Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 15
§S2ESSUH©EKI MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 2004 15 Guðbjörg Aðalbergsdóttir skóla- meistari tekur við gjöfinni úr hendi Jóns Gunnlaugssonar. Skagamenn komu færandi hendi I síðustu viku færði Jón Gunnlaugsson, fyrir hönd bæj- arstjórnar Akraness, nýjum Fjölbrautaskóla Snæfellinga gjöf í tilefni af stofnsetningu skólans. Um var að ræða mál- verk sem nú prýðir einn veggja skólahússins nýja. GE Vatnslögn endumýjuð Ibúar á Rifi og Hellissandi ættu að geta svalað þorsta sín- um óhindrað innan tíðar en þessa dagana er unnið að end- urbótum á kaldavatnslögninni milli þessara staða. Undanfarin ár hafa verið tíðar bilanir á vatnslögninni þar og því var ráðist í þessar framkvæmdir. Starfsmenn Ahaldahúss Snæ- fellsbæjar sjá um framkvæmd- ina. GE Folalda- og trippasýning á Stað Hrossaræktarsamband Vest- urland stóð sl. laugardag fýrir sýningu á folöldum og vetur- gömlum trippum, væntanleg- um kynbótagripum á Vestur- landi, og fór hún fram í reið- höllinni á Stað í Borgarhreppi. Sýnd voru 24 folöld og 9 vetur- gömul trippi. Sýningin var vel sótt og voru hátt í 200 áhorfendur sem greiddu atkvæði um efhilegustu gripina, en atkvæði dómaranna Svanhildar Hall og Hrafns Há- konarsonar vógu helming á móti atkvæðum gestanna. Ur- slit urðu eftirfarandi: Folöld: 1. Hnjúkur frá Hesti móálótt- ur, F: Rökkvifrá Hárlaugsstöð- um M: Heklafi'á Hesti en hún drapst frá honum mánaðar- gámlum og hefur folaldið því verið í eldi hjá eigendum sínum þeim Sigvalda og Björgu Mar- íu á Hesti. I stað kaplamjólkur hefur Hnjúkur því verið alinn upp á undanrennu og hunangi í sumar. Hekla var undan Geysi frá Gerðum og Oskufrá Hesti. Hekla var sýnd og fékk 7,80 í aðaleinkunn. Rækt/eig: Björg María Þórs- dóttir 2. Glaðningfi-á Hesti F: Hróð- urfrá Refsstöðmn. Rækt: Sigvaldi Jónsson Eig: Björg María Þórsdóttir 3. Fursti frá Skáney F: Adam frá Asmundarstöðum Rækt/eig. Birna Hauksdóttir Trippi: 1. Fálkifrá Eyri F: Bjarturfrá Höfða Rækt/eig: Hrossaræktarbiíið Eyri ehf 2. Toppur frá Skarði I. F: Gaukur frá Innri-Skelja- brekku Rækt/eig. Ami Ingvarsson 3. Brá fi'á Lundum F: Dynur frá Hvammi Rækt/eig. Ragna Sigurðardótt- ir MM Fálki frá Eyri. Hnjúkur frá Hesti lengst til vinstri, þá Glaðning, sem lenti f öðru sæti, ásamt móður sinni. Háþrýstidælur Fjölbreytt úrval fylgihluta . KE 1FR 31 HD 1090 A HD 0/25 Snúningsdiskur RAFVER HF Ending og þjónusta SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333/581 2415 RAFVER@RAFV£R.IS - WWW.RAFVER.IS ÁRBÓK Akúmtilnga Vandaðar bækur, fullar af fróðleik og skemmtun - kjörgripir fyrir alla sem tengjast Akranesi. Gerist áskrifendur! Skemmtilegar bækur fyrir börn og fullorðna Maurbúið hennar Söru eftir Harry Gilbert í þýð- ingu Kristjáns Kristjáns- sonar. Æsispennandi og óvenjuleg unglingabók sem vekur lesandann til umhugsunar. Afskipti okkar af náttúrunni eru ekki alltaf til góðs þótt við viljum vel! Lágmynd eftir Tadeusz Rozewicz í þýðingu Geirlaugs Magnússonar er komin út. ( umsögn Eiríks Guðmundssonar i Víðsjá þann 8. sept, sl. sagði m.a.: „Það er skemmst frá því að segja að þetta er mögnuð bók... Evrópsk Ijóðlist eins og hún gerist best." STERUNG NORTH PRAKKARINN £ 1.980 ISAAC BASHEVIS SINGER GEITIN ZLATA OG FLIIRI SÖGUR Prakkarinn eftir Sterling North kom fyrst út árið 1963 og er talin sigild í dag. Stundum gefin út sem barna og unglingabók en er ein þeirra fáu bóka sem hittir níu ára barn jafnt sem níræðan öldung beint í hjartastað. Heljarþröm eftir Philip Ardagh! Kynnist skrautlegustu persónum sem sést hafa i barnabók síðan Lísa fórtil Undralands. Fyndnasta barnasaga sem sést hefur á prenti i háa herrans tíð! Geitin Zlata eftir Isaac Bashevis Singer. Hér eru sagðar sjö töfrandi þjóðsögur í búningi sagnameist- arans Isaacs Bashevis Singer sem Islendingum er að góðu kunnur. Bráðskemmtilegar sögur fyrir börn og fullorðna. Pantaðu bækur beint á www.uppheimar.is og fádu 15% afslátt Uppheimar ehf. | Vesturgötu 45 | 300 Akranesi | Sími 863 4972 | uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.