Skessuhorn - 22.09.2004, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004
Leikskólastarfsmenn á Akranesi eru miður sín yfir
umgengni á leikskólalóðum bæjarins:
Skemmdarverk, sóðaskapur
og vanvirðing
Matjurtagarðar við alla leikskólana hafa verið
eyðilagðir. Börnunum þykir þetta að vonum sárt,
enda leggja þau mikla alúð í ræktunina.
A Akranesi eru starfandi þrír
leikskólar; Vallarsel, Garðasel og
Teigasel, og yfir þrjú hundruð
böm á aldrinum tveggja til fimm
ára dvelja þar dag hvem við leik
og störf. Alla tíð frá opnun leik-
skólanna hefúr útileiksvæði þeirra
þjónað sem hverfaleikvellir um
helgar og eftir lokun þar sem
stálpaðri börn og þau sem ekki
eiga pláss í viðkomandi skóla geta
komið og leikið sér. Því miður
hefúr alltaf borið eitthvað á því að
umgengni um leikvellina er ekki
sem skyldi en á síðustu missemm
hefúr ástandið versnað til muna
og nánast orðið daglegt brauð að
unnin séu spjöll á leiktækjum og
húsakosti skólanna. Sigrún Gísla-
dóttir, leikskólafulltrúi Akranes-
kaupstaðar, segir að þetta kosti
bæinn umtalsverðar upphæðir og
í ratm sé það óásættanlegt að
fóma þurfi þeim fjármunum sem
fara eigi í viðhald og endurbætur
í að laga skemmdir sem unnar era
viljandi og af algjöm virðingar-
leysi fyrir verðmæmm og þeim
sem njóta eiga þessarar aðstöðu.
Hasspípur og smokkar
í sandkössum
„Þessar skemmdir em undan-
tekningarlítið þannig að útilokað
er að lidu bömin hafi valdið þeim
eða komið þar nærri. Algengt er
að klifrað sé upp á þök og þak-
gluggar eða skyggni brotin,
smokkar og hasspípur hafa fund-
ist á skólalóðunum, skemmdar-
vargamir ganga örna sinna á leik-
svæði barnanna, eyðileggja mat-
jurtargarðana þeirra og leiktækin.
Það er orðinn fastur liður hjá
starfsfólki leikskólanna að ganga
hring um svæðið á morgnana
áður en börnin fara út til þess að
ganga úr skugga
um að ekki leynist
neitt óæskilegt á
svæðinu. Svona á
þetta auðvitað
ekki að vera,“ seg-
ir Sigrún. Allar
líkur benda til
þess að það séu
stálpaðri böm og
unglingar sem
beri ábyrgð á
skemmdarverk-
unum, enda hóp-
ast þau gjarnan
saman á og við
leikvellina á
kvöldin þegar eft-
irfit með þeim er
lítið. A því gæti
hins vegar orðið breyting fljót-
lega því verið er að kanna mögu-
leikana á því að koma upp örygg-
ismyndavélum á lóðunum.
Þannig væri hægt að vinna mark-
visst í því að komast að því ná-
kvæmlega hverjir era þarna á
ferð. „Auðvitað ber þeim sem
standa í því að skemma og eyði-
leggja að borga það tjón sem af
ffamferðinu hlýst, ef við getum
séð hverjir standa á bak við þetta
mætti að minnsta kosti minnka
fjárhagslega tjónið sem bærinn
verður fyrir. En það er bara önn-
ur hliðin á málinu því auðvitað
veldur þetta börnunum á leik-
skólanum miklum vonbrigðum."
Hvatt til
grenndargæslu
I ffamtíðinni verða gerðar
skýrslur um öll skemmdarverk á
leikskólalóðunum og þau með-
höndluð sem lögreglumál. Beri
það ekki árangur segir Sigrún
ekkert eftir annað en að víggirða
leikvellina svo umferð um þá eft-
ir lokun verði ómöguleg. Það sé
hinsvegar slæmur kostur þar sem
langflestir þeirra sem sækja vell-
ina eftir lokun leikskólarma gangi
vel um og séu til fyrirmyndar.
Hún bætir því við að ein leiðin til
þess að stemma stigu við þessu
vandamáli sé að opna almenna
umræðu og fá íbúa til þess að taka
afstöðu með bæjaryfirvöldum og
leikskólastjórnendum. „Ef fólk
veit hvað viðgengst við leikskól-
ana er mögulegt að koma á fót
einslags grenndargæslu þannig að
nágrannar hefðu augun hjá sér og
létu vita ef eitthvað misjafnt er í
gangi. Eins tel ég mikilvægt að
foreldrar ræði við börnin sín um
gildi þess að bera virðingu fyrir
eigum annarra og vinnuumhverfi
leikskólabarnanna. Einnig stend-
ur til að taka málið upp í grann-
skólunum, en það er athyglisvert
að ástandið er verst á þeim leik-
skólum sem næst standa grann-
skólunum," segir Sigrún Gísla-
dóttir. ALS
Teigasael
Guðbjörg Gunnarsdóttir leik-
skólastjóri á Teigaseli segir að
alltaf hafi borið nokkuð á slæmri
umgengni um lóðina við leik-
skólann, en þetta hafi verið sér-
staklega slæmt undanfarið. Þá
segir hún ástandið alltaf verst á
vorin, haustin og á milli jóla og
nýárs þegar flugeldasalan er í
gangi. Þá sé allt sprengt sem
hægt er að sprengja. Til dæmis
var hitamælir utan á húsinu
sprengdur upp og jafnvel hefur
verið gengið svo langt að henda
kínverja yfir grindverk og ofan í
sandkassa þar sem hann sprakk
meðal barna að leik. Sem betur
fer sakaði bömin ekki. Þá hefur
að minnsta kosti tvisvar verið
farið inn í leikskólann. í annað
skiptið var lyfjaskápur brotinn
upp, en annars hafa engar
skemmdir verið unnar innan
dyra. „Við á Teigaseli höfum
mest orðið fyrir skemmdum á
trjágróðri og matjurtagarðurinn
okkar var eyðilagður. I leikskól-
anum vinnum við mikið með að
virkja meðvitund bamanna um
náttúruna og reynum að kenna
þeim að bera virðingu fyrir
henni. Þau era gjörsamlega mið-
ur sín yfir því hvemig farið er
með gróðurinn hérna og botna
ekkert í því hvernig nokkur get-
ur gert svona lagað. Þau hafa lagt
mikla vinnu í að hugsa um trén
og matjurtagarðana og urðu að
vonum sár þegar þau komu í
leikskólann einn daginn og ein-
hver hafði eyðilagt alla þá vinnu
fyrir þeim,“ segir Guðbjörg.
Annað sem er nokkuð vandmál á
'Ieigaseli er aðkoman eftir helg-
ar, en þá er ekki óalgengt að
byrja þurfi á því að þrífa upp
glerbrot, ælu og smokka auk þess
Mikil sþjöll hafa verið unnin á
trjágróðri á Teigaseli, börkur
rifinn af trjám og greinar þeirra
brotnar.
sem hasspípa hefúr einu sinni
fundist á leiksvæðinu. Guðbjörg
segist vona að ef fólk viti af
vandamálinu finni það til samfé-
lagslegrar ábyrgðar og leggi sitt
af mörkum til þess að leysa mál-
ið án þess að loka þurfi leiksvæð-
inu fyrir almenningi.
Vallarsel
Lilja Guðlaugsdóttir, leik-
skólastjóri á Vallarseli, segist
finna mun minna fyrir slæmri
umgengni en leikskólastjór-
arnir á Teigaseli og Garðaseli.
Þó hafi það gerst fyrstu helg-
ina á september að mikil spjöll
voru unnin á leikskólanum.
Rúður í leikfangageymslum á
lóðinni voru bromar, glugginn
á skrifstofu leikskólastjóra
einnig og þakgluggi yfir lista-
smiðjunni. Þá hefur hún gefið
upp á bátinn að vera með mat-
jurtargarða því þeir vora alltaf
eyðilagðir og nokkur vandræði
hafa verið með að fá að hafa
grasþökur, sem var komið fyrir
á lóðinni í sumar, í friði og
niðurfall í nýrri buslulaug var
fyllt af sandi og skemmt. „Ég
veit að krakkar safnast smnd-
um saman hérna eftir lokun og
era þá að príla á þakinu og
svoleiðis. En það gerist sjaldan
að eitthvað sé skemmt. Það
hefur einnig fundist smokkur á
leiksvæðinu og komið fyrir að
I byrjun mánaðarins var rúða á
skrifstofu leikskólastjóra brotin
og þakgluggi í listasmiðju
sömuleiðis.
fólk gengur örna sinn í útihús-
unum, en það er alls ekki al-
gengt, -sem betur fer,“ segir
Lilja. Hún segir þó að
skemmdirnar sem unnar vora
á þakglugga og rúðu á skrif-
stofunni hennar í byrjun sept-
ember bendi til þess að þar
hafi verið gengið til verks af
einbeittum brotavilja og
ósennilegt sé að mjög ung
börn hafi verið þar að verki.
Garðasel
Af leikskólunum þremur hef-
ur Garðasel orðið hvað verst
fyrir barðinu á skemmdarvörg-
um og nú er svo komið að Ing-
unn Ríkharðsdóttir, leikskóla-
stjóri, nýtir kvöldgöngurnar
sínar iðulega til þess að fara í
eftirlitsferð fram hjá vinnu-
staðnum sínum. „Virðingar-
leysið sem þeir sem standa fyrir
þessu sýna er algjört. Þessir að-
ilar virðast koma hingað gagn-
gert með það í huga að skemma
sem mest,“ segir Ingunn. Brot-
in leiktæki, mannakúkur í úti-
húsum, ónýtir matjurtargarðar,
hasspípa á leiksvæði, brotið
skyggni og gluggar eða úttiljós
er meðal þess sem starfsfólk
leikskólans hefur þurft að fjar-
lægja eða laga. Þá hefur einnig
komið fyrir að farið hefur verið
inn í leikskólann, þó ekki hafi
verið unnin skemmdarverk inn-
an dyra. „Við megum aldrei
gleyma neinu úti, því það er þá
notað til þess að skemma og
eyðileggja. Ef skófla gleymist í
sandkassa er búið að henda
sandi út um allt, ef krít gleym-
ist á stéttinni er búið að krota
húsið allt út. Stundum höfum
við komið til vinnu og fundið
að það hefúr verið migið utan í
húsið og jafnvel falsið á útidyr-
um. Morgnarnir fara orðið í
það að tína rusl og sápuþvo
húsið að utan. Þetta er auðvitað
hvimleitt fyrir okkur og börnin
era mjög leið yfir þessu. Líf
þeirra gengur út á reglur og
þau botna ekkert í því þegar
þær eru þverbromar og svona
lagað gerist aftur og aftur. Ég
hef þó mestar áhyggjur af
krökkunum sem sýna af sér
þetta virðingarleysi, hvert
stefna þau?“ Ingunn tekur
Skyggnið á leikskólanum er
brotið á a.m.k. tveimur stöðum
og möl hefur verið grýtt upp á
það.
undir það með Guðbjörgu
Gunnarsdóttur að ástandið sé
sérstaklega slæmt yfir jól og
áramót og þá megi búast við því
að allt sé sprengt sem sprangið
getur. Á Garðaseli hefúr ýmis-
legt verið reynt til þess að
stemma stigu við þessari óheilla
þróun. „Þegar ég hef verið að
vinna á kvöldin hef ég til dæm-
is oft farið út og spjallað við
krakkana sem safnast saman
hérna og beðið þau um að að-
stoða mig við að verja leikvöll-
inn. Það hefur gefist vel í ein-
hvern tíma, en svo fer allt í
sama farið. Við fórum líka út í
það að setja dreifibréf í húsin
hér í kring þar sem vandamálið
er tíundað og fólk beðið um að
hafa augun hjá sér og ræða við
unglingana sína. Þá skánaði á-
standið í tvær til þrjár vikur.
Lögreglan hefur líka gert átak í
að fylgjast með leiksvæðinu, en
það er svo sem ekki í verka-
hring hennar.“ Ingunn segir
ljóst að eitthvað verði til bragðs
að taka því með þessu áfram-
haldi gangi ekki að leikskóla-
lóðin sé hverfaleikvöllur opinn
öllum um leið og hún er leik-
skóli sem fellur undir opinberar
reglugerðir um öryggi og von-
ast til þess að umræða um mál-
ið skili einhverju.