Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Side 7

Skessuhorn - 22.09.2004, Side 7
S21ÉÍS§UH©£I1 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 7 Vaxandi samkeppni framundan í matvörumarkaðnum á Vesturlandi Verslunum fjölgar og aðrar breyta um nöín Á landfyllingunni fremst við Borgarfjarðarbrú hyggst Bónus byggja nýja verslun í Borgarnesi við hlið Spari- sjóðsins, en nýbygging hans er nú að rísa. Nokkrar stórar breytingar eru í farvatningu í matvöru- geiranum á Vesturlandi. Oflug- ar verslanakeðjur hyggjast styrkja sig á nokkrum stöðum og má í því sambandi nefna að bæði Bónus og Samkaup eru með talsverðar skipulagsbreyt- ingar í gangi sem viðkoma þéttbýlisstöðunum Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi og Grundarfirði. Bónus brátt á þremur stöðum I Stykkishómi er í undirbún- ingi að breyta verslun 10/11 í Bónusverslun og er stefnt að því að ný verslun opni á sama stað í endurbættu húsnæði þann 1. nóvember nk. Jóhann- es Jónsson í Bónus sagði í sam- tali við Skessuhorn að fyrirtæk- ið ætlaði að styrkja þjónustu sína á öllu Vesturlandi. „Við ætlum okkur að styrkja stöðu okkar á Vesturlandi og koma til móts við óskir fjölmargra íbúa þar um. Við fáum óhemju margar hringingar frá fólki víðsvegar af svæðinu sem óskar eftir því að við komum upp Bónusverslunum á ýmsum stöðum. Við höfum þegar á- kveðið að breyta 10/11 í Stykk- ishólmi í Bónusverslun og ætl- um bráðlega að hefja byggingu nýrrar verslunar í Borgarnesi á uppfyllingunni þegar komið er inn í bæinn að sunnan. Við sjá- um fyrir okkur að íbúum muni fjölga og það er greinileg sprenging varðandi þá sem nýta vaxandi fjölda sumarhúsa í Borgarfirði. Við höfum einnig ákveðið að leita okkur að hent- ugri lóð á Akranesi fyrir nýja Bónusverslun þar. Erum því leitandi eftir uþb. 5000 fer- metra lóð á hentugum stað á Skaganum. Þar horfum við ekki síst til fjölgunar atvinnu- tækifæra á Grundartanga og fjölgunar íbúa m.a. á Akranesi samhliða því,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bónus. Kaupfélagið verður Samkaup Guðjón Stefánsson er fram- kvæmdastjóri Samkaupa, en Samkaup rekur bæði verslanir með því nafni og Nettó. Geng- ið hefur verið frá sameiningu verslunarsviðs KB í Borgarnesi við Samkaup og því er ráðgert að hin 100 ára gamla kaupfé- lagsverslun á staðnum fái brátt nafnið Samkaup - úrval, en verslanir Samkaupa með því nafni eru svipað samansettar og matvörumarkaður KB í Borgarnesi er í dag og því er breytingin ekki uintalsverð, nema ef vera kynni sálræns eðl- is fyrir þá sem þekkja ekki ann- að en að versla í kaupfélaginu eins og þeir hafa alltaf gert. En það verður fleira sem breytist hjá Samkaupsmönn- um. I Grundarfirði og á Akra- nesi hefur KB undanfarin miss- eri rekið verslanirnar Grunda- val. Guðjón gerir ráð fýrir að þeim verslunum verði breytt í Samkaup - strax, en það eru verslanir sem hafa almennt lengri opnunartíma en stór- markaðir og eru því einskonar klukkubúðir. Aðspurður um hvort breytingar séu fýrirhug- aðar í húsnæðismálum þessara verslana segir Guðjón að á teikniborðinu sé nýtt verslun- arhús í Grundarfirði. „Einnig er líklegt, þó ég geti ekki stað- fest það endanlega nú, að við munum koma okkur fyrir með Nettó í nýrri verslunarmiðstöð sem til stendur að byggja á Miðbæjarreitnum á Akranesi og opnar þar eftir rúmt ár. Þannig munum við að öllum líkindum stækka verslunarrými okkar í Grundarfirði og á Akranesi,“ sagði Guðjón. „Hann bætir við: „Allar þessar breytingar fela í sér ákveðna hagræðingu svo sem í innkaup- um, sem leiðir aftur til þess að við getum lækkað vöruverð neytendum okkar til hagsbóta. Við munum því verða öflugir og fullir þátttakendur í sam- keppninni á Vesturlandi, fram- vegis sem hingað til,“ segir Guðjón Stefánsson að lokum. Samkeppni vex Af þessu má sjá að sam- keppni í matvöruverslun mun aukast til muna á Vesturlandi gangi áform þessara aðila eftir. Til að mynda fjölgar verslun- um á Akranesi við þetta um eina og yrðu alls 5 matvöru- verslanir á staðnum, en til við- bótar þeim verslunum sem nefndar hafa verið eru verslan- irnar Einar Olafsson og Skaga- ver reknar af heimamönnum í bænum. I Borgarnesi er helsta breyt- ingin hinsvegar sú að Bónus flyst í nýtt og hentugra hús- næði á nýju landfyllingunni og nafn KB Hyrnutorgi breytist í Samkaup - úrval. I Stykkishólmi má gera ráð fyrir að vöruverð lækki nokkuð þar sem stigsmunur er á verði milli 10/11 og Bónuss, þrátt fyrir að báðar verslanakeðjurn- ar séu í eigu sömu aðila. I Grundarfirði ætti fyrst og fremst aðstaðan að batna með nýju verslunarhúsi en verðlag væntanlega haldast lítið breytt. Allar þessar breytingar fela þó í sér að samkeppni á mat- vörumarkaði er að aukast á Vesturlandi og stóru verslana- keðjurnar ætla að styrkja sinn hlut. Hvort rými verður fýrir allar þessar verslanir á mark- aðnum verður hinsvegar tím- inn einn að leiða í ljós. MM Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Akraneskaupstaður Tillaga að deiliskipulagi í Flatahverfi, klasa 5 - 6 Með vísan til 25. gr. skipulags- og bvggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum vio tillögu ao deiIiskipulagi klasa 5 - 6 í Flatahverfi. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlis- og sérbýlishúsa. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 29. sept. 2004 til og með 27. okt. 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemair. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. nóv. 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 20. sept. 2004 Þorvaldur Vestmann Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Folöld Óskum eftir folöldum til slátrunar Vinsamlegast pantið í síma 460-8850 eða sendið tölvnpóst á svalas@nordlenska.is Norðjenska

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.