Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.10.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 2004 SSESSIÍH02I Akraneskaupstaðjr Auglýsing um lóðir í Flatahvefi, klasa 5 og 6 Ákveðið hefur verið að auglýsa lóðir í Flatahverfi, klasa 5 og 6 lausar til umsóknar. Endaniega samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir og eru lóðirnar því auglýstar með fyrirvara um formlega samþykkt skipulagsins og um hvenær unnt er að hefja framkvæmdir á lóðunum. Haldinn verður kynningarfundur um fyrirliggjandi skipulagstillögu á vegum tækni- og umhverfissviðs, fimmtudaginn 4. nóv. n.k. í bæjarþingsal að Stillholti 16 - 18, kl. 18:00. Á svæðinu er gert ráð fyrir 14 lóðum fyrir einbýlishús, tveimur lóðum fyrir parhús, einni lóð fyrir 5 íbúða raðhús og sex lóðum fyrir fjölbýlishús með allt að 108 íbúðum. Áætlað er að gatnagerð, án varanlegs slitlags með frágangi gangstétta og opinna svæða verði lokið í maímánuði árið 2005. Um úthlutun lóða fyrir einbýlishús, parhús og raðhús er vísað til almennra reglna Akraneskaupstaðar þar að lútandi. Umsóknum um lóðir undir fjölbýlishús skal fylgja almenn lýsing á útliti húsanna eða útlitsteikning. Verður við úthlutun lóða undir þau hús lögð áhersla á að byggingarnar falli vel að umhverfinu og að þær verði í aðalatriðum sambærilegar í lögun og útliti. Bæjarráð Akraness mun ákveða sérstaklega um úthlutun lóðanna með tilliti til framangreinds. Byggingaskilmálar og nánari upplýsingar fást á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi. Frestur til að skila inn umsóknum er t.o.m. 25. nóv. 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofumar á Akranesi, Stillholti 16-18, merktar "Klasi 5-6 ; lóðammsókn". Eftir að skipulagið hefur tekið gildi skulu þeir sem fengið hafa vilyrði fyrir lóð ganga frá greiðslu áætlaðra gatnagerðargjalda skv. gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Akraneskaupstað innan eins mánaðar frá gildistökudegi skipulagsins. Akranesi 25. okt. 2004 Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðjr Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akraneskirkjugarðs og Byggðasafnsins að Görðum á Akranesi Með vísan til 1. málsgr., 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Akraneskirkjugarðs og Byggðasafnsins að Görðum. Breytingin gagnvart Akraneskirkjugarði felst m.a. í að gera heilsteypt skipulag af stækkuðum kirkjugarði sem fullnægir þörfum safnaðarins næstu 20-30 árin, gera ráð fyrir lóð undir kirkju og tilheyrandi starfsemi, bæta aðkomu í garðinn fyrir akandi og gangandi, að bæta hljóðvist og skapa betra skjól á svæðinu. Gagnvart safnasvæðinu felst breytingin m.a. í að afmarka byggingarreiti fyrir framtíðamppbyggingu safnsins og nýrri aðkomu að safnasvæðinu frá norðri með bílastæðum fyrir austan safnahús. Tillaga að nýju deiliskipulagi Garðalundar á Akranesi Með vísan til 1. málsgr., 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Garðalundar. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið verði nýtt fyrir skógrækt, útivist, tjald- og hjólhýsastæði, svæði fyrir smáhýsi til útleigu ásamt þjónustuhúsum og brlastæðum. Tillögurnar, ásamt frekari upplýsingum, liggja frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 29. október. 2004 til og með 26. nóvember. 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. des. 2004 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 21. október. 2004 Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Stórleikur haustsins í Borg- arnesi á morgun Nýliðar Skallagríms taka á móti deildarmeist- urum Snæfells í sannkölluðum Vesturlandsslag „Þetta verður væntanlega hörkuleikur,“ segir Bárður Eyþórsson þjálfari hins sigur- sæla liðs Snæfells um vænt- anlegan nágrannaslag úr- valsdeildarliðanna á Vestur- landi. Bæði deildarmeistarar Snæfells frá í fyrra og nýliðar Skallagríms hafa byrjað mót- ið feiknavel og unnið þrjá af fjórum leikjum sínum það sem af er og deila öðru sæt- inu ásamt Fjölni og Keflavík. Það er hinsvegar Ijóst að næsta umferð mun skilja lið- in að á stigatöflunni en þá mætast þau í innbyrðis viður- eign í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst kl. 19.15. „Árangur Borgnesinga það sem af er hefur ekki komið mér neitt á óvart,“ segir Bárður. „Skallagrímur er með fínan mannskap og þar af þrjá góða útlendinga. Það er líka nýtt að þessi lið séu bæði í efri hluta deildarinnar og það gerir þessa viðureign enn skemmtilegri. Ég á von á bráðskemmtilegum leik og vona að sem flestir mæti, bæði Borgnesingar og Hólmarar." Valur Ingimundarson þjálf- ari Skallagríms hefur verið mjög varfærinn í sínum yfir- lýsingum þrátt fyrir góða byrjun sinna manna. Hann tekur hinsvegar undir með Bárði og lofar hörkuleik í Borgarnesi á fimmtudag. „Þetta verður vonandi skemmtilegt og það er okkar ósk að geta staðið í stórliði Snæfells. Það þarf náttúru- lega ekki að fjölyrða um að þarna er alvörulið á ferðinni og við höfum því allt að vinna í þessum leik. Þetta er tví- mælalaust leikur haustsins hér í Borgarnesi og þótt við getum síst kvartað yfir að- sókninni eða stuðningi áhorf- enda þá geri ég ráð fyrir að það verði fleiri í íþróttahúsinu í Borgarnesi á fimmtudaginn en við höfum séð í langan tíma. Við munum gera okkar besta til að valda ekki okkar stuðningsmönnum vonbrigð- um en síðan verður að koma í Ijós hvað það dugar langt,“ segir hinn einkar hógværi þjálfari nýliðanna. GE Eintómir háspennuleikir segir Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms sem hefur byrjað með látum í vetur „Þetta var enn einn há- spennuleikurinn,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari Skalla- gríms eftir góða ferð Borg- nesinga á Suðurlandið þar sem Hamar/Selfoss lá í valn- um eftir framlengdan leik. „Allir fjórir leikirnir til þessa í deildinni hafa verið hörku- spennandi fram á síðustu sekúndur og tveir farið í fram- lengingu þannig að við höfum byrjað þetta með svolitlum látum. Við höfum náð að landa þremur sigrum þannig Stórleikur í körfunni - maetum öll! gftOf Fimmtudaginn 28. október VS. kl. 19:15 í Iþróttamiðstöðinni ggfe) Borgarnesi MætwH' ftifðjuM' ojzftar menn/ að það er vel viðunandi. Við áttum svosem alveg von á að geta byrjað vel en þetta er rétt byrjunin á mótinu þannig að það væri út í hött að láta þetta eitthvað stíga sér til höfuðs. Við þurfum líka að bæta ýmis- legt ef við eigum að halda haus og við vorum t.d. klaufar að missa þennan leik í fram- lengingu.“ Sem kunnugt er urðu snögg leikmannaskipti hjá Skalla- grími eftir leikinn gegn Grindavík á fimmtudag en þá létu Skallarnir Bandaríkja- manninn Kerbrell Brown fara en landi hans Nick Anderson kom í staðinn daginn eftir. Val- ur segir Anderson hafa staðið sig vel í fyrsta leiknum með Skallagrími en það sé Ijóst að hann þurfi að komast í betra leikform. „Þetta á vonandi eft- ir að smella betur saman hjá okkur en við erum alveg með báða fætur á jörðinni," segir Valur. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.