Skessuhorn - 22.09.2004, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004
^niissunu^
Bútabær.is opnar á Akranesi
Guðrún Krístjánsdóttir t.v. og Áslaug Sveinsdóttir
afgreiðslukona í Bútabæ.is.
Ný verslun var opnuð á Akra-
nesi í liðinni viku. Hún neíinist
Bútabær.is og er staðsett í kjall-
ara hússins að Skólabraut 37.
Eins og nafnið bendir til er uin
að ræða verslun sem sérhæfir sig
í efhurn og vörum til bútasaums
auk gardínuefha, tvinna og ann-
ars til sauma. Eigandi verslunar-
innar er Guðrún Kristjánsdóttir,
kaupmaður á Selfossi, en þar
rekur Guðrún samnefnda versl-
un og Vogue búð að auki. Guð-
rún er ekki ókunn Akranesi en
hún bjó á staðnum ffá fjögurra
til fjórtán ára aldurs. Aðspurð
segist hún líta björtum augum á
þennan rekstur þrátt fýrir að
margar sérverslanir hafi hætt
starfsemi á Akranesi síðustu árin.
„Skagamenn og -konur hafa tek-
ið mér opnum örmum enda er
mikill áhugi fýrir saumaskap og
sérstaklega bútasaumi hér í bæn-
um. Mér er til efs að á nokkrum
öðrum stað hér á landi finnist
eins rík hefð og reynsla í búta-
saumi og það eru ótrúlega marg-
ar konur sem kunna þetta hér.
Eg hef aðeins prófað að selja
þessar vörur hér í
bænum áður, en í
fýrra var ég með
opið einn dag í
viku í húsnæði
Nýju línunnar við
Kirkjubraut. Þá
fann ég að mikil
þörf var á slíkri
verslun og því á-
kvað ég að slá til
og keypti kjallarann hér til að
opna þessa verslun nú í haust,"
sagði Guðrún í samtali við
Skessuhorn. Hún auglýsti ný-
lega eftir afgreiðslumanni í búð-
ina og viðbrögðin létu ekki á sér
standa því alls sóttu 40- 50 kon-
ur um starf í búðinni. MM
T^pnninn—u
Jens. B. Baldursson
Miðbæjarreitur cí Akranesi
- byggingarframkvæmdir í leyfisleysi?
Deiliskipulag sam-
þykkt þrátt fyrir
mikil mótmæli
Fimmtudaginn 16. sept-
ember var tekin fýrsta
skóflustungan að nýjum fjöl-
býlishúsum við Dalbraut á
Miðbæjarreitnum á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraness sam-
þykkti deiliskipulag fýrir
þetta svæði í sumar þrátt fýr-
ir að íbúar í 80% húsa á Dal-
braut og Esjuvöllum mót-
mæltu þessu skipulagi. Ibúar
í þessum götum eiga mestra
hagsmuna að gæta enda
liggja þær að Miðbæjarreitn-
um. Margir fleiri mótmæltu
en þrátt fyrir það var
deiliskipulagið samþykkt
nánast óbreytt eins og fýrir-
tækið Skagatorg vildi hafa
það. Þetta fýrirtæki fékk leyfi
til að gera deiliskipulagið og
standa að öllum framkvæmd-
I um á svæðinu.
Bæjarstjórn óskar
eftir frestun á
úrskurði um
deiliskipulagið
Þessi skóflustunga og
I fréttatilkynningarnar sem
fylgdu eru undarlegar í ljósi
þess að ég og kona mín kærð-
um þetta deiliskipulag til úr-
skurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála en úrskurður
nefndarinnar er ekki kominn.
Og ekki bara það, Akranes-
kaupstaður hefur óskað eftir
því að úrskurðarnefndin
fresti því að afgreiða inálið!
Urskurðarnefndin lét mig
hafa afrit af bréfi bæjarins til
nefndarinnar vegna þessarar
kæru enda á ég rétt á máls-
gögnum sem kærandi. Bréfið
er sent af Tryggva Bjarnasyni
lögmanni á Akranesi fyrir
hönd bæjarins og dagsett 9.
sept. I bréfinu er farið fram á
að úrskurðarnefndin fresti
málinu. Astæðan er sú að
Skagatorg óskaði 26. júlí eft-
ir breytingum á deiliskipu-
laginu sem bæjarstjórn hafði
þá nýlega samþykkt. Segir í
bréfi lögmanns Akraneskaup-
staðar að verið sé að bíða eft-
ir endanlegum teikningum
frá arkitekti Skagatorgs.
Breytingum á deiliskipulag-
inu sem séu tilefni kæru sé
ekki lokið. Breytingarnar
kunni að hafa áhrif á niður-
stöðu úrskurðarnefndarinnar
og hugsanlega á afstöðu
kærenda.
Hvernig fer það saman að
deiliskipulagið sé ekki tilbúið
en samt sé byrjað á fram-
kvæmdum?
Er Björn Lárusson
yfirbæjarstjóri
Akraness?
Þetta er ekki í íýrsta skipti
sem Skagatorg fer fram á
breytingar á skipulaginu.
Breytingarnar eru orðnar
fleiri en ég hef tölu á. Meðal
fýrstu breytinganna var að
verslunar- og þjónustuhús-
næði var hækkað í fjórar
hæðir þegar fýrirtækið heyrði
af mótmælum íbúanna. Síðan
hefur það verið Iækkað smám
saman og er nú komið í eina
hæð svona til að fýrirtækið
sýnist koma til móts við íbú-
ana. Og alltaf hleypur bæjar-
stjórnin eftir dyntum fyrir-
tækisins. Tíu hæða fjölbýlis-
húsin (níu hæða + penthouse)
eru þó alltaf óbreytt. Það er
fýrst og fremst hæð húsanna
sem er íbúunum þyrnir í aug-
um ásamt því að þau passa
engan veginn á þessum stað.
Þó bæjarstjórinn hafi fengið
að taka fýrstu skóflustunguna
og jafnvel verið klappaður
upp þá virðist eins og fýrir-
tækið Skagatorg og fulltrúi
þess, Björn Lárusson, stjórni
gerðum bæjarins. Ekkert hef-
ur verið rætt við íbúana eða
hlustað á þeirra málflutning
(sbr. greinar sem ég skrifaði í
Skessuhorn í vor). Eigendur
fyrirtækja við Miðbæjarreit-
inn sem ég hef rætt við kvarta
sömuleiðis yfir því að ekkert
sé rætt við þá eða hlustað á
þeirra málflutning. Hvað
veldur þessari þjónkun við
fýrirtækið Skagatorg?
Vantar framkvæmdir
á Akranes?
I fréttatilkynningu um
skóflustunguna var lögð á-
hersla á hversu miklar fram-
kvæmdir þetta væru, mestu
einstöku framkvæmdir frá því
Sementsverksmiðjan var
byggð.
Eina skýringin sem ég hef
fengið á þjónkun bæjar-
stjórnar við fýrirtækið Skaga-
torg (fýrir utan getgátur um
óeðlileg hagsmunatengsl) er
sú að þetta þýði miklar fram-
kvæmdir á Akranesi og að
loksins sé kominn aðili sem
vilji byggja á Miðbæjarreitn-
um.
Fylgjast bæjarfulltrúar ekki
með því sem gerist í bænum?
I bænum hafa verið óhemju
miklar framkvæmdir og und-
anfarið hefur verið afar erfitt
að fá iðnaðarmenn og verk-
takafyrirtæki til starfa.
Þannig að ekki vantar vinnu.
Og nokkuð ljóst er að fram-
kvæmdir halda áfram á næstu
árum með fjölgun íbúa eftir
því sem Akranes tengist höf-
uðborgarsvæðinu betur. Því
var óþarfi hjá bæjaryfirvöld-
um að flýta sér og hlaupa eft-
ir hagsmunum fýrirtækisins
Skagatorgs þegar hinn dýr-
mæti Miðbæjarreitur var
skipulagður.
Skipulagsmál
í ólestri
Miðbæjarreiturinn á Akra-
nesi er ekki eina dæmið um
ráðaleysi og erfiðleika bæjar-
stjórnar í skipulagsmálum.
Bæjarbúar tala um þetta sín á
milli, nýjasta dæmið er nýi
vegurinn upp í skógrækt og
golfvöll sem liggur nánast
utan í húsunum sem þar hafa
verið byggð. Einbýlishús sem
fólk hefur byggt af mikilli
elju og dugnaði fá of lítið
pláss og njóta sín engan veg-
inn. Eg veit um einstaklinga
sem hafa hrökklast yfir í
sveitarfélögin hér í kring
vegna klúðurs í skipulags-
málum. Viðleitni til að bæta
úr er þöguð í hel, sbr. ágætar
hugmyndir arkitekta um
skipulag gamla miðbæjarins
og tengingu hans við nýja
miðbæinn. Þessar hugmyndir
voru kynntar á fundi fýrir
u.þ.b. ári við hrifningu flestra
sem þær sáu en síðan hefur
ekkert verið gert með þær.
Metnaðarlaus
bæjarstjórn
Kannski er nú svo komið
að við Akurnesingar þurfum
að hugleiða sameiningu við
stærri sveitarfélög, t.d.
Reykjavík. E.t.v. þurfum við
að viðurkenna að við ráðum
ekki við ýmis verkefni nútíma
sveitarfélags eins og skipu-
lagsmál. Auk þess yrði kannski
eitthvað gert í að bæta al-
mannasamgöngur milli Akra-
ness og Reykjavíkur og aukinn
kraftur fengist í viðleimi til að
lækka gangagjaldið. Bæjar-
stjórnin sýnir lítið frumkvæði í
þessum málum sem er engan
veginn í samræmi við dugnað
einstaklinga og fýrirtækja sem
hvarvetna blasir við í bænum
Jens B. Baldursson
Dalbraut 21, Akranesi
11
Þekking - Reynsla - Þjónusta
m«h*«!í!4.is
Alfa Romeo 156
02/2000 5 gíra ek.
53.000. Aukadekk og
felgur.
Verð 980.000
VW Golf 1,6
Comfortline 07/1999 5
gíra ek. 95.000. Ný
tímareim og vatnsdæla.
Aukafelgur.
Verð 880.000
Ford Focus 1,6 stw
11/2001 5 gíraek.
63.000. Fallegur biII.
Verð 1.250.000
Audi A6 Quattro 2,8
7 manna 1996 ssk. Ekinn
116.000 mílur. 4wd. Vel
búinn bill. Topplúga,
loftkæling, cruse control,
leður o.fl. Ath. skipti á
ód/dý.
Verð 1.450.000
«wí®4is