Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 .■ir.-v-iunw. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: Iris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is mognus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent a aö panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. 433 5500 Skjár einn eða fleiri Undanfarin misseri hafa íslenskir fjölmiðlar verið það uppfull- ir af sjálfum sér að ókunnugur gæti haldið að þeir væru egg. Stór hluti af fréttaumfjöllun fjölmiðla hefur nefhiega fjallað um fjöl- miðla. Svokallað fjölmiðlafrumvarp var þar fyrirferðamest í alltof langan tíma og var sú umfjöllun farin að minna á viðurstyggileg- ustu pyntingaraðferðir mannkynssögunnar enda var meðal les- andi, áheyrandi og áhorfandi undir það síðasta orðinn gjörsam- lega bugaður bæði andlega og líkamlega. Undanfarnar vikur og mánuði hafa Islendingar að mestu verið lausir undan þessu oki og þótt í staðinn hafi komið holskefla af vaxtaumræðu sem er svosem ekki sérstakalega kynþokkafullt fféttaefhi þá var hvíldin kærkomin. Adam var hinsvegar ekki alla ævi í paradís og nú kemur nýr kafli í fjölmiðlafári fjölmiðla þegar Síminn tekur sig til og kaupir um þriðjung af Skjáeinum, sem gerir um það bil níu tommur miðað við að meðal skjár á sjónvarpstækjum landsmanna er sennilega tuttuguogáttatommur. Það skiptir hinsvegar kannski ekki öllu máli í þessu sambandi. Það vekur hinsvegar nokkra athygli manns að lengi hefur það verið eitt helsta keppikefli margra Sjálfstæðismanna, sérstaklega, að ríkið selji Ríkisútvarpið þar sem hinir margumtöluðu einkaað- ilar geta víst gert allt miklu betur en hið opinbera. Reyndar er það svolítið skrítið sjónarmið hjá þeim sem sjálfir stjórna hinu opinbera en það er nú önnur saga. Ekki síst hafa það verið ungir Sjálfstæðismenn, með hinn lítt hlédræga Sigurð Kára í broddi fylkingar en hann fór mikinn í þessu máli og öðrum áður en hann dróst af einhverjum ástæðum inn á þing þar sem hann hefur að vísu lítdð sagt annað en já og amen og glamrið í honum því minnkað blessunarlega. Samt sem áður er það skrítið að þeir sem áður vildu enga ríldsrekna sjónvarps- og útvarpsstöð telji nú ekk- ert athugavert við að þær séu tvær ffemur en ein þar sem Síminn er víst ríkisfyriræki enn sem komið er allavega.Það vekur líka sér- staka athygli að þeir sem lögðu höfuðið nánast að veði síðasta vor til að koma í veg fyrir að markaðsráðandi fyrirtæki gætu eignast nema í mestalagi brog af fjölmiðli, helst ekki nema eina síðu úr dagblaði, þeir skuli í dag ekkert hafa við það að athuga þótt alls- ráðandi fyrirtæki á við Símann kaupi einn skjá eða svo. Ekki svo að skilja að mér sé ekki sama. Ef ég mætti hinsvegar ráða þá væri gamla gufan látin duga og Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið væru enn á sínum stað. Helstu vandamál þjóðar- innar má hinsvegar rekja til þess að ég má ekki ráða. Gísli Einarsson, smali. Geim- veruhús? Þetía „Orkuhús“ var nýlega sett upp á Hellnum á Snæfellsnesi en þar mun vera fyrirhugað að bjóða upp á svokallaða heilun. Ýmsir sem þarna hafa átt leið nýverið hafa gert því skóna að húsið sé ættað frá öðru sólkerfi þar sem Snæfellsjökull hefur veríð talinn vinsæll viðkomustaður geimvera en það mun hinsvegar vera teiknað af Magnúsi H Ólafssyni á Akranesi. Nýtt hverfi á Bifröst í haust hefur verið komið upp lausum íbúðaeiningum á Bifröst sem ffamleiddar eru í Tékklandi og Viðskiptaháskólinn hefur tekið á leigu til að leysa húsnæð- isvanda nemenda til bráða- birgða. Um er að ræða tíu þriggja herbergja íbúðir. „I vor kom í ljós að vegna fjölgunar KB banki í Borgarnesi gaf I- þróttamiðstöðinni í Borgarnesi nokkur leiktæki til notkunar í innisundlauginni. Tilgangurirm með gjöfinni er að efla hreyf- ingu meðal barna og ennff emur til að innsigla fjögurra ára gott samstarf útibúsins í Borgarnesi og íþróttamiðstöðvarinnar í tengslum við Latóhagkerfið. Latóseðlar sem eru gjaldmiðill Latabæjar og Æskulínunnar hafa óspart verið notaðir í sund- lauginni í Borgarnesi síðustu fjögur árin. Leiktækin sem eru nemenda vantaði tíu íbúðir til að hýsa fjölskyldufólk,“ segir Run- ólfur Agústsson rektor Við- skiptaháskólans á Bifföst. „Eina leiðin til að verða við þessari þörf með jafn stuttum fyrirvara og raun bar vimi var að taka þessar íbúðareiningar á leigu. Þetta eru góðar og þénugar í- krókódíll, skjaldbaka, hringur og stór ormur voru afhent ný- lega og vöktu um leið athygli krakkanna því þeir fóru strax að kljást við fyrirbærin. Indriði Jósafatsson forstöðumaður Iþróttamiðstöðvarinnar tók við leiktækjunum frá Fanneyju Olafsdóttur gjaldkera KB banka. Fram kom hjá Gylfa Arnasyni útibússtjóra KB banka, að ef niðurstaðan yrði sú með til- komu leiktækjanna að börnin komi offar í sund og fullorðnir með, þá er tilgangnum náð. búðir þannig að þetta var hin besta lausn,“ segir Runólfur. Aðspurður um hvort það sé á döfinni að byggja framtíðarhús- næði segir hann að nýtt skipulag fyrir Bifföst sé í vinnslu og verði kynnt seinna í haust. I framhaldi af því verði væntanlega ráðist í byggingu nýrra nemendagarða á næsta ári. GE Fjamáms- aðstaða í Búðardal Ný aðstaða til fjarnáms, námsver með fjarnámsbún- aði og háhraðatengingu, verður vígð í Grunnskólan- um í Búðardal laugardaginn 11. september nk. kl. 14:00 Námsverið gefúr Dala- mönnum tækifæri til þess að stunda nám í heimabyggð en átta nemendur í rekstrar- fræði við Háskólann á Akur- eyri hafa þegar hafið nám í Búðardal. Auk rekstrarfræðinámsins er einnig hægt að stunda annað háskólanám af ýmsu tagi. Einnig mun aðstaðan nýtast til að stunda nám á framhaldsskólastigi, til fundahald og námskeiða- halds ýmiss konar. Náms- verið er samstarfsverkefni Dalabyggðar og Símenntun- armiðstöðvarinnar. Athöfn þessi mun marka upphaf Viku símenntunar á Vesturlandi en hún er að þessu sinni 12. til 18. sept- ember. Leiðrétting I umfjöllun um aldaraf- mæli Guðmundar Böðvars- sonar í síðasta blaði urðu þau leiðu mistök að Ingi- björg, kona Guðmundar, var sögð Þorsteinsdóttir en hið rétta er að hún var Sigurðar- dóttir. Blaðið biðst innilega velvirðingar á þessum mis- tökum. GE Mynd: Guðrún Vala KB banki gaf Iþróttamiðstöðinm leiktæki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.