Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.09.2004, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 9 a&£ssunu>> Menningarsögulegt slys í uppsiglingu í Borgamesi -segja þeir sem mótmæla fyrirhuguðu niðurrifi á gamla Mjólkursamlagshúsinu við Skúlagötu. Gamla Mjólkursamlagið í Borgarnesi. Frestur til að skila inn at- hugasemdum við nýtt deiliskipulag í gamla miðbæn- um í Borgarnesi rann út þann 15. september sl. Nokkrar at- hugasemdir bárust við skipu- lagið og verða þær lagðar fyrir bæjarráð Borgarbyggðar á fimmtudag og í framhaldinu væntanlega leitað umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Nýja deiliskipulagið nær )dir svæðið við Brákarsund, þ.e. svokallað Rauða torg þar sem var síðast athafnasvæði Bygg- ingavörudeildar KB, gamla Kaupfélagsplanið og næsta ná- grenni. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að gamla Mjólkursamlagið verði rifið en skiptar skoðanir eru um þær fyrirætlanir. Stefán Olafsson byggingameistari og Sigríður Björkjónsdóttir, sagnfræðingur voru meðal þeirra sem gerðu athugasemdir við nýja deiliskipulagið. 1 bréfi sínu til bæjarstjórnar fagna þau þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að stuðla að því að endurlífga gamla miðbæinn með þéttingu byggðar en leggja áherslu á að taka þurfi tillit til þeirrar sögu sem tilheyri svæðinu og þar með þeim byggingum sem gegnt hafa Iykilhlutverki í upp- byggingu Borgarness á síðustu öld. Þau Sigríður og Stefán fara fram á að ákvörðun um niðurrif gamla Mjólkursamlagshússins verði endurskoðuð og í bréfi þeirra segir m.a. „Húsið er teiknað af þáverandi húsameist- ara ríkisins; Guðjóni Samúels- syni, en hann er óumdeilanlega einn af lykilmönnum í íslenskri byggingalistasögu. Bygging þessi ber, eins og svo margar aðrar af hans byggingum, sterk höfundareinkenni og er dæmi- gert fyrir byggingarstíl Guð- jóns á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Húsið er einnig órjúfan- legur hluti af atvinnusögu Borgarness og var það hluti af andliti bæjarins frá sjó þegar samgöngur við hann voru enn um þá leiðina. Húsið er reisu- legt, sérstakt og fallegt og er í raun einstakt í sinni röð á land- inu.“ Þá segja þau að hár kostn- aður við viðgerð og viðhald hafi stundum verið notuð sem rök til að rífa gömul og sögufræg hús og hafi það haft í för með sér menningarsöguleg slys þeg- ar litið sé til baka. Ottast þau að slíkt slys sé í uppsiglingu með niðurrifi gamla Mjólkursam- lagshússins. Sigríður og Stefán benda á að ýmsar hugmyndir séu uppi um möguleg not hússins og að það hafi undanfarin misseri þjónað hlutverki fjölnotahúss og hýst ýmsa viðburði. GE Námskeið Samfés í síðustu viku stóð Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Is- landi, fýrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi. Námskeiðið er lið- ur í ffæðsluherferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð þátt- taka var á námskeiðinu hér á Vesturlandi og mættu starfs- menn félagsmiðstöðva frá Búð- ardal, Stykkishólmi, Snæfells- bæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi. Farið var yfir fag- legt og uppeldislegt umhverfi starfsins og þá þróun sem verið hefur í félagsmiðstöðvarmálum landsins á síðustu árum. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru þau Linda Udengárd, æskulýðs- og forvarnafulltrúi Kópavogs, Olafur J. Stefánsson, forstöðumaður hjá íþrótta- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og Eygló Rúnarsdóttir verkefn- isstjóri hjá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur. A námskeiðinu var leitast við að svara spurningunum eins og: Hvað eru félagsmiðstöðvar og staða þeirra í nútímasamfélagi? Hvaða faglegu kröfur eru gerðar til starfsfólks félagsmiðstöðva? Hvaða starfsþættir einkenna fé- lagsmiðstöðvastarf? GE Skip selt og annað Bræðurnir Sigurður Olafur og Jóhannes Þorvarðarsynir í Grundarfirði seldu í liðinni viku 200 tonna fiskiskipið Þor- varð Lárusson SH til Reykja- víkur og fær það nafnið Straumur RE 79. I staðinn keyptu þeir bræður annað skip 250 tonna sem hét áður Smáey VE, en nú síðast Björn RE 79. Skipið fær sama nafn og fyrir- rennari þess og er það væntan- legt til Grundarfjarðar innan tíðar. A myndinni eru skipverj- ar á Þorvarði Lárussyni SH að ganga frá búnaði og gera skip- ið klárt til veiða fýrir nýja aðila áður en það kvaddi Grundar- fjörð. MM/Ljósmynd Sverrir. Kem á staðinn og geri verðtilboð í allar gerðir húsgagna, mikið úrval af áklœðisprufum. Sœki og kem með vöruna til þín að kostnaðarlausu. Vísa greiðslukjör. G.L. Bólstrun Lækjargata 3 530 Hvammstanga Sími: 865 2103 Geymsluhúsnæði óskast! Vantar geymsluhúsnæði, hlöðu eða skemmu. Upphitað eða óupphitað. Langtímaleiga fyrir rétt húsnæði, þarf að vera gott aðgengi. Upplýsingar í síma 820-2338 Akraneskaupstaður Bæjarstjórn Akraness Utvarpað er fra bæjarstjórnarfundum á FM 95,0 981. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, 3. hæð, þriðjudaginn 28. september 2004 og hefst hann kl. 17:00. Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir: Akraneslistinn í Jónsbúð, Akursbraut 13, mánudaginn 27. september 2004 kl. 18:00. Nefndarfólk Akraneslistans er sérstaklega hvatt til að mæta á fundinn og jafnframt til þátttöku í vetrarstarfinu. Framsóknarflokkurinn í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, mánudaginn 27. september 2004 kl. 18:00. I Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðissalnum, Stillholti 16- 18, laugardaginn 25. september 2004 kl. 10:30. Fundirnir eru öllum opnir. Athugið breyttan fundarstað og tíma hjá Akraneslistanum! . Bæjarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.