Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 7
§£ESSUH©E®I MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 7 Léleg vam- argirðing Bændur í Dölum eru ósáttir við viðhald á sauðfjárveikivam- argirðingu þeirri sem skilur á milli Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar en hún man víst fífil sinn fegurri. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns heimtust í haust fimm full- orðnar ær í Dölum frá sama bænum í Hrútafirði og þykir það benda til að girðing Sauð- íjárveikivarna sé ekki upp á marga fiska í dag. GE Einbreiðar brýr Sýslumaðurinn í Búðardal hefur ritað Vegagerð ríkisins bréf þar sem vakin er athygli á því að allar brýr í umdæmi sýslumannsins séu einbreiðar. Þá er því einnig beint til Vega- gerðarinnar að taka til athug- unar að setja upp viðvörunar- ljós við einbreiðar brýr á fjöl- förnustu vegunum, t.d. Vest- fjarðavegi og veginum um Laxárdalsheiði og Laxárdal. GE Laugar í Sælingsdal. Verkfall frest- ar ungmenna- búðum Ljóst er að yfirstandandi kennaraverkfall setur strik í reikninginn varðandi rekstur ungmennabúða á Laugum í Sælingsdal. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur Dalabyggð gert samstarfssamning við Ungmennafélag Islands um rekstur ungmennabúða á Laugum og var ætlunin að þær myndu hefja starfsemi nú í haust. Að sögn Haraldar Lín- dal sveitarstjóra Dalabyggðar liggur hinsvegar fýrir að starf- semin verður ekki mikil fyrir áramót vegna kennaraverk- fallsins. Hann segir að þótt verkfallið leysist fljótlega sé ó- líklegt að skólastjórnendur séu tilbúnir að senda nemendur strax í útilegu af þessu tagi. Haraldur segir að hinsvegar sé stefnt að því að opna ung- mennabúðirnar fyrir áramót og taka á móti hópum síðustu tvær vikurnar í nóvember. Samstarf slökkviliða á Snæfellsnesi Um síðustu helgi var haldinn í Stykkis- hólmi ársfundur Fé- lags slökkviliðsstjóra á Islandi. Á fundin- um voru flestir slökkviliðsstjórar landsins og einnig Björn Karlsson brunamálastjóri. Björn notaði tæki- færið og átti fund Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í Grundar- firði. með bæjarstjórum stóru sveitar- félaganna á Snæfellsnesi um hugsanlegt samstarf slökkvilið- anna á Nesinu. „Sveitarfélögin fengu VST til að vinna skýrslu um samstarf í brunavörnum á síðasta ári og þessi fundur var eiginlega næsta skref,“ segir Björg Agústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. „Bæjarstjórarn- ir munu væntanlega leggja til að það verði skoðað hvaða möguleikar eru til samstarfs í brunavörnum. Eg á von á að sérstaklega verði litið til sam- starfs í brunavöm- um og útkallsmál- um. Þess má reynd- ar geta að slökkvi- liðin á Snæfellsnesi hafa unnið saman og t.d. hefur slökkvilið Grand- arfjarðar verið kallað út í nýleg- um stórbranum í Snæfellsbæ. Það era hinsvegar ekki til neinir formlegir samningar og við höf- um áhuga á að setja samstarfið í eitthvað form. Þetta verður skoðað hjá hverju sveitarfélagi fýrir sig og skýrslan sem gerð var í fýrra höfð til hliðsjónar," segir Björg. GE Breytingar eru hafnar á Safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju. Breytt og bætt í Safiiaðarheimilinu Endubætur eru hafnar á allsherjar lagfæringu á Safnað- Safnaðarheimili Ólafsvíkur- arheimilinu að innanverðu en kirkju. Samkvæmt upplýsingum það er sem kunnugt er undir Skessuhorns er ráðgert að fara í kirkjunni. www.skessuhom.is ; |t Í|P#if Hárhús Yki Köt/u BYKO V* OZO|\IE Mozart Hársnyrtistofa \ avúsid Axelsbúð -fyrír allan aldur ’.nnah Þeir viðskiptavinir sem versla fyrir 4.000,-kr. eða meira fá 15% afsláttaf keyptri vöru líkt og erlendir ferðamenn fá á íslandi. Misjafnt er hvort fyrirtæki veita afslátt af öllum vörum eða völdum vöruflokkum. Einnig verða ýmis fleiri tilboð í gangi þessa daga. Markaðsráð Akraness GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.