Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 2004 ^uCSSUlIU.. Snjókarlar í Saurbæ Hann var myndartegur snjókarlinn sem þeirAndri Freyr Gunnarsson, Hlynur Snær og Sandra Sif Sæmundarbörn gerðu í fyrradag í Saur- bænum, en þann daginn snjóaði töluvert þar um sióðir. Mynd: Gunnar Bender /'rr/ó//j/y rifv/) n«r Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu Sigrún Gísladóttir. Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu á vegum Akra- neskaupstaðar voru staðfestar af bæjarstjórn fyrr í þessum mán- uði. I þeim segir m.a: „Félags- leg heimaþjónusta er fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimil- ishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskyldu- aðstæðna, veikinda, barnsburð- ar eða fötlunar.“ Sigrún Gísladóttir er öldrun- arfulltrúi hjá Akraneskaupstað og sinnir þessum málaflokki innan íjölskyldusviðs. Hún sagði í samtali við Skessuhom að nú væri betur skilgreint í hverju félagsleg heimaþjónusta felst. „Nú skilgreinum við fé- lagslega þjónustu betur en áður en hún getur auk þrifa á heimil- um falist í félagslegum stuðn- ingi t.d. með innliti og stuttri viðvera, aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki er í verka- hring heimahjúkrunar, aðstoð á matartíma, aðstoð við innkaup og aðstoð við gæslu og umönn- un barna og ungmenna." Sig- rún segir að heimaþjónusta sé að jafnaði veitt einu sinni í viku, en eftir atvikum geti hún verið oftar eða sjaldnar. T.d. er hún aðra hvora viku ef einungis er óskað aðstoðar með þrif. „Mat á TJmsjón: Iris Arthúrsdóttir. undanþágum frá reglunum fer fram þegar sérstakar að- stæður knýja á um slíkt. Þá er sú á- kvörðun veitt í samráði við aðra þá aðila sem veita þjónustu inni á viðkomandi heim- ili,“ segir Sigrún. I nýju reglunum er skilgreint ferlið sem þarf að fara við umsókn um fé- lagslega þjónustu og segir Sigrún að sótt sé um félags- lega heimaþjón- ustu á þar til gerð eyðublöð. Einnig verður fljótlega hægt að nálgast umsóknareyðublöð á vef Akra- neskaupstaðar. Eftir að umsókn liggur fyrir segir Sigrún að þjónustuþörf viðkomandi sé metin og í fram- haldi af því gerður þjónustu- samningur þar sem fram kemur umfang og skipulag heimaþjón- ustunnar. „Þá ber mér að skipu- leggja þjónustuna í samstarfi og samvinnu við aðra þá aðila sem veita þjónustu inni á viðkom- andi heimili, svo sem heima- hjúkran, dagvistun að Höfða og aðra aðila.“ I nýju reglunum er einnig kveðið nánar á um ýmis atriði sem varða sjálfa starfs- menn heimaþjónustunnar, svo sem þagnarskyldu, nýir starfs- menn þurfa að skila inn saka- vottorði og hnikkt er á öðrum þáttum sem taka til persónu- legra samskipta starfsmanns og þjónustuþega. „Með þessum reglum verður hagræðing sem felur í sér að þarfir einstaklinga eru skilgreindar betur og þjón- ustuþegar fá markvissari þjón- ustu en áður,“ sagði Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi að lokum. MM Pastagaldur Þessi nýstárlegi pastaréttur er áædaður fyrir fjóra. Gott er að bera hann fram með fersku grænmetissalati og ilmandi nýju brauði. Það er einnig hægt að bæta í hann kjöti t.d. kjúklingi ef maður vill hafa hann matarmeiri. 400 gr pasta að eigin vali 1 kjúklingateningur 1 grænmetisteningur 2 dl vatn 110 gr rjómaostur 2 1/2 dl rjómi Pipar 2 tnskfersk steinselja (söxuð) 2 tsk Óreganó 150 gr beikon 120 gr nýir sveppir 4 hvítlauksrif 50 - 100 gr valhnetur 300 gr blá vínber 180 gr nýjar steinlausar döðlur Matarolía til steikingar 1. Sjóðið pastað. 2. Sjóðið kjúklinga- og græn- metisteningana í vatninu. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og hleypið upp suðu. Kryddið með pipar og steinselju. Setjið sósuna til hliðar. 3. Skerið beikonið í bita, hreinsið og skerið sveppina og merjið hvítlauksrifin. Skerið hnetumar og vínberin í tvennt og fjarlægið steinana úr vín- berjunum. Skerið döðlumar í fernt. 4. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið smá matarolíu á pönnuna og steikið sveppina og hvítlaukinn. 5. Hellið sósunni og hnetun- um saman við beikonblönduna og látið krauma í fimm mínút- ur. 6. Setjið vínber og döðlur út í sóstma og berið ffam. HÚSRAÐ Olífuolía er góð ífleira en matseld. Furr húð: Notið hana sem húðkrem þegar þið emð búin í baði. Þurrt hár: Berið olíuna í hárið, vefjið plastpoka yfir, látið bíða í klukkuti?na og þvoið hárið vel og vandlega. I»eir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt Ijósmynd af sjálfum scr eða réttinum (500 kh eða stærri), fullu nafni, hcimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is Bifröst. Sjóðheit stemning Á föstudagskvöldið var ís- kuldi utanhúss á Bifföst en inni var sjóðandi heit Kúbustemn- ing, þegar Havanaband Tómasar R. hélt þar tónleika. Tónleikarnir einkenndust af miklli spilagleði þeirra félaga og oft var svo mikil stemning að ég hef grun um það að lögin hafi orðið dálítið lengri en á- ætlað var. Það sem einkennir þessa tónlist er traustur grann- ur, slagverk og endalaus spuni. Þar fóru þeir félagar á kostum og að öðram ólöstuðum fannst mér ffábært að sjá Davíð Þór þenja flygilinn og ekki var síður gaman að því þegar hann flutti sig af hljómborðinu og inn í strengina. Vafalaust hefur marga áheyrendur ekki grunað að svona væri hægt að nota flygil. Mér fannst helst að Tómas sjálfur hefði mátt eiga fleiri sóló-strófur en það er nú helstu aðfinnslurnar við þessa seiðandi tónleika og á Tónlist- arfélagið heiður skilið fyrir að halda úti fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í vetur. Jónína Ema Amardóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.