Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 ^uiisaunu^ Heiðarskóli í hættu staddur Viðræður um samstarf í skólamálum eru fyrirhugaðar milli Skilmannahrepps og Akraneskaupstaðar að beiðni sveitarstjórnar Skilmanna- hrepps. Gangi áætlanir Skil- menninga eftir er grundvöllur fyrir rekstri Heiðarskóla brost- inn. En er ekki betra að reikna dæmið tíl enda áður en endan- legar ákvarðanir eru teknar? Nemendur í grunnskólum Akraness eru sjálfsagt rétt yfir 900. Samkvæmt Arbók sveitar- félaga 2003 kostaði rekstur skólanna 543 milljónir árið 2002. Nemendur voru 892 og kostnaður á hvem nemanda því 609 þ.kr. Miðað við 3% hækkun á ári má áætla rúmar 640 þ.kr. á nemanda á þessu ári. Meðaltal fyrir Vesturland allt árið 2002 er 693 þ.kr. á nemanda. I Borgarnesi er kosmaðurinn 740 þ. kr. á hvern nemanda. I Heiðarskóla eru 113 nem- endur úr fjórum hreppum og er kostnaður á hvern nemanda um 900 þ.kr. auk skólaaksmrs. Meðtalinn er allur reksmr og viðhald skólans, íþróttahúss og sundlaugar en ekki er mér ljóst hvemig þessum útreikningvtm er háttað á Akranesi. Frá því sveitarstjórnirnar tóku við rekstri skólans hefur faglegt og fjárhagslegt eftírlit og stefiiu- mörkun einnig verið í lágmarki og skapað rekstrarvanda sem núverandi stjórnendur em að glíma við. Framlög úr jöfnunarsjóði Minni skóli er óhagkvæmari í rekstri enda er tekið tíllit til þess í úthlutunum úr Jöínunar- sjóði sveitarfélaga samkvæmt reglugerð nr. 351/2002 um framlög til reksturs grunn- skóla. Framlög reiknast aðal- lega á grundvelli nemenda- þölda í hverjum skóla. Aætluð framlög vegna Heiðarskóla árið 2004 er 26,2 milljónir og er greiðslum skipt milli hrepp- anna fjögurra eftir íbúafjölda. Það gera tæpar 232 þ.kr. á hvern nemanda eða rúmlega fimmfalt það sem greitt er með nemendum á Akranesi. Gert er ráð fyrir 39,8 milljóna króna ffamlagi til Akraneskaupstaðar eða rúmum 44 þ.kr. með hverj- um grunnskólanema. (Hér eru ekki talin með ffamlög vegna skólaaksturs eða sérþarfa fatl- aðra nemenda). Kostnaður Akranesbæjar á hvern nemanda er því rétt um 600 þ.kr. en hreppanna fjög- urra um 670 þ.kr. Sparnaður um 10% í Heiðarskóla myndi jafna þessar tölur en fyrirhug- aðar sparnaðaraðgerðir stefha að því að gera gott betur! Minni tekjur Breytingarnar myndu leiða til verulega skertra tekna allra hreppanna fjögurra. Helst ber þar að nefna að ffamlög úr Jöfnunarsjóði vegna reksturs grunnskóla myndu lækka enda eru framlögin reiknuð út ffá nemendafjölda í hverjum skóla. Ahrifanna myndu gæta á Akranesi einnig en ffamlag á nemanda lækkar með hverjum auka nemanda upp að 550. Hefði breytingin verið kom- in til framkvæmda á þessu ári hefði tekjuskerðing hreppanna orðið 21,3 milljónir miðað við núverandi hlutfall. Þessar 21,3 milljónir fara í að borga laun starfsmanna skólans, íbúa hreppanna. Framlag vegna sérþarfa fatl- aðra nemanda nemur 1,7 millj- ónum á þessu ári. Sá peningur hefði farið á Akranesið einnig. Þetta fer að nálgast 100 millj- ónir á einu fjögurra ára kjör- tímabili! Þess ber þó að geta að sam- kvæmt áðurnefndri reglugerð nr. 351/2002, 3. grein, I.A.5 segir „Leggi sveitarfélag niður skóla og nemendur hans eru færðir í annan eða aðra skóla geta sveitarfélög sótt um að skólar séu reiknaðir út eins og var fyrir breytingu. Fallist ráð- gjafamefnd á slíkt erindi skal á- kvörðunin gilda í fimm ár.“ Þessi leið var farin þegar skóla- hald var lagt niður í Kjósar- sveit. Varla em miklar forsend- ur fyrir slíkum sérsamningi, alla vega hjá sumum hrepptm- um. Enda myndi Akranesbær hafa samið illa af sér ef hann fengi ekki þetta hugsanlega aukaframlag upp á tugi millj- óna. Minni framlög frá Jöfnunar- sjóði er ein hlið þessa máls. Hin er að talsverður fjöldi starfa flyst úr hreppunum og út á Akranes. Við Heiðarskóla starfa nú hátt í þrjátíu manns beint eða óbeint. Þetta fólk myndi að langmestu leyti missa sína vinnu ef til flutnings kæmi. Samkvæmt Arbók sveit- arfélaga 2003 má sjá að á Akra- nesi er eitt stöðugildi fyrir hverja 7,2 nemendur árið 2002 og hefur það hlutfall varla auk- ist. Það þyrfti því að bæta við um 16 stöðugildum við grunn- skólana á Akranesi. Laun þess ágæta fólks á Akranesi sem myndi fylla stöðurnar 16 yrðu greidd af íbúum hreppanna en útsvarið þeirra færi til Akranes- Brynjólfur Þorvarðarson kaupstaðar. Hér er því enn ein tekjuskerðing hreppanna. Aukinn kostnaður Breytingarnar geta hæglega leitt af sér aukinn kostnað, einkum er varðar skólaaksmr. I Heiðarskóla er skólahald skipulagt með skólaakstur í huga og því er öllum nemend- um keyrt heim á sama tíma. A Akranesi lýkur skóladegi fyrr hjá yngri nemendum en hjá þeim eldri. Þá þyrfti annað hvort að vista yngri börnin eft- ir skóla eða keyra þau heim á undan þeim eldri. Hvort tveggja hefur í för með sér auk- inn kosmað. Vegna fjarlægðar myndi kostnaður Innri-Akranes- hrepps minnka talsvert vegna skólaaksmrs og framlag úr Jöfnunarsjóði þangað vegna skólaaksmrs minnka að sama skapi en það nemur 5,3 millj- ónum á þessu ári. Kostnaður Skilmannahrepps myndi aukast talsvert, sem og Hval- fjarðarstrandarhrepps en hvor- ugt sveitarfélagið fær greitt úr Jöfnunarsjóði vegna skólaakst- urs (þau eru of tekjuhá). Kosmaður Leirár- og Mela- hrepps myndi aukast talsvert en framlag úr Jöfnunarsjóði einnig en hreppurinn fær 1,2 milljónir á þessu ári vegna skólaaksturs. Mestur raunvera- legur kosmaðarauki yrði því í Hvalfjarðarstrandarhreppi en einnig talsverður í Skilmanna- hreppi. Kostnaður á hvern keyrðan kílómetra gæti hins vegar lækkað með útboði en í Inn- kaupastefnu Akranesbæjar seg- ir m.a.: „Oll mál er varða inn- kaup á vöru og þjónustu yfir 1,5 mkr. án vsk. skal bjóða út í opnum útboðum." (grein 5c) Mikið í húfi Svona Iítur nú dæmið út. Það er ódýrara að reka stóra skóla í þéttbýli en litla skóla í dreifbýli. Sparnaður sveitarfé- laganna sjálfra yrði hins vegar lítill. Þvert á móti yrði jafnvel um aukinn kosmað hreppanna að ræða fyrir utan veralega tekjuskerðingu. En hér er meira í húfi en bara peningar. An Heiðarskóla er ekkert samfélag sunnan Skarðsheiðar. Heiðarskóli er kjarni samfélagsins enda er annar hver íbúi hreppanna og gott bemr viðriðinn skólann á einn eða annan hátt, sem nem- andi, foreldri eða starfsmaður. Stór hluti íbúanna sem kýs að búa á þessu svæði hefur sest hér að vegna skólans og hefúr þá varla áhuga á að búa hér lengur ef skólahald flyst út á Akranes. Fækkun fólks vegna flutnings starfa og jafnvel for- eldra leiðir jafnffamt til lækk- unar fasteignaverðs. Loks verður að líta til fram- tíðar. Framundan er uppbygg- ing við Grundartanga sem ef- laust mun leiða af sér fjölgun íbúa í hreppunum. Takist að slá vörð um Heiðarskóla núna gæti hann orðið kjarni stærra og sterkara samfélags hér sunnan Skarðsheiðar f ffamtíð- inni, samfélags sem gaman verður að tilheyra. Brynjóljnr Þorvarðarson Leiðbeinandi Fjölskyldudagur Björgunarfélagsins Björgunarfélag Akraness stóð fyrir fjöl- skyldudegi á Þórisstöð- um í Svínadal um helg- ina. Þar gafst gestum kosmr á því að spreyta sig á sjóskíðum og kajakróðri auk þess sem björgunarbátur félags- ins fór ótaldar ferðir á Þórisstaðavami. Þá var farið í ratleiki og Survi- vorleik þar sem tvö lið keppmst við að leysa hinir ólíklegusm þraut- ir. Seinni partinn var slegið upp grillveislu og loks tók við kvöld- vaka sem stóð fram eft- ir kvöldi. ALS Menn hættu sér mislangt út á vatnið í kajakn- Þessir vösku krakkar tóku þátt í sjóræningjaratieik, hér er hugað að um, en mikið var þetta nú samt spennandi. sáraumbúnaði aftur í björgunarbílnum. Oll rifin fiindin Það er elcki ofsögum sagt með afköst og uppfmningar fornleifafræðinga hin síðari ár. Eins og allir vita var því haldið fram að fyrsta konan hafi verið sköpuð með því að taka eitt rifbein úr síðu fyrsta karlsins. Fornleifafræðingar hafa hinsvegar fundið umræddan fyrsta mann, ótrúlega heillegan, og komist m.a. að því að í honum hafa varðveist öll rifbeinin. Þ\d hafa þeir afsannað fyrri kenningu fræði- og vísindamanna. Þrátt fyrir inikla leit hafa þeir hinsvegar ekki fundið vitlausa beinið úr honum!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.