Skessuhorn


Skessuhorn - 22.09.2004, Side 15

Skessuhorn - 22.09.2004, Side 15
SlESSUHöíílli MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 15 Julian á skotskónum Skagamenn unnu sannfærandi sigur á Eyjamönnum en það dugði ekki til Ekki nógu gott -segir Ólafur Þórðar- son þjálfari ÍA „Ég er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn í dag en hann var bara ekki nógu stór/1 sagði Ólafur Þórðarson þjáifari ÍA eft- ir leikinn. Ólafur sagðist að mörgu leyti sáttur við sumarið en hinsvegar væri ekkert nema fyrsta sætið nógu gott. Hann sagði liðið hafa verið sterkt í sumar þótt menn hafi ekki náð að sína sitt rétta andlit á köfi- um. „Það háði okkur náttúru- lega að hafa ekki afgerandi markaskorara. Markahæstu leikmennirnir skora 4 mörk hvor en í svona liði þarf nátt- úrulega að vera tíu marka mað- ur og ef hann hefði verið til staðar þá stæðum við kannski með bikar f höndunum. “ GE Hér fagna þær sigri eftir lokaleikinn enda sigur í höfn; sæti í Urvalsdeild á næsta ári. Ljósmynd: Ágústa Friðríksdóttir. Kvennalið IA tryggði sér sæti í Úrvalsdeild eftir sitt fyrsta keppnistímabil i fyrstu deild en sem kunnugt er tefldi ÍA fram liði í meistaraflokki kvenna í sumar eftir nokkurra ára hlé. Skagastúlkur þurftu að vísu að fara erfiðari leiðina að úrvalsdeildarsætinu því þær töpuðu úrslitaviðureign- inni við Keflavík um efsta sæti 1. deildar og því þurftu þær að taka þátt í umspili gegn Þór/KA/KS sem varð í næst neðsta sæti Úrvalsdeildarinn- ar. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns byrjaði ÍA viðureignina býsna vel með stórsigri á norðanstúlkum í fyrri leiknum 6 - 1. Eftirleikur- inn var því auðveldur þegar Þór/KA/KS kom í heimsókn á Skagann á miðvikudag. Síðari leikurinn endaði 3 - 1 fyrir ÍA og skoraði Magnea Guð- laugsdóttir tvö mörk í seinni hálfleik en Ása Benediktsdótir innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínút- unum. Samtals unnu Skaga- stúlkurnar því viðureignina 9 - 2 og hafa því verðskuldað tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. Eins og kunnugt er var nokkuð kvartað yfir marka- leysi hjá úrvaldeildarliði ÍA í karlaflokki í sumar og skoruðu markahæstu menn ekki nema 4 mörk hvor. Annað var uppi á teningnum hjá konunum því þær skoruðu alls 76 mörk og fjórar voru með 10 mörk eða fleiri. Markahæst var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir með 18 mörk í 12 leikjum, Magnea Guðlaugsdóttir skoraði 15 mörk, Áslaug Ragna Ákadótt- ir 12, Jónína Halla Víglunds- dóttir 11 og næst kom Hall- bera Guðný Gísladóttir með 9 mörk. Sannarlega glæsilegur árangur hjá nýju kvennaliði ÍA og verður fróðlegt að fylgjast með stelpunum í Úrvalsdeild- inni á næsta ári. GE tæklingu og oftar en ekki voru það Skaga- menn sem sparkaðir voru niður en dómarinn sýndi leikmönnum ótrú- lega þolinmæði lengst af. Flestir sluppu þó ó- meiddir frá þessu fjöl- bragðaglímumóti en Hjálmur Dór Hjálmsson var hinsvegar borinn meiddur af velli eftir samstuð við einn Eyja- manninn. Skagamenn áttu sín færi í síðari hálfleik sem þeir náðu ekki að nýta en Eyjamenn náðu aftur á móti að minnka mun- inn um miðjan hálfleikinn þeg- ar Andri Ólafsson skoraði á- gætt mark. Niðurstaðan varð engu að síður sanngjarn sigur ÍA en ekki nógu stór. Það var Julian Johnson sem var besti maður vallarins að þessu sinni en einnig áttu Stefán Þórðarson, Þórður Þórðarson, Grétar Rafn Steinsson og Guðjón Heiðar Sveinsson mjög góðan leik. GE Skagastúlkur í Úrvalsdeild Fjórar úr kvennaliði ÍA skoruðu yfir tíu mörk í 1. deildinni í sumar Julian Johnson, færeyski landsliðsmaðurinn á Skagan- um, var í banastuði þegar ÍA fékk ÍBV í heimsókn í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Hann skoraði bæði mörk Skagamanna í 2 -1 sigri en fyrir ieikinn hafði hann ekki skorað nema eitt mark fyrir ÍA í úrvalsdeild. Ekki var laust við að það rifj- aðist upp fyrir mönnum síð- asta umferð mótsins árið 2001 en þá börðust þessi tvö lið um íslandsmeistaratitilinn og mættust í lokaumferðinni í Eyjum. Leikurinn endaði með jafntefli sem dugði Skaga- mönnum til að hampa ís- landsmeistaratitli eins og flestir muna en sigur hefði fært Eyjamönnum bikarinn eftirsótta. Nú var staðan ekki ósvipuð að mörgu leyti þótt Skagamenn ættu að vísu ekki möguleika á titlinum. Eyja- menn gátu hinsvegar með sigri tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn að því tilskyldu að FH tapaði fyrir KA á Akureyri. Hvorugt gekk hinsvegar eftir. Þá áttu Skagamenn fræðileg- an möguleika á að ná 2. sæti deildarinnar, og þar með Evr- ópusæti, af Eyjamönnum en til þess þurftu þeir að sigra með 5 marka mun þar sem marka- tala Eyjamanna var mun hag- stæðari. Eins og leikurinn fór af stað virtust Skagamenn allt eins líklegir til að klífa umræddan fimm marka múr því þeir voru mun sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn þótt Eyjamenn fengju tvö ákjósanleg færi. Skagamenn sóttu án afláts og áttu nokkur góð skot á mark Eyjamanna og fyrsta markið kom á 17. mínútu þegar Julian Johnson renndi sér í knöttinn eftir góða sendingu frá Guð- jóni Heiðari Sveinssyni og skoraði af stuttu færi. Julian var síðan aftur á ferðinni og skoraði mjög svipað mark á 26. mínútu en þá eftir send- ingu frá Stefáni Þórðarsyni sem átti mjög góðan leik að þessu sinni. Julian Johnson Þrátt fyrir fjölmörg færi urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik en í þeim síðari mættu Eyja- menn mun sprækari til leiks. Um leið færðist mun meiri harka í leikinn og var ekki að sjá að þennan dag væri al- þjóðlegur háttvísidagur knatt- spyrnumanna. Á löngum kafla liðu ekki nema fáeinar mínútur milli þess sem einhver leik- maður lá á vellinum eftir harða Verðlaunaskallar. Frá vinstri: Valdimar K Sigurðsson, Garðar Axelsson, Sveinbjörn G Hlöðversson, Ágúst Hrannar Valsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Mynd:GE Garðar Axelsson markvörð- ur var valinn leikmaður ársins í lokahófi knattspyrnudeildar Skallagríms um síðustu helgi. Það voru leikmenn sem kusu sjálfir besta leikmanninn og fékk Garðar meira en helming atkvæða. Þá var Bjarni Hlíð- kvist Kristmarsson valinn efnilegasti leikmaður liðsins og Ágúst Hrannar Valsson fékk viðurkenningu fyrir bestu æfingasóknina. Sveinbjörn G Hlöðversson fékk síðan gull- skóinn en hann var marka- hæstur í sumar með 15 mörk. Loks var markahrókurinn mikli, Valdimar Kr. Sigurðsson heiðraður af stjórn knatt- spyrnudeildarinnar en hann sló sem kunnugt er marka- metið á Islandsmótinu í sum- ar og er kominn í 166 mörk og þau hefur hann öll skorað fyr- ir Skallagrím. GE Lokastaðan í úrvalsdeild karla í knattspyrnu Félag L U J T MörkStig 1 FH 18 10 7 1 33:16 37 2 ÍBV 18 9 4 5 35:20 31 3ÍA 18 8 7 3 28:19 31 4 Fylkir 18 8 5 5 26:20 29 5 Keflavík 18 7 3 8 31:33 24 6 KR 18 5 7 6 21:22 22 7 Grindav. 18 5 7 6 24:31 22 8 Fram 18 4 5 9 19:28 17 9 Víking. R.18 4 4 10 19:30 16 10 KA 18 4 3 11 13:30 15

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.