Skessuhorn - 06.10.2004, Page 7
^alissunu..
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 2004
7
Aðalhafiiargarðurinn
endumýjaður
Síðstliðinn föstudag var
formlega tekin í notkun stækk-
uð bryggja á aðalhafnargarðin-
um á Akranesi. Orðið var brýnt
að fara í viðgerðir á elsta hluta
aðalhafnargarðsins en eftir
nokkurn aðdraganda og undir-
búning hófust endurbætur árið
2002 með því að viðlegan var
dýpkuð til að skip sem landa
uppsjávarfiski gætu athafnað sig
innan hafnarinnar án vand-
kvæða. Þá var lagt nýtt stálþil
um 160 metra og athafnasvæðið
á bryggjunni stækkað. Nýjum
vams- og rafmagnslögnum hef-
ur verið komið íyrir, lýsing á
stiga endurbætt samhliða fleiri
neshafnar 56 milljónir. Fram-
kvæmdum lauk nú í sumar.
Það var Siglingastofnun sem
annaðist undirbúning verkefn-
isins; hönnun og útboð, Hagtak
sá um dýpkun og niðurrekstur á
stálþili, Skóflan á Akranesi, á-
samt undirverktökum, annaðist
steypu á þekju og frágang lagna,
en eftirlitsmaður með verkinu
var Njörður Tryggvason frá Al-
mennu verkfræðistofunni.
Við bryggjuna hefur HB
Grandi mest umsvif. Annars-
vegar vegna löndunar á bolfiski
en hinsvegar á uppsjávarfiski.
F)uirtækið hefur einnig staðið í
ýmsum framkvæmdum m.a.
gert umfangsmiklar breytingar
á hafharsvæðinu þar sem meiri
aðskilnaður er nú á milli að-
stöðu smábáta og útgerðar
stærri skipa. Þessum breyting-
um hefur fylgt verulega bætt
aðstaða beggja aðila og hefur nú
verið samþykkt nýtt deiliskipu-
lag fyrir höfnina sem tekur mið
af þessum aðgerðum.
MM
Það var Viðar Karlsson skipstjóri HB til áratuga, sem klippti á borðann
og opnaði þar með formlega nýja hafnargarðinn fyrir umferð. Viðar er
sá skipstjóri sem fært hefur hvað mestan afla í tonnum talið að landi á
Akranesi undanfarna áratugi. Honum til aðstoðar er Gísli Gíslason
bæjarstjóri og Kristján Sveinsson formaður hafnarnefndar.
I tilefni vígslunnar var hleypt af tveimur skotum, svo undir kvað, úr
gömlu fallbyssunni sem jafnan stendur við hafnarhúsið á Akranesi.
lagfæringum. Heildarkostnaður
við verkið er 160 milljónir
króna og var hlutur ríkisins í
verkinu 104 milljónir en Akra-
upp öflugan krana og löndunar-
búnað bæði á aðalhafnargarðin-
um og bátabryggjunni. Hafnar-
stjórn Akraneshafnar hefur nú
Samkór Mýramanna
Mýramenn á disk
Samkór Mýramanna er að
hefja vetrarstarfið um þessar
mundir. Mikill kraftur hefur
verið í starfsemi kórsins að
sögn kórstjórnar og nú er ver-
ið að undirbúa útkomu geisla-
disks. Aður hefur komið út
geisladiskur með kórnum und-
ir heitinu Yfir bænum heirna.
Kórinn hefur staðið fyrir
umfangsmiklum tónleikum á
hverju vori og fengið vinsæla
söngvara til liðs við sig eins og
Olaf Kjartan Sigurðarson og
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Auk
þess stendur kórinn fýrir
jólatónleikum árlega, vorhátíð
og fleiri viðburðum. Þá hefur
kórinn farið í utanlandsferð
tvívegs og þegar er byrjað að
undirbúa þriðju ferðina sem
verður á 25 ára afmæli kórsins
árið 2006.
Söngstjóri kórsins er Jónína
Erna Arnardóttir og hefur hún
stjórnað honum síðan 1997.
Undirleikari kórsins er
Zsuzsanna Budai. Að sögn
kórfélaga er vel tekið á móti
söngelsku fólki en kórinn æfir
vikulega á fimmtudögum, kl.
20.30 í félagsheimilinu Lyng-
brekku.
GE
www.versla.is ^RSt^
Einfalt og þægilegt
RAFMAGNS
HLAUPAHJÓL
með handgjöf og
handbremsu
Fyrir 75 kg. 12 km/t
Fyrir 90 kg. 14 km/t
Margir litir
Með og án sætis
- nánar á netinu
Við sendum frítt
heim að dyrum
www.versla.is
Verður haldið
á Akranesi 13. - 22. okl
iðið veitir
ijá Iðntæknistofnun
02 897 0601
Iðntæknistofi