Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Page 14

Skessuhorn - 22.09.2004, Page 14
14 MIÐVTKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 Norrænt unglingamót á Akranesi Hópurinn á leið á Akrafjall undir leiðsögn Leós Jóhannessonar. Ljósmynd: Borghildur Jósúadóttir. Dagana 10.-19. september heimsóttu 16 unglingar á aldr- inum 15 - 18 ára frá vinabæj- um Akraness í Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi og Danmörku jafnaldra sína á Akranesi. Ung- lingamót af þessu tagi er fast- ur liður í starfsemi Norræna fé- lagsins, en þau eru haldin ann- að hvert ár og skiptast Norður- löndin á um að halda þau. Akraneskaupstaður og Akra- nesdeild Norræna félagsins hafa samvinnu um skipulagn- ingu mótsins og er þetta í sjötta sinn sem það er haldið. Gestirnir komu frá vinabæj- unum Tönder í Danmörku, Bamble í Noregi, Vastervik í Svíþjóð og Nárpes í Finnlandi og dvöldu hjá jafnöldrum sín- um á Akranesi meðan á mót- inu stóð. Flelga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs Akraneskaup- staðar, segir mótið hafa geng- ið vel fyrir sig og þær fjölskyld- ur sem tóku á móti norrænu gestunum hafi staðið sig með eindæmum vel. „Þau koma fjögur frá hverju landi og dvöldu á 12 heimilum á Akra- nesi. Hlutverk krakkanna var m.a. að kynna sinn heimabæ í skólunum hér og við lögðum mikið upp úr því að allt færi fram á þeirra eigin tungumáli. Þannig kynntu krakk- arnir sex sem eru á grunnskólaaldri sína bæi fyrir 10. bekking- um í grunnskólunum. Hin tíu, sem komin eru í framhaldsskóla, fóru inn í áfanga í dönsku 103 og 212 í Fjölbrautaskólanum og héldu sína kynn- ingu þar. Þetta gekk allt mjög vel, enda eru þetta frábærir krakkar," segir Helga. En fleira var á dagskrá en kynning á heimabæjum og krakkarnir notuðu tækifærið til þess að svipast um á Akranesi og í nágrenninu. Fóru til dæm- is í útreiðatúr frá Kúludalsá, gengu á Akrafjall og kynntu sér afþreyingar- og tómstunda- möguleika ungs fólks á Akra- nesi með því að heimsækja Hvíta húsið, kíkja í sund, keilu og ýmislegt fleira. Einnig voru haldnar kvöldvökur, farið í ferð til Reykjavíkur, svamlað í Bláa lóninu og farið í dagsferð að Gullfossi og Geysi. Ann og Ásmund eru frá Dan- mörku og Noregi og segja heimsóknina til Akraness hafa verið ákaflega spennandi og skemmtilega. „Þetta er búið að vera alveg frábært. Allir hafa tekið svo vel á móti okkur, við höfum sinnt spennandi verk- efnum hér og gert margt skemmtilegt. Til dæmis fórum við í gönguferð á Akrafjall og heimsóttum Gullfoss og Geysi. Svo má nú ekki gleyma því hvað við höfum kynnst skemmtilegu fólki í gegnum þessa heimsókn okkar." Að- spurð segjast þau hafa haft á- kveðna hugmynd um ísland áður en þau komu, höfðu til dæmis kynnt sér söguna dálít- ið og fyrirbæri eins og hveri og Bláa lónið. „En,“ bæta þau við, „að hafa kynnt sér eitthvað heima er ekki það sama og koma hingað og sjá það með eigin augum og þetta hefur allt verið ævintýri líkast. Við viljum nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum kærlega fyrir okkur.“ ALS Anna og Asmundur. Ljósmynd: Anna Lára. Vinaklúbbamót Síðatliðinn laugardag var haldið vinakiúbba golfmót milli félaganna Mostra og Vestarr á Snæfeitsnesi og fór mótið fram í Stykkishólmi. Á myndini afhendir Ásgeir Ragnarsson, form. Vestarr, Ríkharði Hrafn- kelssyni formanni Mostra bikarinn, en Mostramenn unnu mótið, reyndar eins og alltaf áður. MM/Ljósm. Sverrir Karlsson. Ungir fótboltadrengir á faraldsfæti Tveir ungir fótboltamenn af Akranesi verða við æf- ingar hjá er- lendum fé- lagsliðum á næstu dög- um. Björn Jónsson, 13 ára, fór í vor til hollenska stórliðsins Björn Jónsson og Hereven sem er með virkilega öflugt unglingastarf. Forráða- mönnum Hereven leist það vel á piltinn að þeir buðu honum að koma aftur í haust og dvelja þar í viku en Björn fer þangað næsta sunnudag. í þessari viku eru hann og Björn Berg- mann Sigurðsson, sem er hálf- bróðir Jóhannesar Karls, Þórðar og Bjarna Guðjóns- Björn Bergmann Sigurðsson. sona, hinsvegar í Englandi þar sem þeir æfa með Stoke og Leicester. Það er því óhætt að segja að þeir félagar hafi fund- ið góða lausn á kennaraverk- fallinu. Þess má líka geta að fyrir hjá Hereven er einn ungur Skaga- maður Arnór Smárason, 16 ára piltur sem þegar hefur gert samning við félagið. GE Borgarfjarðarhlaup UMSB fer fram laugardaginn 25. september kl. 14.00 Hlaupið hefst við kirkjuna á Hvanneyri og verður hlaupið um næsta nágrenni Hvanneyrar, ýmist á malarvegi eða malbiki. Vegalengdir sem hlaupnar verða eru: 25 km. 10 km og 4 km skemmtiskokk. Hlaupið er aldursflokkaskipt fyrir bæði kyn. 15 ára og yngri, 16- 39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. I Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaun og allir þátttakendur fá viðurkenningu. | Skráningargjald er 500 kr. fyrir 15 ára og yngri og 1500 kr. fyrir aðra. Skráning í hlaupið er hjá skrifstofu UMSB sími 4371411 Netfang: umsb@mmedia.is Ungmennasamband Borgarfjarðar Uppskeruhátíð yngri flokka ÍA í knattspyrnu Á laugardaginn fór fram uppskeruhátíð yngri flokka ÍA í knattspyrnu í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Farið var yfir gengi allra flokka í boltanum í sumar og viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur. Að því loknu buðu Sveppi og Auddi nokkrum huguðum gestum upp á ógeðsdrykk og loks var slegið upp grillveislu. Leikmaður yngri flokkanna var kjörinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson og hampaði hann því hinum svokallaða Donna- bikar. Aðrir sem hlutu viður- kenningu voru: Aníta Eir Ein- arsdóttir og Eyrún Eiðsdóttir, 6. flokki kvenna fyrir mestar framfarir. í 5. flokki kvenna fékk Heiðrún Sara Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir mestar framfarir en leikmaður ársins í þeim flokki var Heiður Heimis- dóttir. í 4. flokki kvenna þótti Helga María Hafsteinsdóttir hafa sýnt mestar framfarir en leikmaður ársins var valin Guð- rún Þórbjörg Sturlaugsdóttir. :n\o\rihm; lÞRÓVí-f\NI SlRíf Leikmenn yngri flokka sem hlutu viðurkenningar. Leikmaður ársins í 3. flokki kvenna var Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, en mestar fram- farir sýndi Vilborg Lárusdóttir. í 7. flokki drengja hlutu við- urkenningu fyrir mesta framför Albert Hafsteinsson, Ragnar Már Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson. í 6. flokk karla var Guðlaugur Brandsson verð- launaður fyrir mestar framfarir og Ragnar Gunnarsson út- nefndur leikmaður ársins. í 5. flokki karla voru það þeir Sig- urður Karvelsson, sem sýndi mestar framfarir, og Sigurjón Guðmundsson, leikmaður árs- ins, sem hlutu viðurkenningar. í 4. flokki karla voru veittar þrennar viðurkenningar, þeim Aroni Ými Þéturssyni fyrir á- stundun og framfarir, Birni Bergmann Sigurðssyni sem þótti efnilegasti leikmaður flokksins og Ragnari Þór Gunnarssyni sem kjörinn var leikmaður ársins í sínum flokki. Leikmenn ársins í 3. flokki drengja voru þeir Arnar Helgi Jónsson og Guðmundur Ingi Gunnarsson. ALS

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.