Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
Glæsilegur árangur Víkinga í Ólafsvík á íslandsmótinu í knattspyrnu
Upp um deild annað árið í röð
Víkingur í Ólafsvík tryggði
sér sæti í 1. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu næsta sumar
með sigri á toppliði 2. deildar,
Leikni úr Reykjavík á Leiknis-
velli síðastliðinn laugardag. Eft-
ir markalausan fyrrihálfleik
skoraði Predrag Milosavljevic
fyrir Víkinga og skömmu síðar
skoraði Hermann Geir Þórsson
annað mark eftir slæm mistök
markvarðar Leiknis. Leiknis-
menn fengu fullt af færum í
leiknum en vörn víkinga var
sterk og þeir spiluðu af skyn-
semi.
Fyrir lokaumferðina var stað-
an þannig að Leiknir var í efsta
sæti með 38 stig og KS í öðru
með jafn mörg stig en lakara
markahlutfall. Víkingar voru
hinsvegar í því þriðja með 36
stig. Þetta er reyndar röðin
sem hefur verið á þessum lið-
um í allt sumar og á tímabili
voru Leiknismenn með afger-
andi forystu. Þeirsitja hinsveg-
ar eftir með sárt ennið því Vík-
ingar náðu öðru sætinu og
enda reyndar með jafnmörg
stig og KS sem gerði jafntefli
við Víði á laugardag en Siglfirð-
ingar hafa betra markahlutfall
og hljóta því íslandsmeistara-
titilinni í 2. deild.
Árangur Víkinga í sumar er
/ \
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGNIR í BORGARNESI
EGILSGATA 19, Borgarnesi
íbúð á 2. hæð í
fjölbýlishúsi, 116 fcrm.
Stofa og eldhús
samliggjandi parketlagt.
Gangur og tvö herb.
parketlagt. Baðherb.
flísalagt, viðarinnr.
Þvottahús og geymsla.
Sameiginl. hjólageymsla
á 1. hæð. Ibúðin nýlega innréttuð. Eign í góðu ástandi
utan sem innan.
Verð 13.300.000
1 HRAFNAKLETTUR 6, Borgarnesi
íbúð á 1. hæð í
fjölbýlishúsi, 96 ferm.
Hol flísalagt, stofa
parketlögð. Þrjú herbergi,
tvö parketlögð og eitt
dúklagt. Eldhús
parketlagt, eldri viðarinnr.
Baðherb. dúklagt, ljós
viðarinnr. Sérgeymsla og sameiginl. geymsla og þvottahús
í kjallara.
Verð: 9.800.000
SÆUNNARGATA 11, Borgarnesi
Einbýlishús, íbúð 135
ferm. og bílskúr 41,7
ferm. Forstofa flísalögð.
Stofa með nýlegu parketi.
Hol flísalagt. Fjögur
herb. dúklögð. Eldhús
flísalagt, eldri viðarinnr.
Baðherb. með korkflísum
á gólfi en veggir flísalagðir, ljós viðarinnr. Þvottahús og
geymsla. I bflskúr hefur verið innréttað dúklagt herbergi,
flísalagður gangur og snyrting með sturtu. Eign í góðu
ástandi og vel staðsett.
Verð: 16.500.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.
Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes,
s. 437 1 700, 860 2181, fax 4371017,
netfang: lit@isholf.is vejfang: simnet.is/lit
J
vissulega glæsilegur og ekki
síst í Ijósi þess að liðið kom
upp úr þriðju deild í fyrra og
leiðin hefur því verið greið upp
á við.
„Þetta kom vissulega á óvart
en hinsvegar eru liðin sem
koma úr þriðju deild oft mjög
sterk,“ segir Jónas Gestur
Jónasson formaður Knatt-
spyrnudeildar Víkings og leik-
maður meistaraflokks.
18 ár í neðstu deild
Fyrir síðasta keppnistímabil
hafði Víkingur leikið ( neðstu
deild í 18 ár en að vísu oft spil-
að til úrslita en þangað til í fyrra
hafði alltaf vantað herslumun-
inn. „Það sem hefur gerst er að
við höfum fengið mjög góðan
og hæfan þjálfara, Ejub
Purisevic. Þá hafa leikmenn
lagt mikið á sig og hafa haldið
sér í mjög góðu formi. Þetta er
líka skemmtilegur hópur sem
nær vel saman félagslega. Þá
er umgjörðin líka mjög góð og
áhorfendur frábærir en þeir
hafa fylgt okkur víða. í siðasta
leik fjölmenntu þeir suður og
studdu vel við bakið á okkur,“
segir Jónas. Hann segir ár-
angur liðsins líka skipta gríðar-
legu máli fyrir samfélagið.
„Þetta skiptir miklu fyrir staðinn
en eins og menn vita er
kannski ekki svo mikið við að
vera í svona litlum samfélögum
en þarna sameinast fjölmargir
um að gera þetta skemmtilegt.
Það eina sem talað er um í
Snæfellsbæ þessa dagana er
fótbolti og fólk er mjög spennt
fyrir 1. deildinni en þar eru
Jónas Gestur Jónasson
mörg stór lið.“
Jónas segir að menn séu
ekki mikið farnir að spá í 1.
deildina enda séu menn að ná
áttum en síðan verði fljótlega
byrjað að æfa aftur enda sé
markmiðið að halda sér í 1.
deildinni á næsta ári. „Það
liggur fyrir að Ejub verður á-
fram hjá okkur og við vonumst
til að halda öllum strákunum.
Við þurfum reyndar eflaust að
styrkja okkur eitthvað en því
miður eru ekki margir ungir
strákar að koma upp í meist-
araflokk. Hinsvegar erum við
með mjög efnilega 3. og 4.
flokk og það styttist í að þeir
strákar fari að gera gagn. Yngri
flokka starfið er mjög gott hjá
okkur og það á eftir að skila sér
upp vona ég því það er ekki
síður erfitt að halda sér uppi en
að byggja upp.“
Snæfellsneslið
Jónas segir að liðið sé ekki
einkaeign Ólsara því þar séu
strákar af öllu Nesinu og hann
kveðst vonast til að leikmönn-
um úr Grundarfirði og Stykkis-
hólmi eigi eftir að fjölga til að
hægt sé að byggja á breiðari
grundvelli. Hann segir líka að
félögin á Nesinu hafi gott sam-
starf í yngri flokkunum og það
eigi eftir að leggja grunninn að
sterku Snæfellsnesliði í fram-
tíðinni.
Góð liðsheild lykillinn að árangri
segir Ejub Purisevic þjálfari Víkinga
„Jú þetta kom mér á óvart,
kannski ekki núna í restina, en
fyrir mót átti ég alls ekki von á
þessum árangri, „segir Ejub
Purisevic hinn júgóslavneski
þjálfari Víkinga. Hann hefur
þjálfað Víkinga síðustu tvö
árin en þar áður var hann hjá
Val, HK og Sindra á Horna-
firði. Hann lék reyndar sama
leik með Sindra, kom þeim
upp úr neðstu deild í þá fyrstu
á tveimur árum. Aðspurður
um lykilinn að þessum árangri
Víkinga segir Ejub að þar komi
ýmislegt til. „Við erum með
svipaðan hóp og í fyrra, mjög
duglegt fólk í kringum þetta
og síðan höfum við verið að
spila skynsamlega. Við erum
kannski ekki með neinar stór-
stjörnur en við erum með
góða liðsheild, blöndu af ung-
um og gömlum leikmönnum,
sumum kannski of gömlum en
allavega hefur þetta smollið
vel saman hjá okkur,“ segir
Ejub. Aðspurður um hvort
ekki þurfi að bæta við mann-
skapinn fyrir næsta sumar
segir hann að örugglega þurfi
að fá einhverja nýja en hann
sé hinsvegar ekki farinn að
velta því fyrir sér heldur ætli
hann að njóta þess sem er að
baki í smástund áður en farið
er af stað aftur.
Tilhlökkun
„Við hlökkum til að takast á
við ný verkefni. Ég þekki
fyrstu deildina þótt flestir af
Ejub Purisevic
okkar leikmönnum hafi aldrei
spilað þar. Við höfum engu að
tapa og það getur allt gerst. í
versta falli föllum við aftur í 2.
deild en við gerum örugglega
okkar besta,“ segir hinn sigur-
sæli þjálfari. GE