Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Side 4

Skessuhorn - 22.09.2004, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 ^ntaaunu... WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. skessuborn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritsljori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitl með greiðslukorti. Verð i lausasölu er 300 kr. 433 5500 VerkM Gísli Einarsson, ritstjóri. Þótt ég öfundi alla jafna ekki kenn- ara sem þurfa að vinna vel rúmlega tveggja stunda vinnudag rúmlega hálft árið um hálfhring þá koma þeir tímar engu að síður á átta ára ffesti eða svo. Eg hef nefnilega engan áhuga á því að vera kennari en kennari í verkfalli vildi ég gjarnan vera enda myndi það þjóna hagsmunum mínum sem letihaugur afskaplega vel. Vandamál- ið er að vísu það að ég er svo eðlislatur að ég er ekki viss um að það sæist ýkja mikill munur þótt ég færi í verkfall, en það er önnur saga. Þrátt fyrir að ég vildi gjarnan vera kennari í verkfalli er ekki þar með sagt að ég hafi samúð með kennurum í verkfalli. Oðru nær. Mér þykir það fast að því ósmekklegt að vega að hags- munum barna í þágu kjarabaráttu á sama hátt og mér finnst það lúalegt þegar heilbrigðisstéttir beita velferð sjúklinga fyrir sig í sínu launastríði. Það er ekki hægt að jafna kjarabaráttu þessara stétta saman við sambærilegt karp hjá mörgum öðrum þar sem hráefnið sem þeir vinna með í sínu starfi er annars eðl- is en flest annað. Það má taka sem dæmi að í verkfalli mjólkur- fræðinga hafa bændur orðið að sturta mjólkinni út í skurð en það hentar ekki í verkfalli grunnskólakennara. A hinn bóginn verður að spila effir þeim leikreglum sem eru í gildi ekki síður en í knattspyrnu t.d. þó svo að þar finnist mér mörkin yfirleitt of lítil fyrir mína sparkfimi og völlurinn full langur fyrir mitt úthald þá sætti ég mig við það. A sama hátt verðum við að sætta okkur við að kennarar fara í verkfall um leið og komið er nóg í verkfallssjóðinn. Því finnst mér ekki við hæfi að bankastofnanir og fleiri fyrirtæki skuli nýta sér þetta óffemdarástand sem markaðstæki. I stað þess að auglýsa lægstu vexti á hverjum tíma þá keppast fjármálastofnanir um það hver bíður upp á bestu og flottustu barnapíurnar fyrir starfsfólkið. Ekki það að ég hafi svo sem sérhæft mig í starfs- mannastefnu þessara fyrirtækja en það hefur allavega ekki far- ið mjög hátt fram að þessu að bönkunum hafi verið sérstaklega umhugað um börn sinna starfsmanna í jólafríum og sumarfrí- um skólanna. Sjálfsagt er þetta löglegt en hinsvegar fast að því siðlaust. Hverjum er hinsvegar ekki sama um það í dag? Það má því að vissu leyti hafa skilning á móðursýki verk- fallsvarða Kennarasambandsins sem skakka leikinn þar sem reynt er að hafa ofan af fyrir börnunum á þeim forsendum að hver sem gefur sig á tal við krakkagreyin gæti verið að laum- ast til að kenna þeim eitthvað. Astandið er því orðið þannig strax í upphafi verkfalls að þar sem tvö börn koma saman þar er hætta á verkfallsbroti. Með óskum um ánægjulegt verkfall. Gísli Einarsson, Ijúflingnr. Pétur Jónsson og Kristján Ingi Pétursson tóku fyrstu skóflustungurnar að öðru húsinu en Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti að hinu. Á milli feðganna stendur Svava Sjöfn Kristjánsdóttir (yngri). Framkvæmdir hafiiar við Sóltún Þann 4. september sl. voru fyrstu skóflustungumar teknar að tveimur nýjum parhúsum á Hvanneyri í nýjasta hverfi stað- arins; Sóltúni. Það er P.J. bygg- ingar ehf. sem byggir húsin, en einingar í þau koma frá Smell- inn á Akranesi. Húsin verða bæði með tveimur fjögurra her- Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði í síðustu viku og þar voru samgöngumál meðal annars á dagskrá. Stjórnin samþykkti meðal ann- ars eftirfarandi ályktun: „Stjórn SSV telur það brýnt vegna aukinnar þungaumferð- ar og umferðaröryggis að þeg- ar verði hugað að uppbygg- ingu þjóðvegar 1 frá Kjalarnesi að Holtavörðuheiði. Ennfrem- ur fagnar stjórn SSV umræð- um um framkvæmdir við Sundabraut upp á Kjalarnes sem eru byggðum á norðvest- urhluta landsins mjög mikil- vægar.“ bergja íbúðum, alls um 150 fer- metrar hver íbúð með bílskúr- um. Framkvæmdir eru hafhar og er gert ráð fyrir að ljúka þeim í vetur en húsin verða boðin til sölu fljódega. Það er Omar Pét- ursson byggingafræðingur sem teiknaði húsin. I samtali við Skessuhorn sagði Asthildur Sturludóttir framkvæmdastjóri SSV að með þessari yfirlýsingu vildi stjórn SSV leggja áherslu á mikilvægi tvöföldunar þjóðvegar alla leið upp á Holtavörðuheiði sem og lýsa yfir stuðningi sínum við Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes. „Það er sérstaklega í ljósi aukinnar þungaumferðar og umferðaröryggis á svæðinu og íbúaþróunar sem stjórn SSV sér ástæðu til að leggja sérstaka áherslu á þennan hluta vegakerfisins," segir Ást- hildur. GE Ingþór í íþróttabúð Dregið hefur verið í á- skriftarleik Skessuhorns fyr- ir septembermánuð. I leikn- um eru allir skuldlausir á- skrifendur blaðsins á út- dráttardegi. Að þessu sinni kom upp úr hattinum nafn Ingþórs Friðrikssonar í Bor- arnesi og fær hann í vinning gjafabréf í versluninni Ozo- ne við Kirkjubraut á Akra- nesi. Til hamingju með þetta Ingþór! MM Akvörðun um umdeilda jarðasölu ligg- ur ekki fyrir Ekki liggur enn fyrir hvort verður af sölu Borgar- byggðar á jörðinni Grenjum á Mýrum en fyrir liggur viljayfirlýsing Borgarbyggð- ar og Sparisjóðs Mýrasýslu um makaskipti á Grenjum og húsakosti Borgameskjöt- vara í Brákarey. I sumar mótmælti afréttarnefnd Alftaneshrepps harðlega fyr- irætlunum Borgarbyggðar um sölu á Grenjum. Rök af- réttarnefndarinnar gegn söl- unni vom þau að verið væri að vega að sauðfjárbúskap á Mýrum með því að skerða afréttarland sveitarfélagsins. Einnig taldi afféttarnefndin óskynsainlegt að fórna þeim tekjum sem sveitarfélagið hefur af jörðinni í formi arðs af Langá. Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar segir meirihluta bæjarstjórn- ar ekki sammála rökum af- réttarnefndarinnar en hins- vegar hafi endanleg ákvörð- un varðandi makaskiptín ekki verið tekin. ,Áíenn hafa hitst tvisvar tíl að ræða mál- in en það var miðað við að ganga ffá samningum nú í haust.“ GE MM SSV leggur áherslu á þjóðveg 1 Háskólasetur í Stykkishólmi á næsta ári? Hugmyndir era uppi um að koma á fót háskólasetri frá Háskóla Islands í Stykkishólmi í tengsl- um við Náttúrastofu Vesturlands. Hug- myndirnar ganga út á að efla rannsóknir á lífríkinu í og við Breiðafjörð og nýta þá fjölbreytni sem þar er að finna við kennslu og rann- sóknir hjá HI: „Hugmyndimar ganga eink- um út á rannsóknarsamstarf og ætlunin er að nýta það starf sem hér er fyrir og efla það með að- stoð háskólans,“ segir Róbert Róbert Arnar Stefánsson Arnar Stefáns- son forstöðu- maður Náttúra- stofu Vestur- lands. Ef af verður mun Há- skólinn skaffa hingað starfs- mann sem væri mikið til í rann- sóknum en félli undir líf- ffæðiskor HÍ og hefði þar ein- hverja kennsluskyldu. Þetta er hinsvegar allt á frumstígi og engar ákvarðanir verið teknar." Róbert segir að til að byrja með sé ekki gert ráð fyrir að nemend- ur stundi háskólanám í Stykkis- hólmi. „Líf&æðin er þannig að hún hentar illa fyrir fjámám. Með þessu samstarfi myndu hinsvegar skapast bein tengsl inn í Háskólann og hægt væri m.a. að taka á móti hópum stúd- enta í afmörkuð verkefhi. Þá mun þetta auðvelda flæði ffæði- manna hingað ffá III og sam- starf við erlenda fræðimenn. Þetta er mjög spennandi mál og það er vilji fyrir því innan há- skólans að fara í þetta verkefni en strandar á fjármagni eins og er. Við eram að vona að þetta geti farið af stað um mitt næsta ár en það veltur á ákvörðunum Alþingis varðandi næstu fjár- lagagerð." GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.