum í
Chile. Gestirnir frá Chile
heimsóttu starfsstöðvar HB
Granda á Akranesi og í
Reykjavík og funduðu með
stjórnendum fyrirtækisins.
GE
Fjósvígsla
Búast má við að hver kýr
á Hvanneyri kætist ógur-
lega nú í vikulokin því á
föstudag verður nýtt
kennslu- og rannsóknafjós
tekið í notkun að viðstödd-
um landbúnaðarráherra og
fleiri gestum. Nýja fjósið
verður væntanlega bylting í
aðstöðu Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri sem
brátt verður að Landbúnað-
arháskóla Islands.
GE
MM
.
. * -- • ■ !«?>-: v ,
Bifreið með erlendum ferðamönnum fauk útaf veginum undir Hafnarfjalli.
Þrjú umferðaróhöpp en gríðarleg umferð
Annir hjá björgunarsveitum
Hópur leitarmanna úr Björgunarfélagi Akraness gekk fjörur í leit að Sri
fíhamawati í liðinni viku.